Fréttablaðið - 16.04.2022, Side 56

Fréttablaðið - 16.04.2022, Side 56
kolbrunb@frettabladid.is Kór Hallgrímskirkju f lytur Sálu- messu eftir Gabriel Fauré í dag, laugardag klukkan 17.00. Með kórnum syngja einsöng Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópran og Fjölnir Ólafsson baritón. Björn Steinar Sólbergsson leikur með á orgel. Sálumessan er eitt þekktasta verk Fauré og hefur notið gífurlegra vinsælda frá því hún var frumflutt árið 1888. Sjálfur sagði hann Sálu- messu sína einkennast af trú á eilífa hvíld í dauðanum. n Sálumessa í Hallgrímskirkju Kór Hallgrímskirkju syngur í Sálumessu Fauré. MYND/AÐSEND Sálumessan er eitt þekktasta verk Fauré. mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .................................................... Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433 Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is MENNING 16. apríl 2022 LAUGARDAGUR Ég sökkvi mér ofan í viðfangs- efnið og leyfi mér að fá þráhyggju fyrir því, enda koma frumleg- ustu hug- myndirnar þaðan. Destination Mars er einkasýn- ing Söru Riel í Ásmundarsal og er sett upp sem geimferð til Mars. Sýningin samanstendur af málverkum, teikningum, grafík, ljósmyndum, lág- myndum, innsetningu og veggverkum. Sara vann að sýningunni í rúm þrjú ár. „Þegar ég vinn að sýningum byrj- ar ferlið yfirleitt með lestri og grúski. Ég sökkvi mér ofan í viðfangsefnið og leyfi mér að fá þráhyggju fyrir því, enda koma frumlegustu hug- myndirnar þaðan. Maður er orðinn fróðari, getur auðveldlega púslað saman stykkjum og séð hvað vantar. Í þetta sinn fór ég að grúska í bók sem heitir Cosmic Trigger eftir Robert Wilson og þar talar hann mikið um Hundastjörnuna sem kemur oft fyrir í dulspeki og trúar- og menningarheimum. Ég las fleiri bækur og kynnti mér alls kyns skoð- anir manna á geimnum,“ segir Sara. Ólík verk Sýningin er myndræn geimferð frá jörðinni til Mars og aftur til baka. Listakonan sýnir mikla hugmynda- auðgi í ólíkum verkum sínum. „Hugmyndin byrjar í teikningu og síðan er sú teikning þróuð, á þessari sýningu nota ég til dæmis laser- prentun í gler. Ég vinn við það sjón- ræna og ég stílisera hugmyndirnar eða innihaldið eftir því hvað mér finnst henta best. Ég gerði teikning- ar, málverk, innsetningar og prent- verk um þetta viðfangsefni, geimferð til Mars, flakka á milli miðla eins og Sara fer til Mars Sara vann að sýningunni í rúm þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is ég geri venjulega. Ég fjalla meðal annars um það af hverju verið sé að fara til Mars, skoða ævintýrablætið og eldflaug Tinna sem fór til tungls- ins. Ég vísa líka í myndheim Holly- woodmynda um geimferðir til Mars þar sem geimverur koma við sögu.“ Listakonan gleymir svo vitanlega ekki því skaðlega við geimferðir, sem er allt það rusl sem skilið er eftir úti í geimnum og lítið er fjallað um. Sýningin er um allt húsið og utan- dyra eru tvö verk. „Ég hafði húsið algjörlega í huga þegar ég vann verkin,“ segir Sara. Kallar á samræður Hún segir aðspurð að viðbrögð við sýningunni hafi verið ákaflega góð. „Eins og sýningar sem fjalla um ákveðið efni þá kallar þessi sýning á samræður milli kynslóða. Þegar maðurinn fór fyrst til tunglsins sam- einaðist heimurinn í áhuga sínum en núna þykir varla fréttnæmt að geim- flaug sé skotið upp. Viljum við fara út í geiminn? Já, líklega. Viljum við flytja þangað? Líklega ekki. Viljum við nota alla kraftana, auðinn og hugaraflið sem fer í geimrannsóknir til að bæta lífsskilyrði á jörðinni? Ég er ekki endilega með rétt svör heldur velti fyrir mér afleiðingum hugmynda.“ Sara hefur frá námsárunum tekið virkan þátt í alþjóðlegu starfi götu- listamanna í Evrópu og víðar. Hún hefur sýnt verk sín í flestum höfuð- söfnum Íslands og tekið þátt í fjöl- mörgum sýningum hérlendis og erlendis og verið heiðruð af virtum menningarstofnunum. n

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.