Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202250 Á markaði fegurðar og eilífrar æsku hafa nú suður-kóreskar snyrtivörur farið eins og stormsveipur um heimsbyggðina og má segja að ekkert lát virðist á. En hvert er leyndarmálið? Sagan segir að ímynd kóreskrar fegurðar hafi orðið til á tímum konungsríkjanna þriggja þar sem fegurðarmenning – ef svo má að orði komast – var í hávegum höfð. Margar húð- og förðunarvörur voru unnar úr náttúrulegum innihaldsefnum plantna og ilmolía sem var gjarnan blandað við vörurnar til að draga úr streitu eða þreytu. Að hafa ljósa og ljómandi húð þótti eftirsóknarverðust og þykir enn í dag, en framleiðendur kóreskra snyrtivara leggja mikla áherslu á að neytendum þeirra hlotnist sú gleði. Mörgum er það kappsmál að ná fullkomlega jöfnum húðlit. Hin dæmigerða daglega þriggja þrepa rútína hjá almennum neytendum – að nota hreinsiefni, andlitsvatn og rakakrem – er ívið meiri í Suður- Kóreu, en þá er húðumhirða á bilinu sjö til tólf þrepa, með áherslu á að gera húðina raka með mildu, náttúrulegri hráefni. Sumir myndu líta á sjö til tólf þrepa andlitshreinsun frekar mikið af hinu góða en komið hefur í ljós skv. vísindamönnum er stóðu fyrir rannsókn á málefninu að staðreyndin er einmitt á hinn bóginn. Hunda eða kattaaugu, sniglaslím og perlur Rótgróið er í kóreskri menningu að hugsa vel um húðina frá unga aldri, bæði með hreinsun og því sem fólk lætur inn fyrir varir sínar. Þekkt andlit þarlendis eru því jafnan afar fersk ... ef svo má að orði komast, allt að hrukkulaus og barnsleg auk þess sem bæði snyrting augnaumgjarðar og vara ýtir undir unglegt og saklaust útlit. Beinar augabrýr þykja yngja auk þess sem öfugt við flesta þá sem nota augnblýant og hafa masterað augnlínu sem kölluð er „cat-eye“ velja þeir sem þykja mest móðins í förðunarheimi Kóreu frekar það sem þeir kalla „puppy-dog-eyes“ eða hvolpaaugu. Þá er augnlínan dregin niður í stað þess að vísa upp. Vegna þess hve mikil samkeppni er í kóreskum fegurðariðnaði hvað varðar gæði er mikið um rannsóknarvinnu við framleiðslu og samsetningu varanna auk þess sem aðstandendur skorast ekki undan að kynna ný, einstök hráefni í formúlurnar sínar. Þar má nefna sniglaslím (rakagefandi) muldar perlur (gefa ljóma) grænt te (fyrir feita húð) og propolis – kvoðukennt vax sem býflugur nota til að styrkja bú sín og halda örverum í skefjum (skaðlegt bakteríum semsé) og hafa þessi innihaldsefni gefið ótrúlega góða raun. Fegurðariðnaðurinn rúmum tíu árum á undan öðrum í þróun Telja þeir sem vit á hafa að fegurðariðnaður Suður-Kóreu sé rúmum 10 árum á undan öðrum í heiminum og áhugavert er að árið 2017 var hann metinn á rúmlega 13 milljarða Bandaríkjadala. Einnig er bent á að þótt aðrir jarðarbúar séu að uppgötva K-beauty, eins og þessi ógurlegi stormsveipur snyrtimenningar Kóreubúa hefur verið nefndur, þá hefur hún alltaf verið til, en áhugi hafi aukist á síðastliðnum árum samhliða auknu veldi samfélagsmiðla, áhrifavalda og bloggara. Álitið er að markaður kóreskra snyrtivara sé kominn til að vera, bæði vegna þess hve yngri neytendur eru meðvitaðir um umhverfi sitt, umhverfisáhrif og hvernig náttúrulegar auðlindir fara vel með bæði ytri og innri mann. Meiri meðvitund er varðandi fæðu sem innbyrt er, auk þess sem vakandi auga er nú á dýraníði hverslags. Árið 2010 lögðu suður-kóresk stjórnvöld annars blátt bann við því að snyrtivörur yrðu prófaðar á dýrum og er stór hluti þjóðarinnar hlynntur grænmetisáti. Allt teljast þetta jákvæðar forsendur í nútíma samfélagi og góð fyrirmynd á heimsvísu. Svo verður að hafa í huga að ef kóreski fegurðariðnaðurinn er í raun tíu árum á undan okkur hinum er ekki vitlaust að hafa það í huga ef ætlunin er að yngjast með árunum. /SP K-Beauty: Kóresk húðumhirða byggir á hefð náttúrulegra hráefna Hér á fyrri myndinni má sjá þá augnmálningu er Kóreubúar aðhyllast – þá hvolpaaugu í stað hinnar klassísku uppsveigðu augnlínu kattarins. Að hafa ljósa og ljómandi húð þykir afar eftirsóknarvert í Suður-Kóreu. Mynd / Unsplash Við þurfum ekki öll að sigra heim- inn. Margt smátt gerir eitt stórt og þannig ber okkur að hugsa þegar kemur að aðgengi. Við skulum fyrst og fremst huga að okkar nærumhverfi og þeim verkefnum sem við sjálf vinnum að og standa okkur nærri. Hér koma nokkrar hugmyndir um hluti sem ég tel mikilvæga og ættu allir að geta fundið eitthvað sem þeir geta gert: Stofnanir og fyrirtæki þurfa að innleiða aðgengi í alla sína vinnuferla og hafa aðgengi til hliðsjónar í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Aðgengismál eiga að vera hluti af fyrirtækjamenningu. Hér koma nokkur dæmi um aðgengi innan stofnana og fyrirtækja: • Aðgengi hjólastóla, rampar, skábrautir o.s.frv. • Skýrar og góðar umhverfis- merkingar. • Gæta þess að handrið sé á öllum tröppum og þær merktar með afgerandi lit, þ.e. tröppunef. • Engar hindranir á gangvegi. Leiðarlínur og áherslusvæði fyrir blinda og sjónskerta. • Huga að hljóðvist. Er mikill kliður eða bergmál? • Hafa þægilega og góða lýsingu. • Aðgengi að salernum fyrir fatlaða. • Góðar og skýrar merkingar á lyftuhnöppum. Talandi lyftur. • Aðgengileg heimasíða. • Ekki aðeins huga að aðgengi fyrir viðskiptavini. Starfsfólk nýtur einnig góðs af góðu aðgengi. • Bjóða upp á að hafa samband í síma, spjallglugga og tölvupósti eða að koma á staðinn. Sami samskiptamátinn hentar ekki öllum. • Huga þarf að aðgengi þegar kemur að lausnum á borð við sjálfsafgreiðslukassa, hrað- banka, innskráningarskjái o.fl. • Huga að aðgengi utandyra sem og innandyra. • Vera með augljósar og opnar samskiptaleiðir þar sem almenningur getur komið ábendingum til skila, t.d. varðandi aðgengismál. Þegar verið er að byggja, breyta eða endurnýja húsnæði skal huga að aðgengismálum frá upphafi. Kröfur um aðgengi og algilda hönnun má m.a. finna í núgildandi byggingarreglugerð. Einnig þarf við hönnun, breytingu eða skipulagningu á svæði utandyra að huga að aðgengi og má þar nýta sér nýlegar leiðbeiningar um „Hönnun fyrir alla – algild hönnun utandyra“ sem nálgast má á vef Vegagerðarinnar. Við smíði á nýju vefsvæði eða smáforriti er brýnt að huga að aðgengismálum frá upphafi og í gegnum allt ferlið. Notast skal við WCAG aðgengisstaðalinn þegar kemur að stafrænu aðgengi, gera notendaprófanir o.s.frv. Einstaklingar sem vilja láta gott af sér leiða og stuðla að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra geta t.d. sótt smáforritið Be My Eyes og skráð sig sem sjálfboðaliða. Almenningur getur einnig sent ábendingar á sveitarfélög í gegnum heimasíður þeirra, komi þeir auga á eitthvað sem betur má fara, t.d. bilaðir ljósastaurar, illa farnir göngustígar, óaðgengilegar byggingar eða vefsíður o.s.frv. Komum ábendingum áleiðis frekar en að bölva í hljóði. Listinn hér að ofan er langt frá því tæmandi og það er fjölmargt sem við sem einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir getum gert, auk ríkis og sveitarfélaga. Ef þú hefur einhverjar spurningar, vilt óska eftir ráðgjöf eða fá frekari upplýsingar, hvet ég þig til að hafa samband við okkur hjá Blindrafélaginu í síma 525 0000 eða senda tölvupóst á netfangið adgengi@blind.is. Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins Bætt aðgengi fatlaðra Vissir þú að: Blindrafélagið er í samstarfi við ýmis fyrirtæki og er með umboð fyrir ýmsar vörur hérlendis er snúa að aðgengismálum? Við getum veitt ráðgjöf og útvegað lausnir sem stuðla að bættu aðgengi, hvort sem það er í raunheimum eða stafrænum lausnum: • Umboðsaðili fyrir leiðarlínur og aðrar umhverfismerkingar frá fyrirtækjunum Handi-Friendly frá Tékklandi og Olejár frá Slóvakíu. • Umboðsaðili ReadSpeaker á Íslandi. Talgervislausnir á borð við vefþuluna (hlusta hnappinn) og fleira. • Samstarfsaðili Siteimprove á Íslandi. Siteimprove býður lausnir sem snúa að því að bæta gæði vefsvæða, allt frá aðgengi upp í leitarvélabestun. • Umboðsaðili NaviLens á Íslandi. NaviLens er ný og spennandi tækni fyrir merkingar í umhverfi, vörum og í raun hverju sem er. • Samstarfsaðili Be My Eyes á Íslandi. Með Be My Eyes appinu geta sjáandi einstaklingar aðstoðað blinda og sjónskerta notendur með ýmis hversdagsleg verk með einföldum hætti. Hlynur Þór Agnarsson. UTAN ÚR HEIMI LESENDARÝNI Húsdýrabúskapur byggist á því að menn halda skepnur og hafa gott af þeim á einhvern hátt en þeir leggja þeim líka gott til á móti. Þannig er grundvallareðli málsins. Þetta eru því í raun gagnkvæm samskipti, þó þeim sé ekki komið á með gagnkvæmu upplýstu samþykki beggja aðila, sem er eðli málsins samkvæmt ómögulegt. Þó má mjög víða og oft sjá jákvæð og meira að segja sterk jákvæð viðbrögð hins mállausa aðila innan þessara samskipta, jafnvel einlæga langvarandi vináttu. Það er jafn vel þekkt, að einlæg eftirsjá og söknuður eigenda eftir missi á hjartfólgnum dýrum sínum er til staðar hjá eigendum. Um það eru til ótal sögur. Húsdýrabúskapur er yfirleitt rekinn á eins mannúðlegan máta og kostur er og engir eru gegnumsneitt eins miklir dýravinir og húsdýrabændur þó það sé ekki vani þeirra að bera yfirlýsingar þar um á torg. Þeir fordæma yfirleitt allt dýraníð og eru í mörgum tilvikum hver öðrum aðhald og hjálp í velferðarmálum húsdýra. Vel er líka þekkt hvernig þeir yfirleitt bregðast við í alvarlegum tilvikum, þegar slys eða óhöpp koma upp í hjörðum eða á einstaklingum. Hjálparhöndin er þá nær alltaf tiltæk. Án húsdýrabúskapar væru fæst íslensk húsdýr yfirleitt til og viðleitni bænda til að hafa hagnað af bústarfsemi sinni er fólgin í því að búa vel að skepnunum og tryggja þeim velsæld. Í fljótu bragði man ég ekki það húsdýrahald sem byggist á því að fara illa með skepnur. Enda reyna yfirvöld víðast hvar að koma í veg fyrir slíkt með boðum og bönnum, lögum og reglugerðum, eftirliti og viðeigandi áróðri. Það væri þá kannski helst nauta- og hanahald í löndum þar sem nauta- og hanaat er þjóðarsport, en fyrir utan sjálft atið er þó ekki endilega illa búið að skepnunum. Án húsdýrahalds væru langflestar þessara skepna ekki til og villt líf þeirra í íslenskri náttúru væri allt erfiðara og þrautameira og allir stofnar þeirra sáralitlir. Ef íslenski hesturinn ætti að lifa villtur í íslenskri náttúru væri ástand hans allt annað en það er í búskapnum. Hvað ímynda menn sér að stofninn væri þá stór og hvernig ímynda menn sér að líðan dýranna að vetri og ástand einstaklinganna væri á vorin? Þessar spurningar má yfirfæra á öll hin húsdýrin, hænsni, nautgripi, svín og svo framvegis. Líklega væru það helst sauðkindur sem spjöruðu sig í smærri hópum á takmörkuðum svæðum. Þar sem fé hefur lagst út og myndast hafa villistofnar þess hefur þeim verið eytt, nú síðast í Tálkna í nafni mannúðar. Það var ekki talið réttlætanlegt af þar til bærum yfirvöldum, ekki mannsæmandi, að þessar kindur væru til vegna þess hversu hörð kjör þær bjuggu við. Eðli blóðmerabúskapar er ekki frábrugðið eðli annars húsdýra- búskapar, báðir aðilar hafa hag af, og það eru ekki sjáanlegar aðrar frambærilegar ástæður fyrir banni á blóðmerabúskap í því áróðursstríði sem nú er háð gegn þessum búskap en siðferðilegar. Ef blóðmerabúskapur verður bannaður hér á landi, á íslensk þjóð siðferðilega ekki annarra kosta völ en að endurskoða, ekki bara annan hrossabúskap, heldur allan annan húsdýrabúskap í landinu. Annað væri skinhelgi og hræsni. Hér má meira að segja bæta við öllu gæludýrahaldi líka. Og í framhaldi af þessu má líka spyrja: Er það sanngjarnt af hendi ríkisvaldsins gagnvart þeim 100 bændum sem stunda þessa búgrein, blóðmerahald, að setja þá eina og sérstaklega undir siðferðilegt mæliker? Páll Imsland Blóðmerahald í samanburði við annan húsdýrabúskap Páll Imsland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.