Fréttablaðið - 04.03.2022, Side 26

Fréttablaðið - 04.03.2022, Side 26
Hópefli, veitingar og skemmtun fyrir þinn hóp Bókaðu þína upplifun á www.smarabio.is HÓPASKEMMTUN Í SMÁRABÍÓ 12 kynningarblað 4. mars 2022 FÖSTUDAGURkvikmyndir mánaðarins Gaman getur verið að grúska og finna skemmtilegan fróð- leik um það sem gerist bak við tjöldin við tökur kvik- mynda og hvað stendur að baka frægra atriða og skota í myndum. Stundum verða atriði allt öðru vísi en leik- stjórar og handritshöfundar höfðu séð fyrir sér. n Grænu kóðarnir með svarta bak- grunninum sem fossuðu niður skjáinn í kvikmyndinni THE MAT- RIX (1999), sem systurnar Lilly og Lana Wachowski skrifuðu og leikstýrðu, eru svo sannarlega eftirminnilegir og einkennandi fyrir myndina. Það var Simon Whiteley, framleiðsluhönnuður hjá Animal Logic í Ástralíu, sem átti heiðurinn af sköpun grænu kóðanna. En hvað eru þessir kóðar? Jú, þetta eru uppskriftir að sushi á japönsku, en þær eru skráðar lóðréttar svo það er ekki mælt með því að fara eftir þeim. n Suður-kóreska kvikmyndin PARASITE var fyrsta erlenda kvikmyndin í sögu Óskarsverð- launanna til að vinna verðlaun sem besta myndin. n Kvikmyndin PULP FICTION var fyrst frumsýnd í Suður-Kóreu (10.9.’94), svo Japan (8.10.’94) og Slóvakíu (13.10.’94) áður en hún var loks frumsýnd Bandaríkj- unum (14.10.’94). n Við tökur á kvikmyndinni ROCKY IV gaf Sylvester Stallone mótleikara sínum, Svíanum Dolph Lundgren sem lék erki- óvin Rockys Ivan Drago, þau fyrirmæli að reyna að kýla hann kaldan í boxbardaganum. Svíinn fylgdi fyrirmælunum og högg lenti á bringu Stallones sem gerði það að verkum að Stallone þjáðist af hjartaáverka og þurfti hann að vera á gjörgæslu í fimm daga. Slíka tegund af áverka er oftast að finna hjá þeim sem hafa lent í bílslysum. n Kvikmyndin BLADERUNNER (1982) er lauslega byggð á bók vísindarithöfundarins Philip K. Dicks Do Androids Dream of Electric Sheep? Ridley Scott, leikstjóri myndarinnar, las ekki bókina áður en vinna hófst við kvikmyndina. n Í lokaatriði vísindakvikmyndar- innar BLADERUNNER flytur stórleikarinn Rutger Hauer eina mögnuðustu einræðu kvik- myndasögunnar, en ræðan heitir „Tears in Rain“ (einn- ig þekkt sem „The C-Beams Speech). En kvöldið fyrir tökur á atriðinu tók Hauer ræðuna sem var í handritinu, samdi nýja og flutti í töku án þess að láta Ridley Scott leikstjóra myndar- innar fá vitneskju um það fyrir fram. Mikill fögnuður brast á við lok töku á þessu snilldaratriði. skemmtilegur fróðleikur um kvikmyndir Pizza Planet pallbíllinn, sem fyrst sást í Toy Story 1995, hefur verið í hverri einustu Pixar-teiknimynd síðan, nema The Incredibles. A113 kemur með ein- hverjum hætti fyrir í næstum öllum teikni- myndum frá Pixar og Disney. Vísar númerið til skólastofunnar í California Insti- tute of the Arts þar sem kennd er teiknimynda- gerð og grafísk hönnun. Rutger Hauer samdi sjálfur ræðuna í lokaat- riði Bladerunner án þess að láta neinn vita. Leik- stjórinn heyrði ræðuna fyrst í töku á atriðinu. n Páskaegg (dulin skilaboð) eru algeng í teiknimyndum frá Pixar og Disney. Til að mynda kemur númerið A113 fyrir í flestum þeirra en það er númerið á skóla- stofunni í California Institute of the Arts þar sem kennd er teikni- myndagerð og grafísk hönnun og margir sem vinna við gerð myndanna hafa lært þar list sína. n Annað páskaegg (dulin skilaboð) í teiknimyndum frá Pixar er Pizza Planet pallbíllinn. Hann er í hverri einustu Pixar-mynd, nema THE INCREDIBLES. Honum sást fyrst bregða fyrir í TOY STORY (1995), þegar leikföngin fara á vísinda- pitsustað og þar keyrir Pizza Planet pallbíllinn út pitsurnar. Að auki má nefna að hann sést í myndunum TOY STORY 4, THE GOOD DINOSAUR og BRAVE. Pizza Planet pallbíllinn er af gerðinni Gyoza Mark VII Lite Hauler árgerð 1978. n Pulp Fiction var ekki frumsýnd í Bandaríkjunum heldur í Suður- Kóreu. Áður en hún var frum- sýnd vestra fór hún á hvíta tjaldið í Japan og Slóvakíu. Við tökur á myndinni Rocky IV sendi Dolph Lundgren Sylvester Stallone á gjörgæsludeild með bylmingshöggi. Parasite var fyrsta erlenda myndin til að vinna Óskarinn sem besta mynd. Í ár er japanska myndin Drive My Car tilnefnd sem besta mynd.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.