Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202212 Skrifað hefur verið undir samning um uppbyggingu nýs íbúðahverfis, Ölduhverfis, í landi Kropps í Eyjafjarðarsveit. Nýja hverfið verður hluti af þéttbýliskjarnanum við Hrafnagil, en þar er að finna alla helstu þjónustu sveitar­ félagsins, s.s. leik­ og grunn skóla, sundlaug, íþróttahús og skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Byggð ar verða 200 nýjar íbúðir í hverfinu. Til viðbótar verður íbúðum í Hrafnagilshverfi fjölgað verulega. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, segir að Ölduhverfi verði mikilvæg viðbót við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Hrafnagilshverfi og rími vel við þá stefnu sveitarfélagsins að byggt sé upp í og við þann þéttbýliskjarna. Þegar framkvæmdum í Ölduhverfi lýkur auk þeirra svæða annarra í Hrafnagilshverfi er búist við að í allt verði um 400 íbúðir í boði í þéttbýliskjarnanum og íbúar í allt um 900 talsins. Nú eru þar fyrir um 80 íbúðir en fyrir liggur að fjöldinn mun tvöfaldast með nýju deiliskipulagi sem er í auglýsingu. Sveitarfélagið er sjálft að hefja viðamikla uppbyggingu í innviðum sínum með byggingu á nýjum leikskóla og metnaðarfullum endurbótum á Hrafnagilsskóla, bókasafni sveitarfélagsins og íþróttaaðstöðu fyrir almenning. Mikilvægt sé að sjá fram í tímann hvernig byggð þróist en Ölduhverfi sé stór partur af því. Um 500 íbúar í fullbyggðu hverfi Finnur Yngvi segir að Ölduhverfi muni auka breidd þeirra búsetukosta sem í boði eru í sveitarfélaginu „en íbúðirnar virðast vera fjölbreyttar og henta mjög vel, hvort sem er fyrir þá sem eru að byrja að búa, fjölskyldufólk eða eldri íbúa sveitarfélagsins,“ segir hann. Í fullbúnu hverfi verða um 200 íbúðir. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Ölduhverfi hefjist síðari hluta þessa árs. Uppbyggingin verður í einkaframkvæmd, þar er átt við uppbyggingu og lagningu innviða, s.s. gatna- og stígagerð og fráveitukerfi. Að þeirri uppbyggingu lokinni mun Eyjafjarðarsveit taka við og eignast opin svæði, lóðir, götur, gangstíga og aðra þá innviði sem tilheyra rekstri sveitarfélaga og annast viðhald þeirra til frambúðar. Hverfið er umlukið skógi Í nýja hverfinu er gert ráð fyrir lágri byggð eins til tveggja hæða húsa, einbýlis-, par- og raðhúsum ásamt litlum sex til átta íbúða fjölbýlishúsa. Byggðin mun falla vel að landslaginu og landhalli á svæðinu verður nýttur til að allar íbúðir hverfisins njóti mikils útsýnis. Góð aðstaða verður í hverfinu fyrir þá sem kjósa rólegt og fallegt umhverfi og njóta um leið góðrar aðstöðu til útivistar. Hverfið er að mestu umlukið skógi, en á undanförnum árum hefur verið staðið fyrir umfangsmikilli skógrækt á svæðinu á rúmlega 100 hektara svæði. Stórt opið svæði er í miðju hverfinu sem einnig tengist fjölbreyttum skógarstígum og vinsælum hjóla- og göngustíg milli Akureyrar og Hrafnagils. /MÞÞ FRÉTTIR Landbúnaðarnefnd Sveitar félagsins Skagafjarðar fagnar þeim áformum HS Orku, Fóður blöndunnar og Kaupfélags Skagfirðinga að kanna hag kvæmni þess að reisa innlenda áburðar verksmiðju. „Slík verksmiðja gæti aukið sjálfbærni innlendrar matvælaframleiðslu og samtímis skapað öruggari skilyrði til fóðuröflunar í landbúnaði. Óheyrilegar hækkanir á innfluttum áburði gera enn augljósari nauðsyn þess að framleiða sem mest af innlendum áburði, lífrænum sem ólífrænum,“ segir í bókun landbúnaðar nefndar. /MÞÞ Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Byggðin mun falla vel að landslaginu og landhalli á svæðinu nýttur til að allar íbúðir hverfisins njóti mikils útsýnis. Mikil uppbygging fram undan í Eyjafjarðarsveit: Framkvæmdir við nýtt Ölduhverfi í landi Kropps hefjast í sumar – Íbúðum í Hrafnagilshverfi verður fjölgað um helming Um 200 íbúðir verða byggðar í Ölduhverfi og má gera ráð fyrir að íbúarnir verði um 500 í allt þegar hverfið verður fullbyggt. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, og Viðar Helgason, talsmaður Ölduhverfis, undirrita samning um uppbyggingu Ölduhverfis í landi Kropps skammt norðan við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar: Fagna áformum um áburðarverksmiðju Hörgársveit: Styrkir varmadæluvæðingu vegna húshitunar Forsvarsmenn Hörgársveitar höfðu frumkvæði að því að fá ráðgjafa til að skoða varma­ dæluvæðingu í sveitar félaginu. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri segir að varmadæluvæðing sé meðal annars til komin vegna þess að ekki sýndist hagkvæmt að leggja hitaveitu á öll svæði sveitarfélagsins. Alls eru 19 íbúar að skoða þann kost að setja upp varmadælu í híbýlum sínum, en sveitarfélagið veitir styrki til verksins. „Varmadælur eru nú orðnar mjög hagstæður kostur í rekstri húshitunar, þannig að um hagkvæman kost ætti að vera að ræða til framtíðar til að losna við kostnaðarsama rafhitun, enda er gert ráð fyrir í nýjum reglum að niðurgreiðslur haldi áfram,“ segir Snorri. Í framhaldi af heimsókn ráðgjafa í sveitarfélagið sem skoðaði kosti varmadæluvæðingar þar var ákveðið að Hörgársveit myndi veita fjárstyrk til þeirra fasteignaeigenda í sveitarfélaginu sem taka inn slíka dælu og draga þar með úr notkun raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis. Snorri segir að miðað sé við að föst búseta og lögheimilisskráning sé í íbúðarhúsnæðinu og að það sé á svæði þar sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Á nokkrum svæðum innan sveitarfélagsins háttar svo til að því verði ekki við komið að nýta hitaveitu, ýmist tæknilega eða með hagkvæmum fjárhagslegum hætti. Kostnaður við kaup og upp- setningu varmadæla er að meðaltali um 2,3 milljónir króna á hverjum stað. Ráðgjafarþjónusta kostar 300 þúsund krónur að auki þannig að upphæðin nemur um 2,6 milljónum króna fyrir hvern þann sem tekur inn varmadælu. Orkustofnun hefur gefið út að hún styrki verkefnið um 1,0 milljón, Hörgársveit ætlar að styrkja verkefnið um 600 þúsund krónur, þ.e. sveitarfélagið mun greiða ráðgjafarþjónustuna og veita 300 þúsund krónur að auki í styrk vegna kaupa á varmadælunni. Má því áætla að kostnaður fasteignaeigenda verði nálægt einni milljón króna. Snorri segir að þessi upphæð sé svipuð og ef viðkomandi fasteignaeigandi þyrfti að greiða fyrir heimtaugagjöld vegna hitaveitu, ekki síst þar sem fjarlægðir yrðu miklar frá stofnæð hitaveitunnar. /MÞÞ Borgardalur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.