Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 66
Jón Sergio Constancio Sigurðsson kaupir nær ein- göngu notuð föt. Hann segir það bæði gott og gaman að gefa gömlum flíkum nýtt líf. starri@frettabladid.is Það eru mörg ár síðan Jón Sergio Constancio Sigurðsson, 26 ára stuðningsfulltrúi í Klettaskóla, hóf að ganga í notuðum fötum. „Ég man eftir mér árið 2012 þegar ég og vinkona mín fórum næstum hverja helgi í Kolaportið til að kaupa föt og maður fór aldrei tómhentur heim. Þar fann ég alltaf einhverjar flíkur sem ég notaði svo í mörg ár. Ég var orðinn nokkuð fær í að prútta í Kolaportinu á þessum árum og fannst ég vera frekar kúl Kolaports- gaur. Á sama tíma leit ég oft inn á fatamarkaðinn á móti Hlemmi þar sem starfsmenn voru farnir að þekkja mig. Í dag kaupi ég mér varla föt þar sem ég á svo mikið af þeim. Ef ég geri það á annað borð kaupi ég þó alltaf notaðar flíkur.“ Utan þess að starfa sem stuðn- ingsfulltrúi stundar hann nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands og er að eigin sögn sjúklegur Bjarkar-aðdáandi sem hlustar á að minnsta kosti eitt lag með henni á hverjum degi. Vinsælt meðal vina Sjálfur segist hann hafa tekið þá ákvörðun að ganga í notuðum fötum vegna þess að það sé bæði gott og gaman að gefa gömlum flíkum nýtt líf. „Svo er líka fullt af fólki í kringum mig sem finnst gaman að kíkja í búðir eins og Extraloppuna og álíka verslanir til að kaupa notaðar flíkur fyrir sig eða jafnvel börnin sín, og gefa not- uðum flíkum nýtt líf á lágu verði sem er auðvitað frábært.“ Fjölbreytt úrval Uppáhaldsverslanir hans hér á landi eru Fatamarkaðurinn við Hlemm og Wasteland Reykjavík. „Þær búðir bjóða upp á fjölbreytt úrval og góð verð. Þar er líka hægt að finna eitthvað fyrir alla. Þegar ég er á ferðalagi erlendis finnst mér skemmtilegast að kíkja til dæmis í Beyond Retro í Bretlandi, Episode og Wasteland Copenhagen sem eru geggjaðar búðir.“ Jakki sem nýtist á djamminu Hann á nokkrar uppáhaldsflíkur sem hann hefur keypt notaðar undanfarin ár. „Þar má til dæmis nefna svartan leðurjakka með kögri sem ég keypti í Fatamarkað- inum árið 2018 eða 2017. Sá jakki hefur nýst mér mikið á djamminu eða á öðrum viðburðum. Árið 2019 keypti ég mér gráan pels með hettu í Spúútnik sem ég nota mjög mikið í dag. Það er því lítið mál að finna ýmsar perlur í verslunum sem selja notuð föt.“ n Hér klæðist Jón notuðum jakka frá Fatamarkaðinum við Hlemm og peysu frá Wasteland Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Notaður bolur keyptur í Bratislava og buxur sem vinur hans gaf honum. Alls konar perlur leynast meðal notaðra flíka Í Nytjamarkaðnum er til sölu mikið úrval af notuðum vörum svo sem fötum, skóm, gjafavöru, húsbúnaði, heimilistækjum og húsgögnum á ótrúlega góðu verði. Allur hagnaður rennur til ABC barnahjálpar til að styðja fátæk börn í þróunarlöndum til náms. Við erum þakklát fyrir allar gjafir sem hægt er að selja. Tökum á móti vörum á opnunartíma. facebook.com/nytjamarkadurinn instagram.com/nytjamarkadurinnabc Opnunartími Mán – Fös 12-18 Lau 12-16 Nýbýlavegur 6, 200 Kópavogur Sími 520 5500 www.abc.is Fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi þar sem þú getur keypt og selt notaðar barnavörur313 básar stútfullir af endurnýttum barnavörum www.barnaloppan.is | Skeifan 11a | 108 Reykjavík Fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi þar sem þú getur keypt og selt notaðar barnavörur313 básar stútfullir af endurnýttum barnavörum www.barnaloppan.is | Skeifan 11a | 108 Reykjavík Fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi þar sem þú getur keypt og selt notaðar barnavörur313 básar stútfullir af endurnýttum barnavörum www.barnaloppan.is | Skeifan 11a | 108 Reykjavík Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is 8 kynningarblað 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURNYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.