Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202214
Fyrir skömmu hlaut Háskólinn á
Hólum styrk úr Frumkvæðasjóði
Byggðastofnunar til rannsókna
og þróunar á ábyrgri eyjaferða
þjónustu. Verkefnið er unnið í
Grímsey í nánu samstarfi við
samfélagið í eyjunni og með
hags muni þess og náttúrunnar
að leiðar ljósi.
Grímsey er nyrsta byggða ból
á Íslandi þar sem útgerð hefur
verið grunnatvinnuvegur íbúa.
Eyjan er einstök náttúruparadís
við heimskautsbaug sem laðar
að sér sífellt fleiri áhugasama
ferðamenn. Þörfin fyrir að
þjónusta ferðafólk hefur að sama
skapi aukist undanfarin ár, meðal
annars vegna fjölgunar á komum
skemmtiferðaskipa. Innviðir
eyjunnar eru þó takmarkaðir og
samfélagið í Grímsey viðkvæmt þar
sem íbúum hefur fækkað samhliða
dvínandi atvinnumöguleikum.
Eyjasamfélög lítið verið
rannsökuð á Íslandi
Á Íslandi hafa smærri
eyjasamfélög í kringum landið
lítið verið rannsökuð. Markmið
verkefnisins er að rannsaka eðli
og áhrif ferðaþjónustu í Grímsey
og í framhaldi af því, vinna
stefnumótun og aðgerðaráætlun
fyrir ferðaþjónustu í eyjunni, í
anda ábyrgrar stýringar ferðamála.
Í þróun ábyrgrar ferðaþjónustu er
áhersla á það hvernig einstaklingar
og hópar bregðast við og takast á við
þau sjálfbærniverkefni sem staðið er
frammi fyrir á hverjum stað. Vinna
að verkefninu verður í takt við þá
framtíðarsýn og starfsmarkmið sem
þegar hefur verið unnin með íbúum
í gegnum byggðaþróunarverkefnið
Glæðum Grímsey.
Afla þekkingar
Rannsókninni er ætlað að afla
þekkingar á sviði eyjafræða, byggða-
og ferðamálafræða, auk þess sem
það mun hafa áhrif á nærumhverfi
með því að vinna að uppbyggingu
og atvinnusköpun í íslensku
eyjasamfélagi. Verkefnisstjóri
er Laufey Haraldsdóttir. lektor
í ferðamáladeild Háskólans á
Hólum og samstarfsaðilar eru,
auk ferðaþjónustuaðila í Grímsey,
verkefnið Glæðum Grímsey og
Rannsóknarmiðstöð ferðamála á
Akureyri. Þetta fjölþætta samstarf
mun hafa samlegðaráhrif til
þekkingarsköpunar og styrkingar
byggðar í Grímsey með auknum
búsetu- og atvinnumöguleikum á
forsendum íbúa og náttúru eyjunnar,
segir í frétt á vefsíðu Háskólans á
Hólum þar sem þetta kemur fram.
/MÞÞ
FRÉTTIR
Framkvæmdir við byggingu nýs
gagnavers við Akureyri hefjast
fyrri hluta komandi sumars og
er gert ráð fyrir að þeim ljúki og
fyrsti áfangi gagnaversins verði
tekinn í notkun á fyrri hluta
næsta árs.
Gagnaverið mun fjölga störfum í
hátækniiðnaði á svæðinu, en um 15
ný störf skapast í kringum starfsemi
þess. Það er fyrirtækið atNorth sem
stendur fyrir framkvæmdum.
Eyjólfur Magnús Kristinsson,
forstjóri atNorth, og Ásthildur
Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri,
rituðu undir viljayfirlýsingu um
byggingu og rekstur gagnaversins á
Akureyri á Listasafninu á Akureyri.
Samkvæmt viljayfirlýsingunni
leigir fyrirtækið lóð til starfseminnar
á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri
bæjarins en þetta verkefni er liður
í uppbyggingu græns iðnaðar í
höfuðstað Norðurlands.
Lóðin sem um ræðir er ætluð
undir hreinlega umhverfisvæna
starfsemi. Athafnasvæðið allt er
um 6,5 hektarar að stærð.
Dreifa starfseminni og
áhættunni
„Akureyri er mjög fýsilegur
kostur fyrir þessa starfsemi,“
segir Eyjólfur, en félagið rekur
gagnaver í Hafnarfirði, Reykjanes-
bæ og Stokkhólmi í Svíþjóð og
er mikil eftirspurn eftir þjónustu
þess. Í kjölfar eldgossins í
Geldingadölum á Reykjanesi í
fyrra hafi umræða um að skoða
fleiri staði farið af stað, enda
ákveðinn veikleiki að vera með
allt á sama stað.
„Með því að dreifa starfseminni
dreifum við líka áhættunni,“ segir
hann.Möguleikar hafi opnast til
að setja á fót orkufrekan iðnað
á Akureyri með tilkomu Hólasand-
línu 3 sem liggur milli Akureyrar
og Hólasands og eins Blöndulínu
sem liggur til Akureyrar
frá Blönduvirkjun.
„Eftir að raforkumálin í Eyjafirði
eru komin í betra horf er Akureyri
einn besti kostur sem hægt er að
hugsa sér fyrir starfsemi gagnavers,“
segir Eyjólfur.
Þekking til staðar og góðar
samgöngur
Þar komi nokkrir þættir til sem
skipti sköpum, en auk þess sem
afhendingaröryggi raforku er
fyrir hendi nú, er fyrir á svæðinu
þekking sem nauðsynleg er og
þá eru samgöngur góðar, gott
innanlandsflug og innan tíðar bætist
beint flug til útlanda við.
„Það eru líka til staðar fyrirtæki
sem geta veitt okkur þjónustu við
reksturinn og viðhald á tæknibúnaði
okkar,“ bætir hann við.
Fyrirtækið mun bæði veita
erlendum og innlendum viðskipta-
vinum þjónustu frá gagnaverinu á
Akureyri. „Vistun og vinnsla gagna
fer þá fram á fleiri stöðum en áður,
aðgengi að gagnatengingum úr
landi verður betra og öryggismálum
verður enn betur fyrir komið,“
segir Eyjólfur.
Eyjólfur segir að hafist verði
handa við framkvæmdir í byrjun
sumars og gert ráð fyrir að hægt verði
að taka gagnaverið í notkun einhvern
tíma á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
„Við höfum undirbúið málið vel
og það tekur ekki langan tíma að reisa
byggingarnar,“ segir hann. Kostnaður
við fyrsta áfanga verksins nemur á
bilinu 2 til 3 milljarða króna og gert
er ráð fyrir að um 15 starfsmenn starfi
við gagnaverið til að byrja með.
Jákvæð samfélagsáhrif
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri
á Akureyri, fagnaði þeirri upp-
byggingu sem fyrirtækið atNorth er
að hefja á Akureyri og segir hana
styrkja atvinnulífið á svæðinu.
„Þetta verkefni rímar vel við
nýlegar innviðaframkvæmdir
á Norðausturlandi sem tryggja
raforkuflutning inn á svæðið.
Aukið öryggi í flutningi raforku
inn á Eyjafjarðarsvæðið gerir
uppbyggingu af þessu tagi mögu-
lega með öllum þeim jákvæðu
samfélagsáhrifum sem fylgja,“
segir Ásthildur. /MÞÞ
Kæli- og frystiklefar í öllum
stærðum og gerðum
Margar gerðir af
vélbúnaði fyrir
kæli- og frystiklefa
Mikið úrval af hillum
Járnháls 2 - 110 Reykjavík
Sími 440 - 1800
www.kaelitaekni.is
Kælitækni er leiðandi í sölu
og uppsetningu á kerfum með
náttúrlegum kælimiðlum
Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth, og Ásthildur Sturludóttir,
bæjarstjóri á Akureyri, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur
gagnavers sem reist verður á athafnasvæði við Akureyri. Gert er ráð fyrir
að það verði tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs og skapa um 15 störf til
að byrja með. Kostnaður nemur á bilinu 2 til 3 milljörðum króna. Mynd / MÞÞ
Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri:
Hefjast handa í sumar og fyrsti
áfangi klár snemma á næsta ári
Háskólinn á Hólum:
Rannsókn á þróun ábyrgrar
eyjaferðaþjónustu
Grímsey. Mynd / Akureyri.is
HMS hlýtur viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022:
Árangursrík uppbygging starfs-
stöðvar á Sauðárkróki
Samtök sveitarfélaga á Norður
landi vestra, SSNV, hafa veitt
Húsnæðis og mann virkja
stofnun, HMS, viður kenn
inguna Byggða gleraugun 2022
fyrir árangursríka upp byggingu
starfsstöðvar stofnunar innar á
Sauðárkróki.
Byggðagleraugun er viður-
kenning sem stjórn SSNV veitir
til ráðuneytis
eða stofnunar
sem þykir hafa
skarað fram úr
í fjölgun starfa/
verkefna í
landshlut anum
eða með öðrum
hætti stuðlað að
uppbyggingu hans.
Starfsstöðin hefur mikla þýð-
ingu fyrir sam félögin á Norð urlandi
vestra og þykir fyrir myndardæmi
um árang ursríkan flutn ing verkefna
á landsbyggðina. Starfs stöðin hefur
vaxið jafnt og þétt undanfarin
misseri og fer starfs mönnum
fjölgandi með fjölgun verkefna.
Vinnustaður eins og HMS hefur
mikla þýðingu fyrir samfélagið,
segir á vef samtakanna.
„Stjórn HMS hefur frá
upphafi lagt mikla áherslu á að
ekki bara viðhalda starfsemi á
Norðvesturlandi heldur að efla hana
og styrkja. Frá því HMS var stofnað
hefur stöðugildum á Sauðárkróki
fjölgað um meira en þriðjung og í
dag eru tæplega 30 starfsmenn sem
tilheyra starfsstöðinni.
Það felast mikil tækifæri í
að reka opinbera þjónustu á
landsbyggðinni, starfsumhverfið
er frábært og lífsgæði starfsmanna
eins og best
verður á kosið,“
segir Hermann
Jónasson, for-
stjóri HMS.
I n g i b j ö r g
Huld Þórðar-
dóttir segir á
vef samtakanna
að eitt helsta baráttumál íbúa á
Norðurlandi vestra hafi verið
fjölgun starfa í landshlutanum,
störf séu það sem skiptir mestu
þegar kemur að því að fjölga
íbúum og efla samfélögin. „Fjölgun
opinberra starfa er einn liður í því.
Það er afar ánægjulegt að finna
skilning stjórnenda HMS á því
hvaða tækifæri felast í því fyrir
stofnanir að efla sínar starfsstöðvar
á landsbyggðinni og það er þess
vegna sem ákveðið var að veita
HMS viðurkenninguna að þessu
sinni,“ segir hún. /MÞÞ