Fréttablaðið - 19.02.2022, Page 66
Jón Sergio Constancio
Sigurðsson kaupir nær ein-
göngu notuð föt. Hann segir
það bæði gott og gaman að
gefa gömlum flíkum nýtt líf.
starri@frettabladid.is
Það eru mörg ár síðan Jón Sergio
Constancio Sigurðsson, 26 ára
stuðningsfulltrúi í Klettaskóla, hóf
að ganga í notuðum fötum. „Ég
man eftir mér árið 2012 þegar ég og
vinkona mín fórum næstum hverja
helgi í Kolaportið til að kaupa föt og
maður fór aldrei tómhentur heim.
Þar fann ég alltaf einhverjar flíkur
sem ég notaði svo í mörg ár. Ég var
orðinn nokkuð fær í að prútta í
Kolaportinu á þessum árum og
fannst ég vera frekar kúl Kolaports-
gaur. Á sama tíma leit ég oft inn
á fatamarkaðinn á móti Hlemmi
þar sem starfsmenn voru farnir að
þekkja mig. Í dag kaupi ég mér varla
föt þar sem ég á svo mikið af þeim.
Ef ég geri það á annað borð kaupi ég
þó alltaf notaðar flíkur.“
Utan þess að starfa sem stuðn-
ingsfulltrúi stundar hann nám
í þroskaþjálfafræði við Háskóla
Íslands og er að eigin sögn sjúklegur
Bjarkar-aðdáandi sem hlustar á að
minnsta kosti eitt lag með henni á
hverjum degi.
Vinsælt meðal vina
Sjálfur segist hann hafa tekið þá
ákvörðun að ganga í notuðum
fötum vegna þess að það sé bæði
gott og gaman að gefa gömlum
flíkum nýtt líf. „Svo er líka fullt
af fólki í kringum mig sem finnst
gaman að kíkja í búðir eins og
Extraloppuna og álíka verslanir til
að kaupa notaðar flíkur fyrir sig
eða jafnvel börnin sín, og gefa not-
uðum flíkum nýtt líf á lágu verði
sem er auðvitað frábært.“
Fjölbreytt úrval
Uppáhaldsverslanir hans hér á
landi eru Fatamarkaðurinn við
Hlemm og Wasteland Reykjavík.
„Þær búðir bjóða upp á fjölbreytt
úrval og góð verð. Þar er líka hægt
að finna eitthvað fyrir alla. Þegar
ég er á ferðalagi erlendis finnst mér
skemmtilegast að kíkja til dæmis í
Beyond Retro í Bretlandi, Episode
og Wasteland Copenhagen sem eru
geggjaðar búðir.“
Jakki sem nýtist á djamminu
Hann á nokkrar uppáhaldsflíkur
sem hann hefur keypt notaðar
undanfarin ár. „Þar má til dæmis
nefna svartan leðurjakka með
kögri sem ég keypti í Fatamarkað-
inum árið 2018 eða 2017. Sá jakki
hefur nýst mér mikið á djamminu
eða á öðrum viðburðum. Árið
2019 keypti ég mér gráan pels með
hettu í Spúútnik sem ég nota mjög
mikið í dag. Það er því lítið mál að
finna ýmsar perlur í verslunum
sem selja notuð föt.“ n
Hér klæðist Jón notuðum jakka frá Fatamarkaðinum við Hlemm og peysu frá Wasteland Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Notaður bolur keyptur í Bratislava og buxur sem vinur hans gaf honum.
Alls konar perlur leynast
meðal notaðra flíka
Í Nytjamarkaðnum er til sölu mikið úrval af
notuðum vörum svo sem fötum, skóm, gjafavöru,
húsbúnaði, heimilistækjum og húsgögnum á
ótrúlega góðu verði.
Allur hagnaður rennur til ABC barnahjálpar til að
styðja fátæk börn í þróunarlöndum til náms.
Við erum þakklát fyrir allar gjafir sem hægt er
að selja. Tökum á móti vörum á opnunartíma.
facebook.com/nytjamarkadurinn
instagram.com/nytjamarkadurinnabc
Opnunartími
Mán – Fös 12-18
Lau 12-16
Nýbýlavegur 6, 200 Kópavogur
Sími 520 5500
www.abc.is
Fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi
þar sem þú
getur keypt og
selt notaðar barnavörur313 básar stútfullir af
endurnýttum barnavörum
www.barnaloppan.is | Skeifan 11a | 108 Reykjavík
Fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi
þar sem þú
getur keypt og
selt notaðar barnavörur313 básar stútfullir af
endurnýttum barnavörum
www.barnaloppan.is | Skeifan 11a | 108 Reykjavík
Fyrsti stórmarkaðurinn á Íslandi
þar sem þú
getur keypt og
selt notaðar barnavörur313 básar stútfullir af
endurnýttum barnavörum
www.barnaloppan.is | Skeifan 11a | 108 Reykjavík
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
8 kynningarblað 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURNYTJAHLUTIR OG ENDURVINNSLA