Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 8
Ég gerði skýrslu sem er metin í topp og átti ekki að missa vinnuna fyrir það. Stefán Einarsson, áhættuverkfræðingur Verkfræðingur sem benti á hættuna af áburðarverk- smiðju leitar enn réttar síns eftir starfsmissi. Sprenging varð í verksmiðjunni áratug síðar. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Stefán Einarsson, doktor í áhættuverkfræði, hefur í rúm þrjátíu ár sóst eftir réttlæti vegna uppsagnar hjá Vinnueftirliti ríkisins. Hann rannsakaði eldsvoða í Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi árið 1990 og varaði við mikilli hættu af vetni. Ellefu árum síðar varð mikil spreng- ing í verksmiðjunni af völdum vetnis og var henni lokað. „Ég hætti ekki fyrr en ég fæ rétt- læti,“ segir Stefán. Eftir að hann varaði við hættunni hefur hann orðið fyrir miklu mótlæti í kerfinu og skynjað að vera útilokaður frá f lestum verkefnum, en menntun hans er nokkuð sérhæfð. Áburðarverksmiðjan var byggð árið 1954 og Stefán segir ýmislegt athugavert við hönnun hennar frá upphafi. Eldurinn árið 1990 kom upp í svokallaðri ammoníakskúlu þegar verið var að landa ammoní- aki á bryggjunni við verksmiðjuna. Við löndun úr skipinu brast barki tengdur við verksmiðjuna en tekin var ákvörðun um að halda löndun- inni áfram svo þrýstingur byggðist upp í kúlunni. Þá hafði mælir sem gerði viðvart með hljóði ef ammoníaksstyrkur- inn væri of mikill verið aftengdur og tengt fram hjá með plasti. Þetta var slysagildra. Blessunarlega urðu ekki slys á fólki en slysið var rannsakað ítar- lega og sú rannsókn hefði átt að vera tækifæri til að lagfæra það sem að var í verksmiðjunni allri. „Meðferð vetnis var varasöm í allri verksmiðj- unni eins og kom í ljós síðar. Það þurfti að gera úrbætur á vetnis- og ammoníakshúsunum,“ segir Stefán. Þá voru aðstæður ekki góðar fyrir starfsmenn, langar vaktir, mikið ryk og efnamengun. Sterkar sýrur og ammoníak sem er hættulegt fyrir öndunarfærin. Árið 1991 var skýrsla Stefáns til- búin en skyndilega breyttist afstaða yfirmanns hans. „Í apríl tók hann undir að vetnismálin í verksmiðj- unni yrðu skoðuð en í maí vildi hann ljúka ráðningarsamningnum og þvingaði mig til að skrifa undir starfslok,“ segir Stefán. Stefán var knúinn í starfslok, skýrslunni var stungið í skúffuna og verksmiðjan hélt áfram að vera slysagildra. Stefán fékk ekki fast starf og sá fyrir sér með hlutastörfum, til að mynda við kennslu hjá Geðhjálp í þrjú ár. Árið 1994 ákvað hann að fara aftur í nám til að halda áfram að mennta sig á sviði áhættuverk- fræði. Alltaf hafði hann annað augað á áburðarverksmiðjunni, sem að lokum sprakk. Sprengingin kom upp í amm- oníakshúsinu í október árið 2001. Vetni hafði safnast upp og líklega kom neisti úr rafmagnsbúnaði henni af stað. Aftur var heppni að enginn slasaðist eða lést, en verk- smiðjunni var lokað í kjölfarið. Á starfstíma verksmiðjunnar urðu tvö banaslys og milli 1990 og 2001 nokkrir hvellir sem hefðu átt að vera alvarleg viðvörun. Á þessum áratug urðu breytingar á stjórn verksmiðjunnar og í lokin keyptu reynslulausir menn hana. Verksmiðjan var f lókin og með mörgum heimatilbúnum plástrum. Stefán hefur mætt mótlæti þegar hann hefur leitað réttar síns. Til að mynda þegar hann kærði uppsögn- ina til félagsmálaráðuneytisins og fór með málið til umboðsmanns Alþingis. Hann segir ríkissak- sóknara ekki einu sinni hafa viljað skoða gögnin, sem hafi verið skoðuð af öðrum verkfræðingum og standist allar kröfur. „Ég gerði skýrslu sem er metin í topp og átti ekki að missa vinnuna fyrir það,“ segir hann. n Leitað réttlætis í þrjátíu ár Stefán Einarsson verkfræðingur við áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „POP-UP“ VERSLUNARRÝMI Á EINUM FJÖLFARNASTA STAÐ ÍSLANDS! Isavia auglýsir laus „pop-up“ rekstrarrými á Keflavíkurflugvelli. Rýmin sem um ræðir bjóða upp á fjölbreyttan rekstur, svo sem sölu á vörum og veitingum, fræðslu, upplifanir o.fl. Um er að ræða takmarkað framboð svæða og staðsetninga. Umsóknar- frestur er til og með 7. mars ef hefja á rekstur sumarið 2022 og samnings- tími er frá einum til tólf mánaða á tímabilinu apríl 2022 til ársins 2027. Umsækjendur verða boðaðir í viðtöl eftir þörfum til að fylgja eftir umsóknum sínum. Við val á viðsemjendum verður horft til þess að aðilar í tímabundnum rekstri auki við fjölbreytni í þjónustu á svæðinu. Sérstaklega verður horft til aðila sem geta boðið upp á tengingu við íslenska menningu ásamt hvers konar upplifun fyrir farþega. Framundan er mesta uppbyggingarskeið í sögu Keflavíkurflugvallar. Því fylgja ný og spennandi tækifæri fyrir enn betri flugstöð. Nánari upplýsingar um forsendur og kröfur er að finna á vefsvæði Isavia, isavia.is/pop-up. WWW.ISAVIA . IS/POP-UP 8 Fréttir 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.