Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 58
kopavogur.is
Auglýsing um
deiliskipulag í Kópavogi.
Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Tillaga að breyttu deiliskipulagi
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 8. febrúar 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu deiliskipulagi Nónsmára 1-7 og 9-15. Í breytingunni
felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fjölgar íbúðum
úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús
nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm
hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m2 í 17.300 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr
0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122.
Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 11. janúar 2022.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir nánari
upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipu-
lag@kopavogur.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og
ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á
netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 6. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.
kopavogur.is
Auglýsing um
deiliskipulag í Kópavogi.
Smiðjuvegur 7 - Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 28. september 2021 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Smiðjuveg 7. Í breytingunni felst
stækkun á byggingareit til norðurs þar sem fyrirhugað er að reisa einnar hæðar viðbyggingu alls 482
m² að flatarmáli. Bílastæðum ofanjarðar fjölgar úr 69 í 81. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,49 í 0,44.
Fyrirhuguð viðbyggingin mun verða úr stálgrind og klædd með yleiningum. Tillagan er sett fram á
uppdráttum í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. 8. júlí 2021. Nánar um tillöguna vísast til
kynningargagna.
Markavegur 2 - Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 11. janúar 2022 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Markaveg 2. Í gildandi deiliskiplagi
er heimild fyrir byggingu hesthúss á einni hæð, byggingarreitur er 240 m² og lóðin 862 m². Í breyt-
ingunni felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og á þeim heimilað að reisa parhús með sameiginlegu
gerði. Það er að segja tvö samhangandi hesthús með byggingarreit 120 m² að flatarmáli hvort um
sig. Að öðru leyti gilda áður samþykktir skilmálar. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 og
1:200 dags. 9. desember 2021. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Ofangreindar tillögur eru aðgengilegar á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir
nánari upplýsingum um tillögurnar er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á net-
fangið skipulag@kopavogur.is.
Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og
ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á net-
fangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 miðvikudaginn 6. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.
Innkaupaskrifstofa
Sími 411 1111
ÚTBOÐ
Ný útboð í auglýsingu hjá Reykjavíkurborg:
• Úlfarsárdalur – Lóðarfrágangur og stígar,
útboð 15419
• Rafstöðvarvegur – Göngu og hjólastígur.
Toppstöði – Bíldshöfði, útboð 15427
Nánari upplýsingar er að finna á
www.reykjavik.is/utbod
Ánægðir viðskiptavinir
eru okkar besta auglýsing
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is