Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.04.2022, Blaðsíða 4
Ég lít svo á að við mannfólkið séum aðeins þjónustufólk fyrir ketti. Snorri Ásmunds- son, oddviti Kattafram- boðsins FÁRÁNLEGA LÁGT VERÐ Við bjóðum upp á takmarkað magn af hjólbörðum og felgum fyrir fólksbíla, minni jeppa, stærri jeppa og pallbíla. Ný og ónotuð dekk á ótrúlegu lágu verði. Gott úrval af dekkjum og felgum. Hér fyrir neðan má sjá verðdæmi um dekk og felgur í boði: Dekkja- og felgugangar: 32” 255/75R17 - 199.000 kr. 33,5” 285/60R20 - 199.000 kr. 33” 275/70R18 - 179.000 kr. Dekkjagangur: 32” 255/75R17 - 69.960 kr. 30,5” 285/60R20 - 79.600 kr. 33” 275/70R18 - 79.600 kr. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ISBAND.IS, DEKK@ISBAND.IS OG Í SÍMA 590 2323 FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00 Fleiri stærðir í boði. Uppgefið verð er heill umgangur eða 4 stk með vsk. Listi Kattaframboðsins á Akureyri liggur fyrir og odd- vitinn er bjartsýnn á góðan árangur í kosningunum. Hann vill losna við þá sem samþykktu lausagöngubann katta úr bæjarstjórn. kristinnhaukur@frettabladid.is AKUREYRI Snorri Ásmundsson, listamaður og oddviti Kattafram- boðsins á Akureyri, er harðorður í garð þeirra bæjarfulltrúa sem sam- þykktu bann við lausagöngu katta í nóvember síðastliðnum og vill þá úr stjórnmálum. Hann er bjartsýnn á góðan árangur í sveitarstjórnar- kosningunum í maí. „Þarna eru sjö manns sem eiga ekkert heima í pólitík,“ segir Snorri. Hann telur 45 prósent bæjarbúa mjög á móti þessari ákvörðun. „Ég held að við náum fleiri en tveimur mönnum inn. Væntingar mínar eru að við verðum stærsti f lokkurinn í bæjarstjórn.“ Á Akureyri er enginn meiri- eða minnihluti heldur starfa allir ell- efu bæjarfulltrúarnir saman. Eva Hrund Einarsdóttir, fulltrúi Sjálf- stæðisf lokksins, lagði fram tillög- una sem var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisf lokksins, Framsóknar- f lokksins, Miðflokksins og öðrum fulltrúa L-listans. Hinn fulltrúi L-listans, ásamt fulltrúum Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna, var á móti banninu sem hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af Dýralæknafélagi Íslands. Snorri segir fólkið á lista Katta- framboðsins óvant í stjórnmálum og vera enn að móta sína stefnu en listinn, sem fékk bókstafinn K, var kynntur á þriðjudag. Þau sitja í umboði katta sinna, meðal ann- ars Snúbba, Pjakks, Pusegutts og Vill bæjarfulltrúa sem samþykktu lausagöngubann úr stjórnmálum Köttur á Akureyri nýtur frelsisins meðan hann getur. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og stjórn Eflingar tóku umdeilda ákvörðun um að segja öllu starfs- fólki Eflingar upp störfum. Ákvörðunin hefur valdið titringi svo ekki sé meira sagt. Áhrifafólk innan verkalýðs- hreyfingarinnar hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega. Í viðtali í Kastljósi í vikunni sagði Sólveig uppsagnirnar alls ekki vera hefnd- araðgerðir af sinni hálfu heldur vel ígrundaða ákvörðun eftir faglegt og málefnalegt mat. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf út í vikunni að hjarð- ónæmi gegn Covid-19 væri náð á Íslandi. Útbreiðsla veirunnar sé miklu minni í samfélaginu núna og Omíkron-bylgjan að klárast. Hann segir óvissuna þó enn fyrir hendi og að óvarlegt sé að lýsa faraldr- inum lokið. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra steig fram í vikunni og lýsti óánægju sinni með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hún sagð- ist ekki hafa verið hlynnt þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjár- festa. Deildar meiningar eru þó um hvort og með hve skýrum hætti hún lýsti þessari afstöðu sinni í aðdraganda útboðsins. n n Þrjú í fréttum Mollýj ar Mjáfjörð. „Kötturinn fer sínar eigin leiðir og við erum opin fyrir því að mæta því sem á vegi okkar verður,“ segir Snorri. Engin stefna hafi verið ákveðin önnur en sú að vinna fyrir náttúruna og gegn dýraníði. Hann segir lausagöngubannið hafa verið kveikjuna að framboðinu en það verði ekki lagt niður náist að fá banninu hnekkt. Tilgangurinn verði áfram að vernda dýrin. Snorri segir framboðinu hafa verið mjög vel tekið. Enn sé ekki ljóst nákvæm- lega hvernig baráttu framboðsins verði háttað en fólkið á listanum sé nú að skipta með sér verkum. Snorri útilokar ekki u-beygjur í þeim efnum, líkt og kettirnir taka. „Kettir hafa verið dáðir og dýrk- aðir í mörg þúsund ár, alveg síðan á tímum Forn-Egypta. Ég lít svo á að við mannfólkið séum aðeins þjón- ustufólk fyrir ketti,“ segir Snorri. Dýravernd er aðeins lítill hluti af skyldum sveitarfélaga. Spurður hvernig framboðið hyggist taka á skipulagsmálum, skólamálum, félagsmálum og f leiru í þeim dúr seg ir Snor r i stjór nmálamenn ofmetna í þeim efnum. „Ég trúi á embættismannakerf- ið,“ segir Snorri. „Embættismanna- kerfið heldur öllu gangandi. Stjórn- málamenn eiga að hafa sem minnst afskipti.“ Bendir hann á að Belgar hafi verið án ríkisstjórnar í nærri tvö ár, árin 2010 og 2011, og allt hafi gengið eins og í sögu. Aðeins þegar breyta eigi hlutum þurfi stjórn- málamenn að koma að og þeir séu yfirleitt til trafala. n kristinnpall@frettabladid.is ÍSAFJÖRÐUR „Þetta stóð aðeins tæpt með flugið, við vorum með stærstan hluta flytjendanna á leiðinni í f lugi og það munaði bara einhverjum mínútum að það væri ekki hægt að lenda. Ég er viss um það að þau sem voru um borð gleyma þessu aldrei,“ segir Örn Elías Guðmundsson, einn- ig þekktur sem tónlistarmaðurinn Mugison, spurður um tónlistarhá- tíðina Aldrei fór ég suður, sem hófst á Ísafirði í gær. Mugison er í hlutverki rokkstjóra og einn af forsprökkum hátíðar- innar. „Síðustu tvö ár höfum við þurft að aflýsa með nokkurra daga fyrirvara vegna sóttvarnaráðstafana. Það er því mikil eftirvænting í bænum og við sáum til þess að það yrði allt Þétt setið á Ísafirði þar sem rokkhátíð fór fram eftir langa bið Það var strax orðið þröngt á þingi þegar KUSK steig á svið í gær. MYND/ARNÓRB tilbúið í tæka tíð,“ segir Mugison sem segir fjölmennt um að litast í bænum. „Ég var í stökustu vandræðum með að finna gistingu í bænum fyrir listamann sem vantaði pláss á síðustu stundu. Það var ekki eitt herbergi laust en okkur tókst að leysa það. Það voru öll gistiheimili og bara öll heimili fullmönnuð og varla eitt herbergi laust.“ n 4 Fréttir 16. apríl 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.