Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 32
Óskum eftir kennurum
og þroskaþjálfa fyrir
skólaárið 2022-2023
Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfstöðva grunn-
skóli með um 220 nemendur. Starfstöðvar hans eru í
Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari upplýsingar um
skólann eru á heimasíðu hans, á slóðinni http://www.
gsnb.is/
Auglýst er eftir fagfólki í eftirfarandi stöður
norðan Heiðar (Ólafsvík og Hellissand)
Umsjónarkennara í yngri deild (1.-7. bekk).
Kennara í heimilisfræði.
Íþróttakennara í 50% starf.
Þroskaþjálfa í 100% starf.
Auglýst er eftir kennurum við Lýsudeild skólans.
Viðfangsefni eru:
Kennsla yngri barna, list- og verkgreinar og tungumál
í 5.-10. bekk, 90% starf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leyfisbréf.
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum.
• Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulags-
hæfileikar.
• Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi.
• Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi
stéttarfélaga.
Umsóknir sendist fyrir 20. apríl 2022 til skólastjóra
Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ennisbraut 11,
355 Snæfellsbæ eða á netfangið hilmara@gsnb.is.
Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi
og starfsreynslu.
Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason
í síma 894 9903 eða hilmara@gsnb.is.
Langanesbyggð leitar eftir skrifstofustjóra
Skrifstofustjóri
Skrifstofustjóri er yfirmaður skrifstofu Langanesbyggðar og heyrir
beint undir sveitarstjóra og er staðgengill hans. Hann hefur faglega
forystu og verkstjórn á daglegum verkefnum skrifstofunnar. Hann
hefur umsjón með stjórnsýslu, fjármálum og starfsmannahaldi
sveitarfélagsins og stofnana þess í umboði sveitarstjóra.
Helstu verkefni eru:
• Fagleg forysta og verkstjórn á daglegum verkefnum
skrifstofunnar.
• Umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins í umboði sveitarstjóra.
• Undirbúningur og frágangur funda sveitarstjórnar, nefnda og
ráða
• Eftirlit með framkvæmd samninga, laga og reglugerða sem gilda
hverju sinni og heyra undir sveitarfélagið.
• Tekur þátt í faglegri framkvæmd verkefna á grunni
sérfræðiþekkingar sinnar.
• Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og birtingu fundargerða
• Yfirumsjón og ábyrgð með leyfisveitingum, uppfærslum á
samþykktum, reglum og gjaldskrám.
Menntun:
• Á sviði viðskipta, stjórnsýslu eða lögfræði.
Reynsla:
• Úr stjórnsýslu og rekstri.
• Af stefnumótun og verkefnastjórnun æskileg.
• Á skjalastjórnunar- og bókhaldskerfum æskileg.
• Á sviði kjaramála, stjórnunar, og samningagerðar æskileg.
Hæfni:
• Í samskiptum.
• Frumkvæði og lausnamiðuð vinnubrögð.
• Greiningarhæfni ásamt hæfni í úrvinnslu og framsetningu
tölulegra upplýsinga.
• Gott vald á íslensku og enskukunnátta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jónas Egilsson, sveitarstjóri - jonas@langanesbyggd.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2022 en æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í
starfið.
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi
sveitarfélag með spennandi
framtíðarmöguleika. Sveitarfélögin
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur
eru nú í sameiningarferli og ný
sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags
tekur við að loknum kosningum 14.
maí. Á Þórshöfn búa um 400 manns í
fjölskylduvænu umhverfi. Skólinn var
endurnýjaður árið 2016 og er öll
aðstaða og aðbúnaður er til
fyrirmyndar. Nýr leikskóli var tekinn í
notkun haustið 2019. Gott
íbúðarhúsnæði er til staðar og öll
almenn þjónusta er á Þórshöfn. Á
staðnum er gott íþróttahús og
innisundlaug og stendur
Ungmennafélag Langaness fyrir
öflugu íþróttastarfi. Í þorpinu er mikið
og fjölbreytt félagslíf. Samgöngur eru
góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til
Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta
nágrenni eru margar helstu
náttúruperlur landsins og ótal
spennandi útivistarmöguleikar, s.s.
fallegar gönguleiðir og stang- og
skotveiði.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum
aldri, af báðum kynjum, með margs
konar menntun og reynslu. Í samræmi
við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar
eru karlar jafnt sem konur hvött til að
sækja um störf hjá sveitarfélaginu.
Leikskólaleiðbeinandi.
Krílasel ungbarnaleikskóli sem er einnar deildar
einkarekinn leikskóli í seljahverfinu óskar eftir að
ráða vanan leikskólaleiðbeinanda í 50-70% starf
sem fyrst. Íslenskukunnátta æskileg.
Umsóknir sendist á krilasel@simnet.is
ARKITEKT
ARKITEKT
BYGGINGA
FRÆÐINGUR
LANDLAGS
arkitektar
YRKI
arkitektar
YRKI
Við hjá Yrki arkitektum leitum
að öflugu fólki til að taka þátt í
fjölbreyttum verkefnum á næstu
misserum.
Verkefnin eru á sviði arkitektúrs,
skipulags, landslags- og
borgarhönnunar.
Okkur vantar arkitekt,
byggingafræðing og
landslagsarkitekt.
Fyrir arkitekt og byggingafræðing
er æskileg að viðkomandi hafi
grunnkunnáttu á Revit
og fyrir landslagsarkitekt
grunnkunnáttu á Autocad.
Hvetjum til frumkvæðis og
sjálfstæðis í vinnubrögðum
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar
sem trúnaðarmál.
Áhugasamir geta haft samband
á netfangið: yngvi@yrki.is