Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 202238 LÍF&STARF Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.LCI.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 STÝRISENDAR gerðir dráttarvéla Teikningar af algengum vandamálum sem koma upp við sauðburð, ásamt einföldum leiðbeiningum. Bændablaðið hefur birt þessa samantekt Hákons Hanssonar og Þorsteins Ólafssonar undafarin ár. Fyrstu lömbin á þessu vori hafa nú litið dagsins ljós og þótt langflestar ær beri hjálparlaust er góð burðarhjálp lykilatriði í sauðburði. Fyrir tveimur árum síðan var opnuð YouTube-rásin „Leiðbeiningarefni um burðarhjálp“, ætluð byrjendum, lengra komnum og þaulreyndum bændum. Í fyrravor bættust við myndbönd á ensku og þýsku – og enn hefur verið bætt við myndbandasafnið sem hefur fengið góðar viðtökur bænda. Það voru þau Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð og Axel Kárason dýralæknir sem fóru af stað með verkefnið árið 2019. „Við höfum nú bætt aðeins við ensku myndböndin, en þessi myndbönd á ensku og þýsku eru sérstaklega gerð fyrir erlent aðstoðarfólk sem kemur að sauðburði,“ segir Karólína. Reynsla er eitt en góð leiðbeining annað „Reynsla er eitt, en góð leiðbeining til að læra er annað. Myndbönd henta einstaklega vel til þess – því er gott að minna á Youtube-rásina. Við höfum gert myndbönd um svo gott sem öll hugsanleg burðarvandamál og uppákomur á sauðburði, alls eru 23 í dag á íslensku, fimmtán myndbönd í boði á þýsku og níu á ensku. Upptökur á fleiri en tíu sauð- fjárbúum og svo sýnikennsla með lambalíkön og mjaðmagrind í raunstærð útskýra hvað er að gerast og hvað á að hafa í huga. Ekki síst er hægt að finna út hvað er að – skref fyrir skref – með svokölluðu ákvarðanatré bæði á íslensku og og þýsku. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti verkefnið ásamt fjölmörgum landbúnaðartengdum fyrirtækjum,“ segir Karólína. Ákvörðunartré Myndböndin byggjast upp á ákvörðunartré, þar sem hægt er að finna út hvert vandamálið er í skrefum. Grunnur myndbandanna eru upptökur sem Karólína gerði á nokkrum sauðfjárbúum, aðallega Grænumýri, Halldórsstöðum, Stafni, Steinnesi og Sölvabakka. Axel notar lambalíkön og mjaðmagrind í raunstærð til að útskýra hvað er að gerast inni í kindinni. /smh Yfirlit yfir allar slóðir Youtube-rásin (íslenska, enska, þýska – smella á „Vídeóin“ til að sjá öll): www.tinyurl.com/burdarhjalp Ákvarðanatréð og listi yfir öll myndböndin á íslensku: www.tinyurl.com/saudburdarhjalp Ákvarðanatréð og listi yfir öll myndböndin á þýsku: www.tinyurl.com/schaf-geburtshilfe Mynd / Karólína Aftur á bak. Stórt lamb. Myndefni óskast um sérstaka aðferð Ef hornin eru það stór að maður kemur haus ekki fram fyrir grind með fætur í burðarliðnum, er hægt að binda band í báða fætur (svo það hrökkvi ekki fram af!) en samt þannig að það skaði ekki fætur, ýta fótum varlega inn og niður fyrir svo að höfuð fái allt plássið, kippa höfði fram fyrir grind og svo varlega smeygja fótum meðfram og tosa það þannig út. Þórdís Halldórsdóttir benti á þessa aðferð sem þónokkrir bændur nota en er lítið talað um. Karólínu og Axel vantar myndefni af raunverulegri uppákomu af þessu tagi til að dreifa þekkingu um þessa aðferð víðar. Best að senda Karólínu skilaboð á Facebook. Myndbönd um burðarhjálp í áframhaldandi þróun: Hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá bændum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.