Fréttablaðið - 19.02.2022, Blaðsíða 56
Vilt þú móta framtíðina
með okkur?
Deildarstjóri fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar
Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar óskar eftir öflugum og skapandi leiðtoga í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu. Suðurnesjabær er næst
stærsta sveitafélagið á Suðurnesjum með um 3.800 íbúa og um 280 starfsmenn. Í sveitarfélaginu eru tveir leikskólar, tveir grunnskólar og
tónlistarskólar. Fjölskyldusvið er samþætt þjónustueining og til þess heyrir félags-, frístunda- og fræðsluþjónusta. Þá sinnir fjölskyldusvið
einnig félags- og fræðslumálum fyrir sveitarfélagið Voga á grundvelli samnings, þar sem er einn leikskóli og einn grunnskóli.
Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2022.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starf deildarstjóra fræðsluþjónustu.
Umsjón með starfinu hefur Guðrún Björg Sigurðardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang gudrun@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.
Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Helstu verkefni og ábyrgð
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi
fræðsludeildar.
• Eftirfylgni með lögum og reglugerðum um leik-, grunn- og
tónlistaskóla.
• Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipulagi og árangri skólastarfs
í samvinnu við skólastjórnendur.
• Stuðningur og ráðgjöf við aðila skólasamfélagsins.
• Tengiliður skóla m.a. við mennta- og barnamálaráðuneytið og
Samband íslenskra sveitarfélaga.
• Innleiðing laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
• Teymisvinna þvert á deildir og stofnanir sveitarfélagsins.
• Starfsmaður fræðsluráðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
• Framhaldsnám í stjórnun eða menntunarfræðum.
• Farsæl reynsla af grunnskólakennslu, stjórnun og
mannaforráðum.
• Haldbær reynsla af áætlunargerð og greiningum.
• Þekking og reynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Leiðtogahæfni og góð færni í mannlegum samskiptum.
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Erum við
að leita
að þér?
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR
22 ATVINNUBLAÐIÐ 19. febrúar 2022 LAUGARDAGUR