Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 37 Upplýsingar flugnanet@gmail.com www.ölfus.is sími 8959801 Flugnanet Flugnanet Nú er orðið tímabært að panta net fyrir glugga og hurðir, sumarið er handan við hornið! Tíminn er fljótur að líða... Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Lely Center Ísland Grammer sæti Gæða tréhús frá Svíþjóð Lövfjarden hús er á tveimur hæðum með stórum gluggum sem hleypa inn mikilli birtu. Gert er ráð fyrir 65m2 plássi undir eldhús og stofu, sem gefur mikla nýtingarmöguleika. Allt byggingarefni fyrir ofan grunn; til dæmis fullbúið eldhús, þvottavél og þurrkari, innbyggt ryksugukerfi, og parket. Allar teikningar og annað sem þarf til, er sótt er um byggingarleyfi. Frekari upplýsingar má fá með því að hafa samband. Veffang: hinrik@floodstra.com · Sími: 0046 705741099 · Vefsíða: www.floodstra.com/ Floods Trähus Byggjum nýtt! Einhverjir eru svo hrifnir af því að blanda við kornið hnetusmjöri eða hunangi en segja má að möguleikarnir séu óteljandi. Eigandi sælgætisverslunar, Charles Cretors nokkur að nafni, fann svo upp fyrstu poppvélina á vagni ef svo má að orði komast og kynnti hana stoltur á heimssýningunni árið 1893. Nokkurt æði hófst um þessar stundir hvað varðaði poppkorn og tóku ljóðskáld sig til og ortu ljóð í miklum mæli um þetta ágæta snarl, samkvæmt vefsíðum er mæra sögu poppkorns. Sóðalegt eða sæmandi? Vinsældir poppkornsins jukust mikið þegar bíómyndirnar komu til sögunnar og kvikmyndahúsin tóku að selja popp – enda er poppkorn bæði afar ódýrt og skemmtilegt til átu. Framan af töldu eigendur kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum þó poppkorn bæði sóðalegt og ekki háttvirtum bíógestum sæmandi þar sem yfirlætislegur bragur var á bíóferðum fyrst um sinn. Það breyttist þó í kreppunni í kringum seinni heimsstyrjöldina, en vegna almennrar fátæktar auk sykurskorts var ekki hlaupið að því að selja eins og menn vildu af gosdrykkjum og sætindum. Var þá tekið til þess bragðs að bjóða upp á blásinn maís sem seldur var á niðursettu verði en þó í smörtum umbúðum á borð við kramarhús. Upphaflega voru það þó götusalar sem stóðu fyrir poppkornssölunni, en þeir komu sér gjarnan fyrir fyrir utan kvikmyndahúsin og buðu upp á glaðninginn fyrir örfáar krónur og má segja að eigendur kvikmyndahúsanna hafi ekki séð sér annað fært en að stela hugmyndinni og gleðja gesti sína með hinu sama. Á örfáum árum þrefaldaðist þannig neysla Bandaríkjamanna á poppkorni. Kemur sumum á óvart! Poppkornsát okkar Íslendinga hóf sjálfsagt göngu sína á svipuðum tíma, en í dagbaðinu „Frjáls þjóð“, sem gefið var út í nóvember árið 1955, fjallar þar greinarhöfundur nokkur, húsmóðir, um kynni sína af „pop-cornsgerð“. „Maður setur svolítið smjörlíki i pott (25 g. er meira en nóg, sé potturinn ekki mjög stór) og hitar það, síðan setur maður maís út i, ekki meira en botnfylli, og hlemm yfir pottinn. Eftir stutta stund byrja miklir smellir og skollir í pottinum, en varazt skyldi að taka hlemminn af til að forvitnast um, hvað sé að gerast, þá á maður á hættu að fá allt framan i sig. Hins vegar er gott að skaka pottinn dálítið til að hindra, að festist við botninn. Þegar smellirnir hætta, er potturinn tekinn af vélinni, og nú er óhætt að líta á matseldina. Ég hef sjaldan orðið eins hissa og þegar ég tók hlemminn af fyrsta pottinum – hann var sem sagt fullur, af, hvítu ilmandi poppkorni. Síðan er stráð salti yfir og etið!“ Misbýður öðrum ... Ekki voru þó allir jafn yfir sig hrifnir af poppkornsáti í bíósölum og Bandaríkjamenn. Í vikublaðinu Fálkanum, sem gefið var út í maí árið 1963, kemur fram kvörtun vegna þess í lesendadálki blaðsins. Þar finnst þeim er skrifar poppkornsát mikill ósiður sem eigendur kvikmyndahúsa ættu að taka fyrir. „Það er óttalegt að heyra skrjáfið í umbúðunum, kjamsið, ropið og hikstana sem þessu fylgir. Og svo er það iðulega að maður heyrir ekki það sem leikararnir eru að segja vegna þessa hávaða. Að maður nú tali ekki um hvernig húsið lítur oft út eftir sýningar. Gólfið þakið þessum óþverra. Ég skrifa þetta bréf vegna þess hve mér hefur oft sárnað yfir góðri mynd út af þessu og vona að þú birtir þetta bréf því ég veit að margir eru mér sammála. Stjáni.“ Sá er dálknum svarar er svo hreint alveg á sama máli og aukreitis bendir viðkomandi á að einnig sé hvimleitt þegar fólk sé símasandi meðan á sýningunni stendur, eða sé á einhverju róli. Örbylgjupoppið gleður Nú, á heimsvísu, þegar poppkorn hafði fest sig í sessi sem mis- skemmtileg viðbót dag- legs lífs urðu allt í einu afföll í sölunni. Sjónvarpið kom til sögunnar. Ekki leið þó á löngu áður en sala á maísbaunum rauk upp, enda fannst unnendum sjónvarpsgláps ekki verra að hafa eitthvað kunnuglegt að maula þegar horft var á skjáinn. Er örbylgjuofninn kom á almennan markað í kringum 1970 leið ekki á löngu þar til „örbylgjupopp“ svokallað var fundið upp. Eiga margir góðar þriggja mínútna minningar fyrir framan örbylgjuofninn er beðið var eftir því að baunirnar spryngju inni í pokanum og lykt af bráðnu smjöri í bland við salt fyllti vitin. Þegar farið hefur verið léttilega yfir sögu poppkorns er óhætt að segja að vinsældir þess hafa hvergi dalað nú einhverjum þúsundum ára frá því að neysla þess hófst. Að auki ætti að hafa í huga hversu ríkt það er þeim efnum er minnka líkur á krabbameini – auk þess sem hægt er að gera sér sína eigin persónulegu blöndu, hvort sem viðkomandi hallast frekar að almennu ostapoppi eða einhverju meira framandi. Örbylgjupoppkorn er alltaf jafn vinsælt. Vinsældir poppkorns urðu til þess að auglýsendur urðu að hafa sig alla við til að láta sér detta í hug skemmtileg tilbrigði þess. Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Lensidælur S. 666 6012 / batavorur.is Gott úrval af lensidælum og rofum Handvirkar, 600, 1100, 2000, 3500 og 4700 GPH 12V & 24V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.