Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 56
kolbrunb@frettabladid.is Kór Hallgrímskirkju f lytur Sálu- messu eftir Gabriel Fauré í dag, laugardag klukkan 17.00. Með kórnum syngja einsöng Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Fjölnir Ólafsson baritón. Björn Steinar Sólbergsson leikur með á orgel. Sálumessan er eitt þekktasta verk Fauré og hefur notið gífurlegra vinsælda frá því hún var frumflutt árið 1888. Sjálfur sagði hann Sálu- messu sína einkennast af trú á eilífa hvíld í dauðanum. n Sálumessa í Hallgrímskirkju Kór Hallgrímskirkju syngur í Sálumessu Fauré. MYND/AÐSEND Sálumessan er eitt þekktasta verk Fauré. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is MENNING 16. apríl 2022 LAUGARDAGUR Ég sökkvi mér ofan í viðfangs- efnið og leyfi mér að fá þráhyggju fyrir því, enda koma frumleg- ustu hug- myndirnar þaðan. Destination Mars er einkasýn- ing Söru Riel í Ásmundarsal og er sett upp sem geimferð til Mars. Sýningin samanstendur af málverkum, teikningum, grafík, ljósmyndum, lág- myndum, innsetningu og veggverkum. Sara vann að sýningunni í rúm þrjú ár. „Þegar ég vinn að sýningum byrj- ar ferlið yfirleitt með lestri og grúski. Ég sökkvi mér ofan í viðfangsefnið og leyfi mér að fá þráhyggju fyrir því, enda koma frumlegustu hug- myndirnar þaðan. Maður er orðinn fróðari, getur auðveldlega púslað saman stykkjum og séð hvað vantar. Í þetta sinn fór ég að grúska í bók sem heitir Cosmic Trigger eftir Robert Wilson og þar talar hann mikið um Hundastjörnuna sem kemur oft fyrir í dulspeki og trúar- og menningarheimum. Ég las fleiri bækur og kynnti mér alls kyns skoð- anir manna á geimnum,“ segir Sara. Ólík verk Sýningin er myndræn geimferð frá jörðinni til Mars og aftur til baka. Listakonan sýnir mikla hugmynda- auðgi í ólíkum verkum sínum. „Hugmyndin byrjar í teikningu og síðan er sú teikning þróuð, á þessari sýningu nota ég til dæmis laser- prentun í gler. Ég vinn við það sjón- ræna og ég stílisera hugmyndirnar eða innihaldið eftir því hvað mér finnst henta best. Ég gerði teikning- ar, málverk, innsetningar og prent- verk um þetta viðfangsefni, geimferð til Mars, flakka á milli miðla eins og Sara fer til Mars Sara vann að sýningunni í rúm þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is ég geri venjulega. Ég fjalla meðal annars um það af hverju verið sé að fara til Mars, skoða ævintýrablætið og eldflaug Tinna sem fór til tungls- ins. Ég vísa líka í myndheim Holly- woodmynda um geimferðir til Mars þar sem geimverur koma við sögu.“ Listakonan gleymir svo vitanlega ekki því skaðlega við geimferðir, sem er allt það rusl sem skilið er eftir úti í geimnum og lítið er fjallað um. Sýningin er um allt húsið og utan- dyra eru tvö verk. „Ég hafði húsið algjörlega í huga þegar ég vann verkin,“ segir Sara. Kallar á samræður Hún segir aðspurð að viðbrögð við sýningunni hafi verið ákaflega góð. „Eins og sýningar sem fjalla um ákveðið efni þá kallar þessi sýning á samræður milli kynslóða. Þegar maðurinn fór fyrst til tunglsins sam- einaðist heimurinn í áhuga sínum en núna þykir varla fréttnæmt að geim- flaug sé skotið upp. Viljum við fara út í geiminn? Já, líklega. Viljum við flytja þangað? Líklega ekki. Viljum við nota alla kraftana, auðinn og hugaraflið sem fer í geimrannsóknir til að bæta lífsskilyrði á jörðinni? Ég er ekki endilega með rétt svör heldur velti fyrir mér afleiðingum hugmynda.“ Sara hefur frá námsárunum tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi götu- listamanna í Evrópu og víðar. Hún hefur sýnt verk sín í flestum höfuð- söfnum Íslands og tekið þátt í fjöl- mörgum sýningum hérlendis og erlendis og verið heiðruð af virtum menningarstofnunum. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.