Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 29
Vegna aukinna umsvifa er leitað að sjálfstæðum og árangursdrifnum einstaklingi í starf
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Viðkomandi sér um að samhæfa og stýra starfsemi afkomueininga
Hreinsitækni ehf. og dótturfélaga, í samvinnu við rekstrarstjóra viðkomandi afkomueininga.
Í boði er afar áhugavert starf í ört vaxandi fyrirtæki og heyrir starfið undir forstjóra.
Helstu verkefni:
• Stjórnun rekstrarsviðs og samhæfing einstakra rekstrareininga.
• Þróun lykilmælikvarða, tekna og afkomu.
• Áætlanagerð, frávikagreiningar og arðsemisútreikningar.
• Samskipti við hagaðila.
• Ýmis verkefni sem snúa að skilvirkni og samþættingu í rekstri.
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• 3-5 ára reynsla af sambærilegu starfi.
• Reynsla af áætlanagerð, greiningarvinnu og framsetningu rekstrarupplýsinga.
• Mjög góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga.
• Jákvæðni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í hópi.
• Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
• Mjög góð tölvukunnátta ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
færni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Hilmar Garðar
Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Hildur
J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).
Framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs (COO)
Hreinsitækni ehf. er leiðandi fyrirtæki á sviði
umhverfismála á Íslandi. Félagið þjónustar
gatna- og fráveitukerfi flestra stærstu
eigenda slíkra kerfa í landinu. Þá sinnir
fyrirtækið umfangsmiklum verkefnum fyrir
orkusækinn iðnað. Félagið leggur áherslu
á gott samstarf við viðskiptavini, birgja og
aðra hagaðila og að bjóða starfsmönnum
upp á áhugavert og hvetjandi vinnuumhverfi.
Starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga
þess eru um 120 talsins.
Hefur þú brennandi
áhuga á launa- og kjaramálum?
Bláa Lónið óskar eftir að ráða til starfa reynslumikinn launafulltrúa inn á mannauðssvið fyrirtækisins.
Um fjölbreytt starf er að ræða í lifandi og skemmtilegu starfsumhverfi.
Helstu verkefni:
-Launavinnsla
-Skil á skilagreinum og greiðslum til opinberra aðila, stéttarfélaga og
annarra vegna launatengdra gjalda
-Umsjón með skráningu launaupplýsinga í launakerfi
-Túlkun og framfylgni kjarasamninga
-Upplýsingagjöf og ráðgjöf til starfsmanna og stjórnenda vegna kjaramála
-Greiningar og framsetning tölulegra gagna
Hæfniskröfur:
-Þekking og reynsla af launavinnslu, kjaramálum, veikindarétti og öðru
sem snýr að kjaramálum
-Reynsla af H3 mannauðs- og launakerfi
-Þekking á Mytimeplan eða öðrum tímaskráningarkerfum
-Góð færni í Excel og góð almenn tölvukunnátta
-Rík þjónustulund, jákvæðni og góð samskiptafærni
Bláa Lónið er fjölbreyttur, spennandi og skemmtilegur vinnustaður og er lögð
rík áhersla á öfluga liðsheild og góðan starfsanda.
Skrifstofur félagsins munu flytjast í nýtt og glæsilegt skrifstofurými í Urriðaholti
á næstu misserum þar sem viðkomandi mun koma til með að hafa starfsstöð.
Nánari upplýsingar um starfið veita sérfræðingar á mannauðssviði
Bláa Lónsins í síma 420-8800
Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2022
storf.bluelagoon.is