Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 8
Kúnstpása
Ari Ólafsson tenor
Hrönn Þráinsdóttir píanó
19. apríl kl 12.15.
Norðurljós
Sjúk ást
Fríar forskoðanir
fyrir laseraðgerðir
út apríl
Tímapantanir 414 7000
/Augljos
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
Rannsóknir á stríðsglæpum
Rússa í Úkraínu hófust aðeins
viku eftir innrásina. Mörg
ríki hafa stutt rannsóknirnar
með fjárframlögum. Íslenskir
þingmenn vilja einnig leggja
þeim lið.
urduryrr@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Ísland er ekki í hópi þeirra
ríkja sem veitt hafa sérstakan fjár-
stuðning til Alþjóðlega sakamála-
dómstólsins. Þrjátíu þingmenn
hafa hins vegar lagt fram tillögu á
Alþingi um 10 milljóna framlag.
Dómstóllinn opnaði rannsóknir
á stríðsglæpum í Úkraínu 2. mars,
aðeins tæpri viku eftir að stríðið
hófst. Á þeim tíma hafði dómstóll-
inn fengið tilvísanir frá 39 löndum
um að rannsaka þyrfti mögulega
stríðsglæpi í Úkraínu, þar á meðal
frá Íslandi. Rúmri viku seinna bætt-
ust Japan og Norður-Makedónía við
listann.
Tæpri viku eftir að rannsóknir á
stríðsglæpum hófust óskaði dóm-
stóllinn eftir stuðningi frá aðildar-
ríkjum og hafa fjölmörg ríki veitt
dómstólnum stuðning, þar á meðal
Svíþjóð, Danmörk og Finnland.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs-
dóttir, þingmaður Viðreisnar, hefur
lagt fram tillögu til þingsályktunar
um að auka fjárframlög Íslands til
Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
Verði tillagan samþykkt mun
íslenska ríkið styrkja dómstólinn
um 10 milljónir íslenskra króna.
Þorbjörg var starfandi saksóknari
hjá ríkissaksóknara áður en hún
settist á þing. „Almennur borgari í
stríði árið 2022 er í miklu sterkari
stöðu heldur en fyrir einhverjum
áratugum síðan,“ segir Þorbjörg
spurð um rannsóknir dómstólsins
sem fara óvenju snemma af stað.
Í sögulegu samhengi hafa stríðs-
glæpir oft ekki komið í ljós fyrr en
einhverjum vikum eða jafnvel mán-
uðum eftir að átökum lýkur.
Stærsti áhrifaþátturinn í því
hversu hratt upplýsingar berast nú
er útbreidd notkun snjallsíma og
myndavéla. Þessi sítenging þekktist
varla fyrir áratug og afleiðing þess
er að nú getur fólk í miðjum átökum
deilt myndum og myndböndum á
netinu af því sem er að gerast.
„Frásagnirnar berast okkur jafn-
óðum og í því felast ótrúlega sterk
verkfæri og ótrúlega mikið tækifæri
fyrir alþjóðasamfélagið til að koma
ekki bara einhverjum árum seinna,“
segir Þorbjörg.
Stafrænu öldinni fylgja ókjör
upplýsinga, sem getur bæði hjálpað
og gert erfiðara að varpa ljósi á hvað
gengur raunverulega á í miðju stríði.
Á sama tíma og auðveldara er að
dreifa upplýsingum er líka auðveld-
ara að dreifa fölskum upplýsingum
og skapa upplýsingaóreiðu þar sem
hinn almenni snjallsímanotandi
hefur ekki tíma eða tök á að sann-
reyna allar þær upplýsingar sem
honum berast.
Fyrir dómstólinn þýðir þetta að
fara þurfi í gegnum ógrynni upplýs-
inga við rannsóknir á stríðsglæpum,
með tilheyrandi vinnu. „Það er
þannig með allar svona stórar rann-
sóknir að það er auðvitað ekki allt
tekið,“ segir Þorbjörg. „Það er ekki
allt, þó að það sé hræðilegt, sem
nær þeim þröskuldi að vera stríðs-
glæpur.“
Þrjátíu þingmenn eru meðflutn-
ingsmenn tillögu Þorbjargar en í
greinargerð með tillögunni segir
að með fjárframlaginu „sýni íslensk
stjórnvöld einarða afstöðu sína gegn
stríðsglæpum og styðji viðbrögð
alþjóðasamfélagsins við þeim.“
Þorbjörg segir mörg ríki þegar
hafa veitt dómstólnum fjárfram-
lög, í einhverjum tilfellum séu það
aðeins táknrænar upphæðir, í þeim
tilgangi að sýna stuðning úr öllum
áttum.
„Það er einlæg ósk mín að þetta
verði, af því það skiptir líka máli
fyrir fólk að það heyrist út á við
að þetta sé raunverulegt verkfæri,
svona sakamálarannsókn, og svona
dómstóll,“ segir Þorbjörg. n
Ísland ekki í hópi ríkja sem
styrkja stríðsglæpadómstól
Morð á fjölda almennra borgara í bænum Bútsja í Úkraínu eru meðal þess sem rannsakað er sem stríðsglæpir.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Þorbjörg
Sigríður
Gunnlaugs-
dóttir, þingkona
Viðreisnar
8 Fréttir 16. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ