Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 48
Við ákváð- um til að mynda að halda eldhúsinn- réttingunni en lakka hana og skipta um höldur. Þórunn Högna, stílisti og fag- urkeri, og eiginmaður hennar fjárfestu í sumarbústað fyrir liðlega tveimur árum og fundu honum stað í Grímsnesinu. Þórunn hefur gaman af því að skreyta og fegra híbýli sín eftir árstíðum og þá eru páskarnir engin undantekning. Haustið 2020 keyptu Þórunn og eiginmað- ur hennar, Brandur, bústaðinn til f lutn- ings. „Við vorum búin að leita að réttu lóðinni í sirka þrjú ár, þegar við fundum loksins þessa. Útsýnið er eins og málverk, millj- ón dollara útsýni.“ Þórunn hefur staðið í framkvæmdum síðan og gert bústaðinn að sínum, en segist þó ætla að gera meira. „Við erum búin að gera margt, bæði inni og utan- dyra en það er líka margt eftir, þetta verður örugglega smá eilífðarverk- efni fyrir manneskju eins og mig. Mér finnst mjög gaman að því að gefa gömlum hlutum og húsgögnum nýtt útlit, við notuðum töluvert af því sem var til staðar, mér finnst svo mikill óþarfi að henda ef húsgögn, innréttingar og annað er heilt.“ Svarti liturinn ríkjandi „Svarti liturinn ræður ríkjum í bústaðnum og við notuðum sama lakk á alla skápa, hurðar, eldhúsinn- réttingu, bita í lofti og gluggapósta og erum ánægð með útkomuna.“ Þórunn er þekkt fyrir útsjónar- semi þegar kemur að því að gera gamla hluti að nýjum eins og hún hefur gert hér. „Við ákváðum til að mynda að halda eldhúsinnrétt- ingunni en lakka hana og skipta um höldur,“ segir Þórunn og bætir því við að í staðinn hafi þau getað leyft sér að kaupa ný eldhústæki og tól sem þau langaði í. Svo fengu þau sér nýja borðplötu á innrétt- inguna ásamt nýrri borðplötu á borðstofuborðið sem er á fæti sem Þórunn gerði upp. „Mér þykir sér- staklega vænt um þetta borð, borð- fóturinn er úr gömlu borðstofusetti frá mömmu og pabba, sem ég gerði svartan.“ Skemmtilegt og krefjandi Húsið átti alltaf að verða svart með svörtum gluggum og hurðum og ljósum palli. „Inni var allt önnur pæling í fyrstu. Ég ætlaði að hafa allt öðruvísi, mig langaði að mála eða bæsa allan panilinn, en svo ákvað ég að fá vinkonur mínar í Magn- oliu með mér í lið. Þær komu með margar góðar hugmyndir sem ég vann svo út frá. Okkur langaði líka að hafa bústaðinn ekki alveg eins og Sumarbústaður í páskabúningi Þórunn er annálaður fagurkeri og ber sumarbústaðurinn hennar þess vel merki. MYND/AÐSEND Páskaborð Þórunnar er ein- staklega fallegt. Diskar og tau- servíettur eru frá HM Home, gylltu eggin, kertin, svarta skálin og krans- inn frá Magn- olíu. Glösin fékk Þórunn í Ilvu. Kvarsítsteinninn í borðplötunni er frá Granít- smiðjunni og heitir London Smoke. Fallegur páska- krans prýðir eldhúsið með viðarbretti í bakgrunni. Þórunn hugar að hverju smá- atriði. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Tómatsúpa Þórunn er iðin við að framreiða ljúffengar og huggulegar kræsingar í sveitinni og býður hér lesendum upp á eina af sínum uppáhaldssúpum sem tilvalið er að bjóða upp á á fallegum degi. 2 öskjur kirsuberjatómatar 1–2 dósir niðursoðnir tómatar 1 flaska tómatsósa 500 ml rjómi 1 l vatn 2–4 teningar, grænmetis- eða kjötkraftur, eða fljótandi 1 stór hvítur laukur, smátt saxaður 1 búnt fersk basilíka 1 rautt chilli, smátt saxað 1 kína-hvítlaukur (eða 5 stk. minni) 2 msk. tómatpúrra Salt og pipar eftir smekk Ferskur mozzarella-ostur, skorinn í litlar sneiðar Steikið laukinn í ólífuolíu, bætið við kirsuberjatómötum. Lækkið hitann og leyfið þessu að malla á lágum hita. Kremjið síðan tómatana og bætið við hvítlauk og chilli. Bætið við tómatsósunni, niðursoðnu tómötunum, soði og að lokum rjómanum. Leyfið suðunni að koma upp og slökkvið síðan. Setjið basilíku út í eftir smekk. Basilíkupestó 1 dl ólífuolía 2-3 hvítlauksrif Salt og pipar eftir smekk 5-6 basilíkulauf Setjið allt saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Berið súpuna fram skreytta með basilíkulaufum, mozzarella- sneiðum og toppið með basilíkupestói. Upplagt að bjóða upp á súr- deigs-baquette með súpunni og basilíkupestóið steinliggur með súr- deigs-baquette. 24 Helgin 16. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.