Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 49
Þórunn er annálaður fagurkeri og ber sumarbústaðurinn hennar þess vel merki. MYND/AÐSEND Herbergi þeirra hjóna er einfalt og hlýlegt þar sem svartir litatónar blandast með viðnum á veggjum og lofti á einstaklega skemmtilegan hátt. Herbergi yngstu prinsessunnar er einkar vel heppnað og rýmið að fullu nýtt. Fölbleiki liturinn fær að njóta sín hér í bland við viðinn og gráan. Páskakakan fangar augað. Kökuna keypti Þórunn hjá Sætum syndum og skreytti sjálf. Hún pantaði súkkulaðiköku með ljósu kremi með gylltum keim í stíl við litaþemað. Toppaði með páskakanínu. Þórunn fjárfesti í drauma elda- vélinni og ísskápnum í stað þess að kaupa sér nýjar innréttingar. Hún valdi svartan ísskáp og gaseldavél frá Smeg hjá Eirvík. er heima hjá okkur.“ Þórunn segir að það hafi verið áskorun að fara í þetta verkefni. „Þetta er búið að vera gaman en krefjandi engu að síður, við erum búin að læra margt og þetta var líka í fyrsta skiptið sem við fluttum hús í heilu lagi. Við erum með margt á döfinni enda á mikið eftir að gera og við eigum eftir að klára að græja pallinn, útieldhús og margt annað. Ég sé mest um að græja inni við og húsgögnin úti, en maðurinn minn sér um helstu verkefni utandyra. Svo eigum við líka eftir að græja litla gestahúsið sem á að vera hér á lóðinni.“ Páskaskraut í jarðlitunum Þórunn er annálaður fagurkeri og er bústaðurinn kominn í páska- búninginn. „Fallega borðið mitt réð miklu um hvernig litapallettan varð til fyrir þessa páskahátíð. Ljósir brúnir og gráir tónar með gylltu ráða ríkjum. Svo finnst mér ávallt fallegt að vera með smá grænt með. Mér finnst allir jarðlitir fallegir í páskaskrauti, gyllt og silfur líka, en er ekki mikið fyrir mikla liti. Mér finnst þó þessi fallegi sinneps- guli töff og flott að blanda honum saman við grænt og svart. Þegar kemur að blómaskreytingum nota ég mest greinar í vasa og blanda grænu með og skreyti svo með fal- legu páskaskrauti, látlaus og fallegur stíll heillar mig.“ ■ Helgin 25LAUGARDAGUR 16. apríl 2022 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.