Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 24
Æfingaferlið fyrir þessa keppni var bæði erfitt og skemmti- legt, því ég æfði fyrir hana í þrjá mánuði með 100% vinnu sem tók sinn toll en var vel þess virði. Gabríel Kristinn Bjarna- son kom, sá og sigraði í keppninni Besti ungkokkur Norðurlandanna, sem haldin var í mars síðast- liðnum í Danmörku. sjofn@frettabladid.is Gabríel er einungis 22 ára gamall, matreiðslumaður og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. Hann var einnig nemi ársins árið 2019. Gabríel elskar vinnuna sína og það má með sanni segja að ástríða hans skíni í gegn í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Gabríel hefur verið í kringum eldhús og mat frá því að hann man eftir sér. „Ástríða mín fyrir matargerð byrjaði snemma því ég hef verið í kringum eldhús og mat síðan ég man eftir mér. Pabbi minn er kokkur og var í kokkalands- liðinu á sínum tíma og mamma er þjónn, og þau voru að vinna saman á Grillinu á Hótel sögu þegar ég fæddist. Það eru til myndir af mér að skríða á rauða gólfinu í salnum og inni í eldhúsinu með kokkunum og ég man enn eftir lyktinni í eldhúsinu þannig að það mætti segja að ég væri með þetta í blóðinu.“ Ástfanginn af starfinu Gabríel byrjaði ungur að vinna við matargerðina. „Þegar ég var 13 –14 ára gamall byrjaði ég að vinna aðra hvora helgi í Hörpunni þar sem pabbi var yfirkokkur og þá fóru hjólin að snúast og ég varð ástfanginn af starfinu. Síðan þegar ég var um 17 ára reddaði pabbi mér á samningi á nýjum stað á þeim tíma, Geira Smart á Canopy hótelinu, og þá fékk ég almennilega að finna fyrir hitanum og erfiðisvinnunni sem þessari starfsgrein fylgir og ég elskaði hverja mínútu af því.“ Samstarfsfélagar Gabríels höfðu áhrif á hann. „Ég var svo heppinn að báðir yfirkokkarnir á Geira Smart voru í kokkalandsliðinu og búnir að vinna Kokk ársins og keppa í alls konar keppnum. Ég horfði mikið upp til þeirra og þaðan kom þessi ástríða fyrir keppnismatreiðslu.“ Fyrstur Íslendinga til að vinna Það má með sanni segja að Gabrí- el hafi uppskorið eins og hann hefur sáð í faginu. Þann 29. mars síðastliðinn vann Gabríel Nordic Chef of the year, eða Besti ung- kokkur Norðurlandanna. Og til að toppa þetta þá er hann fyrstur á Íslandi til að vinna þessa keppni. „Æfingaferlið fyrir þessa keppni var bæði erfitt og skemmtilegt, því ég æfði fyrir hana í þrjá mánuði með 100% vinnu sem tók sinn toll en var vel þess virði. Að vinna þessa keppni er alveg magnað. Margir kokkar sem ég lít upp til og hef lært mikið af í gegnum tíðina hafa reynt að vinna þessa keppni en engum hefur tekist það. En stór partur af mínum sigri er út af þessum kokkum því ég hef lært mikið af þeim og þeir hafa sagt mér hvað þeir gerðu rétt og rangt sem ég er mjög þakklátur fyrir.“ „Ég vinn núna á Héðinn kitchen & bar sem er um þessar mundir einn af f lottustu veitingastöðum landsins. Þar vinn ég með stóru liði af mjög f lottum kokkum, þar á meðal Sindra sem er yfirkokkur og keppti með mér úti. Hann lenti í öðru sæti um titilinn besti kokkur á Norðurlöndunum sem er magnaður árangur.“ Á veitingastaðnum Héðni er mikið um að vera og boðið upp á f lottan og metnaðarfullan mat- seðil með eitthvað fyrir alla. „Við kokkarnir leikum okkur mikið með matseðilinn sem er árstíða- bundinn og notum besta hráefni sem völ er á að hverju sinni.“ Þegar Gabríel er inntur eftir því hvort hann haldi í ákveðnar matarhefðir heima um páskana segir hann ekki vera mikið um það. „Ég get ekki sagt að ég sé með mikið af matarhefðum en á páskunum förum við fjölskyldan upp í bústað og grillum nauta- lund með berneaisesósu, það er kannski ekki svakaleg hefð en ég held mikið upp á hana.“ Gabríel gefur lesendum hér sína uppskrift að einfaldri en skemmtilegri páskamáltíð. „Hér er á ferðinni grillað lambafillet með „french garden“ maríneringu, jala- peno-chimichurri, ostakartöflu- mús og hunangsgljáðar gulrætur með kryddjurtum.“ Lamb í „french garden“ maríneringu 4–6 stk. lambafillet 200 g extra virgin ólífuolía 4 tsk. salt 2 tsk. pipar 4 tsk. saxaður graslaukur 2 tsk. söxuð minta 4 tsk. söxuð steinselja 2 msk. saxaður hvítlaukur 5 tsk. saxað rósmarin 5 tsk. laukduft Ysta hýðið (zest) af 2 sítrónum Öllu hráefninu blandað saman í skál. Setjið síðan lambið í maríneringuna og hafið í allavega sólarhring. Jalapeno-chimichurri 2 meðalstórir skalottlaukar 4 hvítlauksgeirar 2–3 fersk jalapeno 300 g steinselja 300 g olía að eigin vali 70 g hvítvínsedik Safi úr 2 límónum 10 g salt Hvítlaukur, skalottlaukar og jala- peno saxað vel í matvinnsluvél. Síðan er restinni af hráefn- unum bætt út í og blandað saman þangað til allt er komið vel saman. Ostakartöflumús 350 g soðnar kartöflur 100 g mjólk 100 g rifinn ostur að eigin vali (mæli með Tindi) 80 g smjör Bragðbætt með salti og múskati eftir á. Kartöflur skrældar og soðnar, síðan marðar í gegnum sigti eða kartöflupressu. Kartöflur settar í hrærivél með ostinum og blandað vel saman og síðan er smjöri bætt við og loks mjólkinni. Smakkað til með salti og múskati. Hunangsgljáðar gulrætur 1 pk. gulrætur 200 g hunang að eigin vali 3 saxaðir hvítlaukar 100 g íslenskt smjör, brætt 1 msk. ólífuolía 1 tsk. engiferduft 1 tsk. pipar 50 g saxaður graslaukur Öllu hráefninu nema gulrótunum og graslauknum blandað saman í skál. Byrjið síðan að hita ofninn upp í 180°C. Síðan eru gulræt- urnar settar á bakka með smjör- pappír og settar inn í ofn. Þegar þær eru orðnar hálf- bakaðar eru þær teknar út og hunangs blöndunni hellt yfir þær og gulræturnar með blöndunni settar aftur inn í ofn þangað til þær eru orðnar gullinbrúnar. Toppið gulræturnar með söx- uðum graslauk áður en þær eru bornar fram. n Ungkokkur Norðurlandanna býður upp á páskamáltíðina Gabríel kom, sá og sigraði í keppninni Besti ungkokkur Norðurlandanna og er sá fyrsti á Íslandi til að vinna þá keppni. Hann býður lesendum upp á girni lega páskamáltíð að sínum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ómótstæðileg páskamáltíðin sem Gabríel hef- ur framreitt hér fyrir lesendur og lætur engan ósnortinn. Ostakartöflumúsin er syndsamlega ljúffeng. Hunangsgljáðu gulræturnar eru toppaðar með graslauk 4 kynningarblað A L LT 16. apríl 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.