Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 2
Aðalsteinn Kjartans-
son blaðamaður hefur
óskað eftir því við Hér-
aðsdóm Norðurlands
eystra að úrskurðað
verði um lögmæti
rannsóknar lögreglu.
Fjölmenni í Hlíðarfjalli
Raðir mynduðust í stólalyftuna í Hlíðarfjalli í gær. Ljóst er að fjölmargir ætla að nýta skólafríið til að renna sér á skíðum á Akureyri um helgina. Ný stólalyfta
verður tekin í notkun í dag sem gæti létt á álaginu. Lyftuna átti upphaflega að taka í notkun árið 2018 en tafir urðu á opnun hennar. SJÁ SÍÐU 4. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Íslendingur í London segir
að fólk þar í borg hafi sjaldan
upplifað annan eins vind og
blés um borgina í gær. Hann
segir að þetta hafi minnt sig á
heimahagana á Vestfjörðum.
Enska úrvalsdeildin íhugaði
að fresta leikjum.
benediktboas@frettabladid.is
VEÐUR Stormurinn Eunice gekk
yfir Bretland í gær. BBC sagði þetta
versta veður í áratugi. Var rauð við
vörun gefin út fyrir London meðal
annars og fólk vinsamlegast beðið
um að vera heima hjá sér.
Rafmagn fór af víða um England
en allt að 120 þúsund manns voru
um tíma rafmagnslaus. Þá var um
400 flugum aflýst til og frá landinu
og flestum skólum lokað.
Rauðar viðvaranir eru afar sjald
gæfar í London en kerfið var tekið
upp árið 2008 og er þetta í fyrsta
sinn sem slík viðvörun hefur verið
gefin út vegna vinds.
„Þetta minnti mig á stöku óveð
ur frá því í gamla daga frá Vest
fjörðum,“ segir Davíð Sighvatsson
Rist, sem býr í London og vinnur
sem garðyrkjumaður á daginn en
plokkar svo gítarinn á kvöldin.
Hann var einmitt með gigg í gær í
Soho sem átti að hefjast klukkan
21.10 en viðvaranir giltu um London
til 21. Hann vonaðist þó eftir að geta
spilað fyrir borgarbúa.
„Íbúar hér í London þekkja ekkert
svona rosalegan vind. Þetta er keim
líkt veðrinu sem er stundum heima
á Íslandi.
Giggið mitt er enn á áætlun.
Rauða viðvörunin gilti til 15 en svo
er appelsínugul til 21. Eins og er
þá mun ég spila en kannski verður
þetta bara kósí og skemmtilegt fyrir
nokkrar hræður,“ segir hann.
Davíð var líkt og margir aðrir
sendur heim úr vinnu en einn af
görðunum, sem fyrirtæki sem hann
vinnur fyrir sér um, fór illa út úr
veðurhamnum.
„Við fórum af stað og kláruðum
fyrsta verkefnið en klukkan 11
hringdi ég í yfirmann minn sem
sagði að við ættum bara að taka til
og halda heim,“ segir Davíð.
Að sögn Davíðs rifnaði tré í einum
garðinum sem hann annast upp
með rótum og lítið væri hægt að
gera.
„Hlutir eru að fjúka til hérna og
grindverkið fyrir utan húsið það er
alveg á hliðinni og partur af grind
verki nágrannans er fokinn burt,“
segir Davíð.
Stormurinn hafði áhrif á undir
búning liða í enska boltanum en
Arsenal þurfti að æfa inni og Totten
ham ferðast í rútu til Manchester
fyrir stórleikinn gegn City. Ekki
var þó búist við að leikjum í ensku
úrvalsdeildinni yrði frestað. ■
Íslendingur í London segir
rokið þar minna á Vestfirði
Fólk í London var víða í vandræðum með að komast leiðar sinnar. Hér reynir
fólk að komast yfir Millennium-brúna. Skólum var lokað, rafmagn fór af og
hundruðum flugferða var aflýst vegna stormsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Íbúar hér í London
þekkja ekkert svona
rosalegan vind. Þetta
er keimlíkt veðrinu
sem er stundum heima
á Íslandi.
Davíð
Sighvatsson Rist
adalheidur@frettabladid.is
LÖGREGLAN Lögreglan á höfuð
borgarsvæðinu hefur tekið til
rannsóknar tilkynningar f jöl
miðlamanna um að þeir hafi orðið
fyrir ónæði, umsáturseinelti og
hótunum vegna starfa sinna. „Við
höfum tekið slík mál strax til rann
sóknar,“ segir Hulda Elsa Björgvins
dóttir, yfirmaður ákærusviðs Lög
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í
svari við fyrirspurn blaðsins.
Aðspurð nánar segir Hulda að
slíkt mál sé enn til rannsóknar en
ekki sé unnt að veita frekari upp
lýsingar um stöðu hennar.
Þá er enn til rannsóknar hjá emb
ættinu innbrot á ritstjórnarskrif
stofur Mannlífs og í bíl ritstjóra
þess miðils. Hulda Elsa vill hvorki
upplýsa hvort einhver hefur rétt
arstöðu grunaðs manns, eða gefa
frekari upplýsingar um stöðu rann
sóknarinnar.
Boðað hefur verið til mótmæla í
dag bæði á Akureyri og í Reykjavík
í tilefni af lögreglurannsókn Lög
reglustjórans á Norðurlandi eystra
á meintum brotum blaðamanna, í
tengslum við umfjöllun þeirra um
skæruliðadeild Samherja.
Fjórir blaðamenn hafa réttar
stöðu sakborninga í málinu. Einn
þeirra, Aðalsteinn Kjartansson,
hefur óskað eftir því við Héraðsdóm
Norðurlands eystra að úrskurðað
verði um lögmæti rannsóknarinnar.
Hann greindi frá þessu á vef Stund
arinnar í gær. ■
Rannsaka einelti
og hótanir í garð
fjölmiðlamanna
Hulda Elsa
Björvinsdóttir,
ákærusviði
Lögreglunnar á
höfuðborgar-
svæðinu.
AÐALFUNDUR
gar@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Samtök grænkera á
Íslandi gera talsverðar athuga
semdir við þingsályktunartillögu
þingmanna Miðflokksins um stór
eflingu innlendrar matvælafram
leiðslu og rekstur landbúnaðar.
„Sú framþróun sem lögð er til í
nýsköpun, eins og kornrækt og þör
ungarækt, hefur það að markmiði
að fæða húsdýr í stað þess að fæða
fólk,“ segir í umsögn grænkera.
Þá segja grænkerar að ekki sé
tekið tillit til þess að draga þurfi
verulega úr losun gróðurhúsaloft
tegunda því sú staðreynd sé hunsuð
að dýr í landbúnaði mengi meira en
samgöngur og flutningur matvæla.
Þá sé markmiðið að minnka eftirlit
með framleiðslunni og um leið eftir
lit með velferð dýra. ■
Markmið að fæða
dýr en ekki fólk
2 Fréttir 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ