Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 10
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Lýðræðis
ríki
álfunnar
verða því
að velja á
milli efna
hagslegrar
velferðar
og frelsis.
Stytting
vinnuviku
hefur ekki
aðeins
burði til
að bæta
heilsu,
auka
hamn
ingju,
minnka
atvinnu
leysi og
ofneyslu.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
AðAlfundur
Geðverndarfélagsins 2022
verður haldinn í Hátúni 6A, 2. hæð,
fimmtudaginn 28. apríl nk kl. 17.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf skv. 6. gr. laga félagsins.
Stjórnin.
Á morgun er páskadagur. Honum fylgir svo
annar í páskum. Til ársins 1770 var þriðji í
páskum almennur frídagur. Kristjáni VII
Danakonungi fannst íslensk alþýða hins
vegar fá allt of mikið frí og var dagurinn því
afhelgaður.
Nýtt æði grípur nú um sig í Kína. Á
morgun er ár frá því að fræg bloggfærsla
birtist á netinu eftir ungan Kínverja, Luo
Huazhong. Í færslunni, sem fór eins og
eldur um sinu, sagði Luo frá því hvernig
hann hefði snúið bakinu við hefðbundnum
hugmyndum kínversks samfélags um
vinnusemi og velgengni, hætt í verksmiðju-
starfinu sínu og tekið upp lífsstíl sem hann
kallaði „tangping“ eða „liggja f latur“. Luo
tileinkaði sér nægjusemi, vann þegar þess
þurfti en reyndi helst að taka því rólega.
Mörg kínversk ungmenni snúa nú bakinu
við lífsgæðakapphlaupinu og „leggjast f löt“.
Xiang Biao, prófessor við Oxford-háskóla,
segir Kínverja vera að átta sig á að síaukin
efnisleg gæði séu ekki tilgangur lífsins. Rit-
höfundurinn Liao Zenghu kallar uppátækið
„andspyrnuhreyfingu“ gegn löngum vinnu-
dögum en í Kína notast fyrirtæki gjarnan
við svo kallaða „996 tímatöflu“ sem kveður
á um að starfsmenn vinni frá níu til níu sex
daga vikunnar.
Siðferðileg skylda
Fyrir tæpum hundrað árum spáði hagfræð-
ingurinn John Maynard Keynes því að árið
2028 yrði vinnuvikan ekki nema 15 klukku-
stundir. Vegna tækniframfara og aukinnar
skilvirkni þyrfti ekki meira til að fullnægja
þörfum okkar.
Samkvæmt rannsókn afkastar starfs-
maður á skrifstofu jafnmiklu á einni og
hálfri klukkustund og kollegi hans gerði
á heilum vinnudegi árið 1970. Þrátt fyrir
gífurlega framleiðniaukningu síðustu ára-
tugi hefur almennur vinnutími lítið breyst
frá því að hann tók að miðast við 40 stundir
á viku, sem leitt var í lög hér á landi árið
1971. En kannski verður það annað en aukin
framleiðni sem færir okkur frítímann sem
Keynes lofaði okkur.
Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar og
ríkisins um styttingu vinnuvikunnar sem
fram fór á árunum 2015-2019 vakti heims-
athygli. Bretar hyggjast nú leika tilraunina
eftir. Mörg þúsund starfsmenn í Bretlandi
munu í sumar aðeins vinna fjóra daga í viku
en fá greidd full laun. Ástæða áhuga Breta
á tilrauninni er þó ekki velgengni heldur
krísa.
„Að lifa lífinu er eitt það sjaldgæfasta í
veröldinni,“ er haft eftir rithöfundinum
Oscar Wilde. „Flestir eru bara til.“ Kóróna-
veirufaraldurinn varð til þess að margir
Bretar endurmátu áherslurnar í lífi sínu.
Stór hluti virðist hafa komist að þeirri
niðurstöðu að hann vildi „lifa“ en ekki bara
„vera til“.
Hin hefðbundna tveggja daga helgi festi
sig víða í sessi sem viðbrögð við vandamáli
sem þurfti að leysa. Í Bandaríkjunum gerð-
ist það til að mynda vegna atvinnuleysis í
kjölfar kreppunnar miklu; styttri vinnutími
tryggði f leirum störf.
Skortur er á starfsfólki í Bretlandi.
Atvinnurekendur reyna nú að laða til sín
fólk í kjölfar heimsfaraldursins með loforði
um þriggja daga helgi.
Stytting vinnuvikunnar hefur ekki aðeins
burði til að bæta heilsu, auka hamingju,
minnka atvinnuleysi og ofneyslu. Ný bresk
rannsókn sýnir að stytting vinnuvikunnar í
21 stund myndi minnka kolefnislosun Breta
um 20 prósent en það samsvarar útblæstri
alls bílaflota landsins.
Kommúnistaflokkur Kína berst nú gegn
því að fólk „leggist f latt“ og segir athæfið
„rangt“ og „skammarlegt“. En kannski er
það einmitt rangt og skammarlegt að leggj-
ast ekki f löt. Er það ekki siðferðileg skylda
okkar að endurvekja þriðja í páskum? n
Þriðji í páskum
Á meðan viðbjóðsleg styrjöld geisar
í Evrópu, sem engan gat órað
fyrir að myndi brjótast út á okkar
tímum, er býsna brýnt að benda
á þá beittu staðreynd að frelsið
kostar – og það er heldur ekki lausavara
sem hægt er að gefa afslátt af þegar líður að
síðasta söludegi.
Í ljósi þessa ber að líta ákall Úkraínumanna
til evrópskra lýðræðisríkja um að hætta nú
þegar öllum viðskiptum við Rússa sem eru að
murka lífið úr saklausri alþýðu manna í sínu
næsta nágrannaríki.
Það er eðlileg krafa valdhafanna í Kænu-
garði að ríki sem líta á sig sem þroskuð lýð-
ræðisríki taki sér nú ærlegt tak og slíti á öll
samskipti við Rússa. Það dugar ekki að draga
úr olíu- og gaskaupum, því á meðan eitthvað
er keypt eru það blóðpeningar sem notaðir
eru til að greiða fyrir varninginn að austan.
Stóra siðferðisspurningin er auðvitað þessi:
Eru þær þjóðir Evrópu sem nú geta um frjálst
höfuð strokið tilbúnar að borga gjaldið eða
ætla þær sér áfram að vera undirlægjur Rússa
sem drýgja stríðsglæpi á hendur frændum
sínum vestan landamæranna?
Eru þjóðir á borð við Ísland ekki tilbúnar
að fórna einhverju af lífsgæðum sínum á
meðan óbreyttir borgarar Úkraínu eru fúsir
að grípa til varna og leggja líf sitt að veði fyrir
frelsi og frið sem þeir óska sér öðru fremur?
Á ríkjandi Evrópustríð öðru fremur að vera
kostnaður þeirra sem harðast verða fyrir
barðinu á innrásinni og yfirganginum?
Evrópuríki hafa vissulega dregið úr inn-
flutningi á vörum frá Rússlandi, svo og
útflutningi þangað, en enn er það samt sem
áður svo að Kremlarherrarnir, sem engan
áhuga hafa á mannréttindum og manns-
lífum, græða á tá og fingri á neysluglöðum
ríkjunum í vestri. Þau kaupa enn þá rúss-
neskt gas og olíu fyrir milljarð evra á dag. Já,
á dag.
Auðvitað er það rétt hjá Úkraínumönnum,
sem horfa upp á líkin á götunum, að fyrir
þennan varning er borgað með blóðpen-
ingum.
Lýðræðisríki álfunnar verða því að velja
á milli efnahagslegrar velferðar og frelsis.
Fjárhagstjón almennings af hærra olíuverði
verða stjórnvöld að bera tímabundið. Það er
það sem stríðið kostar. Það er það sem frelsið
kostar.
Og um þetta snýst stríðið í Evrópu. Viljum
við áfram styðja Rússa? Eða viljum við borga
frelsið réttu verði? n
Frelsið kostar
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. apríl 2022 LAUGARDAGUR