Fréttablaðið - 16.04.2022, Page 49
Þórunn er annálaður fagurkeri og ber sumarbústaðurinn hennar þess vel merki. MYND/AÐSEND
Herbergi þeirra hjóna er einfalt og hlýlegt þar sem svartir litatónar blandast
með viðnum á veggjum og lofti á einstaklega skemmtilegan hátt.
Herbergi yngstu prinsessunnar er einkar vel heppnað og rýmið að fullu nýtt.
Fölbleiki liturinn fær að njóta sín hér í bland við viðinn og gráan.
Páskakakan
fangar augað.
Kökuna keypti
Þórunn hjá
Sætum syndum
og skreytti sjálf.
Hún pantaði
súkkulaðiköku
með ljósu kremi
með gylltum
keim í stíl við
litaþemað.
Toppaði með
páskakanínu.
Þórunn fjárfesti í drauma elda-
vélinni og ísskápnum í stað þess að
kaupa sér nýjar innréttingar. Hún
valdi svartan ísskáp og gaseldavél
frá Smeg hjá Eirvík.
er heima hjá okkur.“
Þórunn segir að það hafi verið
áskorun að fara í þetta verkefni.
„Þetta er búið að vera gaman en
krefjandi engu að síður, við erum
búin að læra margt og þetta var líka
í fyrsta skiptið sem við fluttum hús
í heilu lagi. Við erum með margt á
döfinni enda á mikið eftir að gera
og við eigum eftir að klára að græja
pallinn, útieldhús og margt annað.
Ég sé mest um að græja inni við og
húsgögnin úti, en maðurinn minn
sér um helstu verkefni utandyra.
Svo eigum við líka eftir að græja
litla gestahúsið sem á að vera hér á
lóðinni.“
Páskaskraut í jarðlitunum
Þórunn er annálaður fagurkeri og
er bústaðurinn kominn í páska-
búninginn. „Fallega borðið mitt réð
miklu um hvernig litapallettan varð
til fyrir þessa páskahátíð.
Ljósir brúnir og gráir tónar með
gylltu ráða ríkjum. Svo finnst mér
ávallt fallegt að vera með smá grænt
með. Mér finnst allir jarðlitir fallegir
í páskaskrauti, gyllt og silfur líka,
en er ekki mikið fyrir mikla liti.
Mér finnst þó þessi fallegi sinneps-
guli töff og flott að blanda honum
saman við grænt og svart. Þegar
kemur að blómaskreytingum nota
ég mest greinar í vasa og blanda
grænu með og skreyti svo með fal-
legu páskaskrauti, látlaus og fallegur
stíll heillar mig.“ ■
Helgin 25LAUGARDAGUR 16. apríl 2022 FRÉTTABLAÐIÐ