Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 8

Fréttablaðið - 19.02.2022, Side 8
Ég gerði skýrslu sem er metin í topp og átti ekki að missa vinnuna fyrir það. Stefán Einarsson, áhættuverkfræðingur Verkfræðingur sem benti á hættuna af áburðarverk- smiðju leitar enn réttar síns eftir starfsmissi. Sprenging varð í verksmiðjunni áratug síðar. kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Stefán Einarsson, doktor í áhættuverkfræði, hefur í rúm þrjátíu ár sóst eftir réttlæti vegna uppsagnar hjá Vinnueftirliti ríkisins. Hann rannsakaði eldsvoða í Áburðarverk- smiðju ríkisins í Gufunesi árið 1990 og varaði við mikilli hættu af vetni. Ellefu árum síðar varð mikil spreng- ing í verksmiðjunni af völdum vetnis og var henni lokað. „Ég hætti ekki fyrr en ég fæ rétt- læti,“ segir Stefán. Eftir að hann varaði við hættunni hefur hann orðið fyrir miklu mótlæti í kerfinu og skynjað að vera útilokaður frá f lestum verkefnum, en menntun hans er nokkuð sérhæfð. Áburðarverksmiðjan var byggð árið 1954 og Stefán segir ýmislegt athugavert við hönnun hennar frá upphafi. Eldurinn árið 1990 kom upp í svokallaðri ammoníakskúlu þegar verið var að landa ammoní- aki á bryggjunni við verksmiðjuna. Við löndun úr skipinu brast barki tengdur við verksmiðjuna en tekin var ákvörðun um að halda löndun- inni áfram svo þrýstingur byggðist upp í kúlunni. Þá hafði mælir sem gerði viðvart með hljóði ef ammoníaksstyrkur- inn væri of mikill verið aftengdur og tengt fram hjá með plasti. Þetta var slysagildra. Blessunarlega urðu ekki slys á fólki en slysið var rannsakað ítar- lega og sú rannsókn hefði átt að vera tækifæri til að lagfæra það sem að var í verksmiðjunni allri. „Meðferð vetnis var varasöm í allri verksmiðj- unni eins og kom í ljós síðar. Það þurfti að gera úrbætur á vetnis- og ammoníakshúsunum,“ segir Stefán. Þá voru aðstæður ekki góðar fyrir starfsmenn, langar vaktir, mikið ryk og efnamengun. Sterkar sýrur og ammoníak sem er hættulegt fyrir öndunarfærin. Árið 1991 var skýrsla Stefáns til- búin en skyndilega breyttist afstaða yfirmanns hans. „Í apríl tók hann undir að vetnismálin í verksmiðj- unni yrðu skoðuð en í maí vildi hann ljúka ráðningarsamningnum og þvingaði mig til að skrifa undir starfslok,“ segir Stefán. Stefán var knúinn í starfslok, skýrslunni var stungið í skúffuna og verksmiðjan hélt áfram að vera slysagildra. Stefán fékk ekki fast starf og sá fyrir sér með hlutastörfum, til að mynda við kennslu hjá Geðhjálp í þrjú ár. Árið 1994 ákvað hann að fara aftur í nám til að halda áfram að mennta sig á sviði áhættuverk- fræði. Alltaf hafði hann annað augað á áburðarverksmiðjunni, sem að lokum sprakk. Sprengingin kom upp í amm- oníakshúsinu í október árið 2001. Vetni hafði safnast upp og líklega kom neisti úr rafmagnsbúnaði henni af stað. Aftur var heppni að enginn slasaðist eða lést, en verk- smiðjunni var lokað í kjölfarið. Á starfstíma verksmiðjunnar urðu tvö banaslys og milli 1990 og 2001 nokkrir hvellir sem hefðu átt að vera alvarleg viðvörun. Á þessum áratug urðu breytingar á stjórn verksmiðjunnar og í lokin keyptu reynslulausir menn hana. Verksmiðjan var f lókin og með mörgum heimatilbúnum plástrum. Stefán hefur mætt mótlæti þegar hann hefur leitað réttar síns. Til að mynda þegar hann kærði uppsögn- ina til félagsmálaráðuneytisins og fór með málið til umboðsmanns Alþingis. Hann segir ríkissak- sóknara ekki einu sinni hafa viljað skoða gögnin, sem hafi verið skoðuð af öðrum verkfræðingum og standist allar kröfur. „Ég gerði skýrslu sem er metin í topp og átti ekki að missa vinnuna fyrir það,“ segir hann. n Leitað réttlætis í þrjátíu ár Stefán Einarsson verkfræðingur við áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „POP-UP“ VERSLUNARRÝMI Á EINUM FJÖLFARNASTA STAÐ ÍSLANDS! Isavia auglýsir laus „pop-up“ rekstrarrými á Keflavíkurflugvelli. Rýmin sem um ræðir bjóða upp á fjölbreyttan rekstur, svo sem sölu á vörum og veitingum, fræðslu, upplifanir o.fl. Um er að ræða takmarkað framboð svæða og staðsetninga. Umsóknar- frestur er til og með 7. mars ef hefja á rekstur sumarið 2022 og samnings- tími er frá einum til tólf mánaða á tímabilinu apríl 2022 til ársins 2027. Umsækjendur verða boðaðir í viðtöl eftir þörfum til að fylgja eftir umsóknum sínum. Við val á viðsemjendum verður horft til þess að aðilar í tímabundnum rekstri auki við fjölbreytni í þjónustu á svæðinu. Sérstaklega verður horft til aðila sem geta boðið upp á tengingu við íslenska menningu ásamt hvers konar upplifun fyrir farþega. Framundan er mesta uppbyggingarskeið í sögu Keflavíkurflugvallar. Því fylgja ný og spennandi tækifæri fyrir enn betri flugstöð. Nánari upplýsingar um forsendur og kröfur er að finna á vefsvæði Isavia, isavia.is/pop-up. WWW.ISAVIA . IS/POP-UP 8 Fréttir 19. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.