Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2021, Qupperneq 24

Ægir - 2021, Qupperneq 24
24 „Fyrstu mánuðirnir hafa farið í að átta sig á rekstrinum. Reyna að skilja hann og fá hugmyndir að breyttum áherslum. Við erum í þeirri stöðu að langstærstur hluti af því sem stofnun- in vinnur að er vöktun. Hún kostar nánast alla þá peninga sem við höfum úr að spila og við þurfum að sníða okkur stakk eftir því. Það sem við er- um að reyna að horfa til er hvað við getum gert í þeirri grunnrannsókna- starfsemi sem hjálpar okkur áleiðis að því að skilja stóru hlutina. Það þýðir að við þurfum að forgangsraða og hugsanlega taka eitthvað af dagskrá. Við erum ekki komin svo langt. Við breyttum áherslunum aðeins í apríl til að gera allt sem við gátum til að tryggja að við yrðum innan fjárheim- ilda ársins í ár. Við erum því að horfa meira til ársins 2022. Við erum á byrj- unarskeiðinu í þeirri hugmyndavinnu hvernig þær áherslur verða. Ekkert er endanlega ákveðið en það eru mjög stór og knýjandi verkefni sem við þurfum að skoða.“ Þetta segir Þor- steinn Sigurðsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, í samtali við Ægi. Hann tók við starfinu í byrjun apríl í ár af Sigurði Guðjónssyni. Stór stofn gefur lítið af sér Þorsteinn rekur gang mála áfram: „Efst á listanum er að finna út skýringar á hinni mjög svo döpru nýliðun sem er í ýmsum fiskistofnum. Þar á meðal er hvers vegna nýliðun í þorski er ekki meiri eftir að stofninn stækkaði. Þorsk- stofninn er stór og hefur ekki verið stærri í áratugi. Þrátt fyrir það erum við ekki að sjá afgerandi stóra árganga koma inn. Við erum líka að sjá alveg hræðilega nýliðun í mörgum stofnum. Humarinn er náttúrulega hruninn en þetta á einnig við um löngu, blálöngu,  Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, hefur áhyggjur af slakri nýliðun margra fiskistofna. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.  Loðna í loðnuleiðangri í janúar 2018. Ljósmynd Svalhildur Egilsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.