Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Síða 26

Ægir - 2021, Síða 26
26 endilega þannig. Það er ekki svo að þó hlýni um tvær gráður að þá aukist nýlið- un í öllum fiskitegundum. Við vitum að okkar helstu nytjastofnar eru á norður- mörkum síns útbreiðslusvæðis, um það eru ýsan og skötuselurinn gott dæmi. Þegar hlýnar færa þessar tegundir sig norðar og fá þá meiri veiðilendur. Skötu- selurinn blossaði upp fyrstu árin en svo er ekkert nýtt að koma inn. Sama á við um blálönguna, lönguna og keiluna. Það eru stofnar sem eru á hraðri niðurleið því það er lítil sem engin framleiðsla í þeim.“ Til mikils ætlast fyrir lítið fjármagn Þorsteinn segir að til mjög margs sé ætl- ast af Hafrannsóknastofnun fyrir svo litla fjármuni að óhjákvæmilegt sé að forgangsraða. Það geri starfið svolítið leiðinlegt á köflum fyrir sérfræðingana þegar þeir eru stoppaðir af með sínar fínu hugmyndir af því þær kosta of mik- ið. Það sé ekki til sá vísindamaður sem segi að það sé fyrir hendi hæfilegt eða nægilegt fjármagn. Sú aðhaldskrafa sem stofnuninni hafi verið gert að starfa eft- ir í langan tíma hafi mikil áhrif, sérstak- lega þegar verið sé að verja vöktun á umhverfinu og nytjastofnum, eins og haust- og vetrarrall. Óvissan sé næg þó ekki sé farið að draga enn frekar út þeirri vitneskju sem hægt sé að nálgast með góðri upplýsingasöfnun. „Þetta er ákveðin jafnvægislist. Til eru vísindamenn sem segja að réttast væri að hætta þessari vöktun og gera aðeins alvöru rannsóknir. Hlutverk stofnunarinnar er stórt í ráðgjöf til stjórnvalda um nýtingu fiskistofnanna. Nýting snýst þó ekki bara um hversu mörg tonn er hægt að taka af tiltekinni  Rafveiði. Þarna eru starfsmenn ferskvatnssviðs að rannsaka lífríki í Elliðaám. Ljósmynd Svalhildur Egilsdóttir.  Loðna kvörnuð. Með því að telja árhringi í kvörnunum fæst aldur loðnunnar. Ljósmynd Svalhildur Egilsdóttir. Nýtt rannsóknaskip „Við eru að vinna í smíði nýs rannsóknaskips. Það er ekkert smáverkefni og er í útboðsferli þessa dagana. Tilboðin verða opnuð í byrjun október og er mikil spenna að sjá hvað út úr því kemur, en við vonumst til að þær fjórar skipasmíðastöðv- ar sem stóðust forval muni bjóða í verkefnið. Það er líka mikil tilhlökkun að fá nýtt rannsóknaskip, sem leysir Bjarna Sæmundsson af hólmi. Hann er búinn að vera í okkar þjónustu frá 1970. Hann er enn mjög gott skip, sem margir munu sakna, en eins og allt stál þá tærist það með tímanum. Skipið stenst því ekki kröfur nútímans, þó það sé gott.“  Þorskur, hinn dýrmæti nytjafiskur. Ljósmynd Svalhildur Egilsdóttir.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.