Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 42
Matgæðingurinn Sigríður
Björk Bragadóttir er í mat-
reiðslubókaklúbbi sem hefur
gefið henni mikið, svo mikið
að henni hefur fundist bókin
lifna við eftir hafa smakkað
réttina sem hún og með-
limir klúbbsins hafa eldað
og prófað þær uppskriftir úr
bókum sem hafa heillað.
sjofn@frettabladid.is
Sigríður er matreiðslumeistari og
annar eigenda Salt eldhúss, er alla
jafna kölluð Sirrý, lifir og hrærist
í matarheiminum og er ávallt til í
að bæta við sig fróðleik og þekk-
ingu á matarmenningu. Sirrý segir
að klúbburinn hafi orðið til eftir
spjall um mat.
„Hugmyndin að þessum mat-
reiðslubókaklúbbi kom þannig til
að Shruthi Basapa er mikil matar-
vinkona mín en hún hefur kennt
indverska matargerð hjá okkur í
mörg ár. Hún hefur mikla ástríðu
fyrir mat og er mjög fróð um allt
sem viðkemur matargerð. Fyrir
nokkrum árum vorum við á spjalli,
um mat eins og vanalega, og þá
kemur þessi hugmynd upp og hún
dreif í að koma þessu áfram. Fyrst
var þetta bara lítill hópur en hann
fer ört stækkandi því þetta er svo
gaman. Við höfum hist sex sinnum
á ári en Covid hefur samt sett strik
í reikninginn síðustu tvö ár en nú
er vonandi bjart fram undan.“
Nafnið á klúbbnum er Reykjavík
cookbook club. „Við erum eitthvað
um 42 skráð í klúbbinn en stund-
um er fólk að detta út af ýmsum
ástæðum og nýir að bætast við.
Fólkið kemur úr öllum áttum, bæði
Íslendingar og fólk sem er kannski
fætt annars staðar en búsett hér á
landi. Mér finnst það svo skemmti-
legt því bakgrunnur fólks er svo
litríkur og úr svo ólíkum áttum og
svo margt að læra af því. Þetta eru
allt áhugamanneskjur í matargerð
og mikil ástríða í gangi.“
Víkkar sjóndeildarhringinn
„Við veljum næstu matreiðslubók
í lok hvers klúbbs og ef tími vinnst
til höfum við hist á kaffihúsi og
spjallað um bókina og veljum
hvað við viljum elda hvert fyrir
sig. Stundum þarf að lána bækur á
milli eða finna út úr hvort einhver
í nærumhverfi getur lánað eða
fengið bókina á bókasafni. Oft fara
þessar pælingar fram á netinu en
skemmtilegast er að hittast.
Venjulega þegar maður skoðar
matreiðslubók heillast maður af
einhverjum uppskriftum og langar
að elda þær en það er svo misjafnt
hvað heillar fólk og það skemmti-
lega við þetta er að fólk kynnist
uppskriftum og smakkar mat
sem það hefði ekki sjálft valið og
kemst þannig betur inn í bókina
og kynnist henni á annan hátt.
Þetta virkilega víkkar sjóndeildar-
hringinn.“
Mikil upplifun
Sirrý segir að það sé mikil upplifun
að prófa uppskriftirnar í bók-
unum. „Bækurnar sem við höfum
eldað úr eru orðnar margar og allar
jafn frábærar því bókin lifnar við
þegar maður smakkar kannski
20-30 rétti úr hverri bók og það er
alveg rosalega gaman að kynnast
þeim þannig.
Nefna má Silver Spoon, ítölsku
matarbiblíuna, sem var mjög
gaman að kynnast á þennan hátt
því það eru fáar myndir í henni
og stundum erfitt að sjá fyrir sér
réttina, hún er til þýdd á íslensku
og heitir Silfurskeiðin. Síðan eru
það Thai cooking eftir Leela Puny-
aratabandhu og Asian grill eftir
sama höfund, báðar frábærar og þá
fyrrnefndu ættu allir að eiga sem
hafa áhuga á taílenskri matargerð.
Unforgettable eftir Paula Wolfert
er eftirminnileg og líka Plenti eftir
Ottolengi.
Við höfum síðan hist í minni
hópum til dæmis að sumri til ef
fólk er ekki á ferðalögum og langar
að gera eitthvað skemmtilegt og
þá ekki endilega verið með bók
heldur kannski bara eldað eitthvað
frá heimalandinu,“ segir hún.
Meðlimir klúbbsins skiptast á að
bjóða heim og hlutverkum er skipt
bróðurlega. „Við höfum skipst á að
vera gestgjafar og þegar við hitt-
umst í heimahúsi er fólk gjarnan
búið að elda fyrir fram eins og hægt
er til að allt gangi upp, eða jafnvel
koma með tilbúinn réttinn ef hægt
er. Flestir gera einn til tvo rétti,
fer eftir því hversu flóknir þeir
eru. Ef fólk hefur ekki tíma en vill
hittast má alveg koma með brauð
eða vín, það er alltaf vel þegið. Við
höfum nokkrum sinnum hist í
Salt eldhúsi, þar er svo mikið pláss
og í þeim tilfellum eldum við á
staðnum að mestu leyti.“
Veisla og þjálfun
fyrir bragðlaukana
Aðspurð segir Sirrý að til séu
fyrirmyndir að svona klúbbum á
netinu og alls konar regluverk sem
því tengist. „Þar er að finna góð ráð
eins og ef pláss er lítið er hugmynd
að koma með sem mest eldað fyrir
fram og jafnvel disk, hnífapör og
servíettu hver fyrir sig og taka það
með heim svo gestgjafinn þurfi
ekki að vaska upp leirtau eftir alla
og alltaf er ráð að taka box með
undir afgangana. Það er gefandi
að hitta aðra með sama áhugamál
og ekki síst að smakka alla réttina
úr bókinni sem við tökum fyrir,
sannarlega veisla og þjálfun fyrir
bragðlaukana, ég mæli virkilega
með matreiðslubókaklúbbi.“
Sirrý býður lesendum hér upp
á einn af þeim réttum sem þau
elduðu úr Silfurskeiðinni og henni
fannst mjög góður. „Nú er aspas-
tími í Evrópu og hentar því vel,“
segir Sirrý að lokum.
Crepes agli asparagi - Pönnu-
kökur með aspas og osti
800 g ferskur aspas
50 g smjör
12 pönnukökur
1 ½ dl rjómi
50 g parmaostur, rifinn fínt
Skerið 1-2 cm neðan af aspasinum,
það er oft trénaður neðsti partur
af honum. Sjóðið aspasinn í salt-
vatni í 15 mínútur, takið hann upp
úr og þerrið. Bræðið helminginn
af smjörinu á pönnu og steikið
aspasinn í 5 mínútur. Hitið ofninn
í 200°C. Smyrjið form með smjöri.
Penslið hverja pönnuköku með
rjóma og stráið parmaosti yfir,
setjið 2-3 aspasstilka á hverja köku
og rúllið henni upp. Raðið upprúll-
uðum kökunum í formið. Hellið
afgangi af rjóma og parmaosti
ofan á kökurnar og afganginum
af smjörinu í litlum klípum. Bakið
þetta í 10 mínútur eða þar til gullið
og girnilegt.
Pönnukökurnar
100 g hveiti
2 egg
örlítið salt
2 ½ dl mjólk
25 g smjör
Olía á pönnuna
Setjið hveiti, egg, salt og 4 msk. af
mjólkinni í skál og hrærið saman.
Bætið restinni af mjólkinni út í
smám saman og hrærið kekkja-
laust deig. Bræðið smjör og blandið
saman við. Látið deigið standa við
stofuhita í eina klukkustund. Hitið
pönnu og berið olíu á hana. Bakið
pönnukökur á báðum hliðum,
þið eigið að fá 12 kökur úr upp-
skriftinni.n
Bókin lifnar við þegar þú smakkar réttina
Sirrý mælir með því að áhugamanneskjur í matargerð séu í matreiðslubókaklúbbi. Það víkki sjóndeildarhringinn og
fólk prófi alls konar rétti sem það hefði ekki annars prófað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Guðdómlegar
þessar girni-
legu pönnu-
kökur fylltar
með aspas og
osti, hreinlega
bráðna í munni.
Þær eiga vel við
í páskabrönsinn
eða á sumar-
daginn fyrsta.
Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is
Langar þig að fríska upp á húðina?
Kristals- og demantshúðslípun fjarlægir dauðar
húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lags húðarinnar.
Meðferðin virkar vel á þurra húð og gefur aukinn ljóma.
Einnig virkar hún á fínar línur, óhreina húð og bólur.
APRÍLTILBOÐ
15% afsláttur
af húðslípun
Verið velkomin!
Tryggðu þér tilboðið með því að bóka tíma á
www.hudin.is eða síma 519-3223
6 kynningarblað A L LT 16. apríl 2022 LAUGARDAGUR