Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202248
MATARKRÓKURINN
LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR
Bændurnir í Mjósyndi keyptu af
Bjarka Reynissyni og Valgerði
Gestsdóttur 2020 og fluttu hingað
í júlí sama ár.
Þau eru að klára að breyta
fjósinu í hesthús með inniaðstöðu
og kartöflugeymlan er orðin fínasta
fjárhús.
Býli: Mjósyndi.
Staðsett í sveit: Flóahreppi í
Árnessýslu.
Ábúendur: Grétar Geir Halldórs
son, Anna Linda Gunnarsdóttir og
Katrín Eva Grétarsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við þrjú og sonardóttir okkar
Grétars og Önnu, hún Gabríela
Máney Gunnarsdóttir, 10 ára. Það
eru þrír hundar, Brúnó, Ugla og
Rösk ásamt köttunum Tófu og
Nölu.
Stærð jarðar? Um 130 hektarar.
Gerð bús? Hross og fé.
Fjöldi búfjár og tegundir? 35
hross og 34 kindur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Grétar og Anna vinna úti frá
búinu, Gabríela fer í skólann og
Katrín rekur tamningastöð hér
á daginn og kennir á kvöldin.
Eftir vinnu er fénu sinnt og tekin
staðan á útiganginum og þeim
gefið eftir þörfum. Á jörðinni eru
folaldsmerar, tryppi og stóðhestar,
bæði frá okkur og öðrum.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Það eru engin leiðinleg
verk í sveitinni en girðingavinna
er ekki vinsæl. Skemmtilegustu
verkin eru að sinna fénu (Anna),
setja upp ljós, helst útiljós (Grétar),
útreiðar á góðum hestum (Katrín
og Gaby).
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm
ár? Svipaðan, að það sé rekin
tamningastöð og hrossarækt ásamt
að hafa nokkrar kindur.
Hvar teljið þið að helstu tæki-
færin séu í framleiðslu íslenskra
búvara? Vöruþróun og hreinleika.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur og smjör.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Föstudagspitsan.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar fyrstu folöldin
og lömbin fæddust hér.
Bleikja, blómkál og andabringur
Nú þegar líða fer að vori er gott að
byrja njóta, gera salat með fersk-
um tómötum og ferskri basilíku.
Bakað tómatsalat
› 4 stórir tómatar eða 1 pakki af
kirsuberjatómötum (líka hægt að nota
ferska tómata, ekki bakaða)
› 15 ml balsamedik
› nokkur basilíkulauf
› 50 ml olía (t.d. ólífuolía)
› salt og pipar
Takið tómatana og skerið niður eftir
stærð, bakið í ofni við 100 gráður
í 12 klukkustundir, raðið þeim
fallega upp á disk og stráið söxuðum
basilíkulaufum yfir. Setjið síðan
balsamedik og olíu yfir allt saman.
Kryddið með salti og pipar.
Maríneraður lax eða bleikja með
blómkáli
Nú þarf að vinna niður síðasta veiði
sumarið úr frystinum og gera pláss,
eða nota eldisfisk sem hægt er að fá
ferskan allt árið.
› 250 g laxaflök, roðlaus og beinlaus
› 2 hvítlauksgeirar
› 1 lime eða annar sítrusávöxtur
› salt og pipar
Skerið bleikju eða lax í
23 cm teninga. Rífið
niður limebörk og
blandið honum saman
við limesafa og smátt
saxaðan hvítlauk.
Veltið fisk tening unum
upp úr blöndunni og
kryddið með salti og
pipar. Það er passlegt
að marinera fiskinn
í eina eða tvær
klukkustundir.
Sýran í sítrusávextinum
eldar fiskinn og
gerir hann hvítan og
fallegan. Það er í góðu lagi að skella
réttinum örstutt undir grill eða brúna
hann lítillega með gasloga.
Blómkálssúpa
með blómkálskurli
› 1½ blómkálshaus
› 400 ml rjómi
› 400 ml nýmjólk
› safi úr hálfri sítrónu
› kraftur (t.d. kjúklingakraftur)
› salt
Skerið heila blómkálshausinn í bita
og setjið í pott með mjólk og rjóma.
Látið allt sjóða þar til kálið verður
mjúkt undir tönn.
Maukið súpuna í blandara og setjið
maukið svo aftur út í pottinn til að
þykkja súpuna.
Notið salt, kraft og sítrónusafa til að
laða bragðið fram.
Rífið svo hálfa blómkálshausinn
með grófu rifjárni og myndið þannig
kurlið sem við sáldrum yfir súpuna.
Berið fram með grófu brauði og
smjöri.
Andabringur
með hunangi og
ferskmuldum pipar
› 800 g andabringur
(2 stórar)
› 4 msk dökkt hunang
› 4 tsk græn piparkorn
› olía
› salt og pipar
Kryddið bringurnar
með salti og pipar.
Hitið pönnuna með olíu
og leggið bringurnar á
með skinnið niður.
Steikjið þetta rólega
á meðalhita í 810
mín. Þá snúið þið
bringunum á hina
hliðina í um 30 sek.
á meðan þið penslið
skinnhliðina með
hunangi og grænum
piparkornum. Snúið
loks aftur við og
látið hunangið verða
k a r a m e l l u k e n n t
í hitanum, látið
bringurnar standa í
fimm mínútur áður
en þið skerið þær í
jafna bita (til dæmis 6
stykki).
Það er sniðugt að
fleyta mestu fituna af
pönnunni, setja síðan
smáappelsínusafa út í
pönnusafann og gera
þar með ljúffenga sósu með réttinum.
Munið að krydda til með krafti eða
kryddi. Ef þið rispið í fituna og
nuddið hana með salti þá verður hún
stökk og góð.
Bjarni Gunnar Kristinsson
matreiðslumeistari
bjarnigk@gmail.com
Mjósyndi