Fréttablaðið - 04.03.2022, Side 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 4. mars 2022
Súmak er leynikrydd matgæðingsins.
Fréttablaðið/Getty
jme@frettabladid.is
Súmak-krydd er unnið úr þurrk-
uðum berjum runna sem vex víðast
hvar við Miðjarðarhafið, Afríku,
Asíu og í Norður-Ameríku. Það fæst
oftast mulið í poka eða krukkum.
Bragðinu er oft líkt við nýkreistan
sítrónusafa, en súmak sé súrt og
skarpt, þá er einnig sæta, blóma-
tónar og vottur af reykkeim. Rauð-
bleiki liturinn gefur líka fallegan
blæ á matinn sem því er dreift yfir.
Súmak kjúklingur
1 kg kjúklingalæri og -leggir með
skinni og beini
1 stór sítróna
4 msk. ólífuolía
1½ msk. súmak
4 hvítlauksgeirar, kramdir
½ tsk. malað cummin
½ tsk. malað allrahandakrydd
¼ tsk. kanilduft
Salt og pipar
1 stór rauðlaukur, skorinn í sneiðar
Skerðu rákir í kjúklingabitana.
Settu í skál með sítrónusafa, 3 msk.
ólífuolíu, 1½ msk. súmak, hvítlauk,
cummin, allrahanda, kanil, 1½ tsk.
salt og ¼ tsk. pipar og rauðlauk.
Nuddaðu blöndunni vel í kjötið og
maríneraðu í um 1-3 tíma.
Hitaðu ofninn í 190°C. Settu allt
á bökunarplötu og eldaðu í um 40
mínútur, eða uns safinn er glær og
kjötið eldað í gegn. Leyfðu að hvíl-
ast undir loki í nokkrar mínútur.
Stráðu súmaki og ólífuolíu yfir og
berðu kjúklingurinn fram. n
Súrt og sætt
Sigurjón Steinsson framkvæmdastjóri segir að aðstaðan hjá Arena henti sérstaklega vel fyrir skemmtun fyrir bæði vinahópa og vinnustaði, óháð aldri og
reynslu af tölvuleikjum, en allir geta fengið kennslu og leiðsögn til að hjálpa sér að komast af stað. Fréttablaðið/eyÞÓr
Heimsklassa aðstaða fyrir
tölvuleikjaunnendur
Arena er með 1.100 fermetra af glæsilegri tölvuaðstöðu með öflugustu leikjatölvum sem
völ er á og þar geta einstaklingar, vinahópar eða vinnustaðir skemmt sér konunglega í sal
eða einkaherbergjum. Þar er einnig frábær veitingastaður og öflugt rafíþróttastarf. 2
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is