Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 14
14 Íþróttir 16. apríl 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. apríl 2022 LAUGARDAGUR Simon Sadler, eigandi enska knattspyrnufélagsins Blackpool, bættist í ört stækkandi hóp Íslandsvina þegar hann keypti hlut í Íslandsbanka fyrir rúmar 300 milljónir króna. Sadler sest í hóp með stórum stjörnum sem elska land og þjóð. Á hinni hliðinni á peningnum má finna óvini lands og þjóðar, en þeir eiga sameiginlegt að hafa sært þjóðarstoltið. benediktboas@frettabladid.is Vinir okkar og óvinir Patrick Mahomes Leikstjórnandinn Patrick Mahomes eyddi sumrinu hér á landi þegar Kansas City Chiefs afhentu honum lyklana að sóknarleik liðsins. Kærasta hans var þá að spila hér á landi. Síðan hefur hann unnið NFL og skrifað undir stærsta samning í sögu deildarinnar. Phil Foden Foden gerði allt vitlaust meðan á dvöl hans hér á landi stóð í verkefni enska landsliðsins, en hann og hrottinn Mason Greenwood smygluðu tveimur yngismeyjum upp á hótel til sín þar sem þau áttu ástarfund. Atvikið varð að heimsfrétt enda brutu þeir félagar sóttvarnir í miðju Covid-ástandi heims- ins. Foden og Greenwood voru sendir með skottið á milli lappanna heim til Englands. David Moyes Moyes fjölskyldan hefur verið kölluð Íslandsvinir númer eitt. Sir David Moyes hélt upp á áttræðisaf- mælið sitt hér á landi árið 2016 og komu þá synir hans í partíið. Meðal annars David litli Moyes sem nú stýrir West Ham. Sá var hér á landi í nokkra mánuði 1978 og sló Daily Mail því upp árið 2013 að dvölin í Vestmannaeyjum hefði gert Moyes litla að manni. David Beckham Vinátta Beckhams og Björgólfs Thors hefur orsakað að Beckham er hér reglulegur gestur og veiðir fisk. Kappinn birti myndir og myndbönd af sér á samfélags- miðlum þar sem hann var að veiða í Haffjarðará og fékk sér örlítinn sundsprett. Beckham virtist líða vel hér á landi því hann er yfirleitt ekki svo opinn á sínum samfélagsmiðlum þegar kemur að heimsóknum. Santiago Ponzinibbio UFC-bardagakappinn Santiago Ponzinibbio er ekki hátt skrifaður hjá íslensku þjóðinni eftir að hafa beitt óþverrabrögðum til að leggja Gunnar Nelson. Ponzinibbio potaði ítrekað í augu Gunnars meðan á bardaganum stóð og tapaði Gunnar eftir rothögg í 1. lotu. Cristiano Ronaldo Stærsta íþróttastjarna heims, Cristiano Ronaldo, varð ekkert voðalega vinsæll eftir leik Íslands á EM árið 2016. Hann neitaði að skipta á treyju við Aron Einar Gunnarsson og vandaði okkar mönnum ekki kveðjurn- ar eftir leik. „Ísland reyndi ekkert. Það var bara vörn, vörn, vörn og skyndisóknir. Þeir fengu færi og skoruðu eitt mark,“ sagði Ronaldo eftir leikinn sem fór 1-1. Danir Frændur okkar hafa farið illa með okkar stolt að undanförnu. Sérstaklega handboltastoltið. Fyrst var það Ulrik Wilbek sem bolaði Gumma Gumm burt úr landsliðsþjálfarastólnum með baktjaldamakki svo eftir var tekið. Svo var það núverandi landsliðsþjálfari Nikolaj Jacobsen núna á EM, en Jakobsen sagði fyrir leik: „Ég skulda Íslandi ekki neitt,“ og kaus að hvíla lykilmenn – sem kom svo í bakið á honum og Danir fóru heim. Viktor Kortsnoj Ótrúleg hegðun hans við skákborðið 1988 gerði íslensku þjóðina hoppandi reiða en Kortsnoj blés sígarettureyk framan í Jóhann Hjartarson í einvígi í Kanada. Þjóðin, sem þá var skákóð, fokreiddist. Jóhann hafði unnið hug og hjörtu landsmanna með rólegu fasi sínu en Kortsnoj stimplaði sig inn sem óvin þjóðarinnar. Jóhann vann sigur í einvíginu, 4½- 3½ eftir bráðabana við mikinn fögnuð Íslendinga. n Vinir n Óvinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.