Bændablaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. apríl 2022 35
Þegar ég setti saman bókina
Í húsi afa míns sem kom út fyrir
tólf árum, hvarflaði ekki að mér
að hennar biði sérstakt hlutverk
annað en að vera aldarspegill og
skemmtilestur. Það er nefnilega
farið að lesa úr bókinni ásamt
úr viðbótarsögunni Í fótspor afa
míns á hjúkrunarheimilum.
Líffæri okkar endast misjafn-
lega, þar með talið heilabúið.
Annað getur svo bara verið í ágætu
lagi. Einhvern veginn æxlaðist svo
til að iðjuþjálfar fóru að lesa úr
fyrrnefndum bókum fyrir fólk með
heilabilun. Og margt af því virkaði
sem var í bókunum og áheyrendur
kveiktu á ýmsum vinnubrögðum
og fyrirbærum sem tíðkast hafði í
ungdæmi þeirra, svona um miðja
síðustu öld eða ögn fyrr.
Afi minn, sem þessar bækur eru
kenndar við, var nefnilega nítjándu
aldar maður, fæddur 1881.
Foreldrar mínir voru frekar
gamlir þegar ég fæddist, að minnsta
kosti í samanburði við nútímann,
mamma fædd 1913 og pabbi svo
snemma sem 1910 og hann var því
35 ára þegar ég sá fyrst dagsins ljós
suður á Landspítala.
Satt að segja hélt ég að þetta
væri eitthvert bríarí með lestur úr
bókum mínum fyrir heilabilaða
en svo fylgdi þessu alvöruþungi.
Suður í Hafnarfirði hafði verið lesið
fyrir heimilisfólk úr Húsi afa míns
en skyndilega hvarf bókin og þótti
horfa til vandræða. Verkið löngu
uppselt en fannst eintak vestur á
fjörðum og bukkaði maður upp á
einn daginn hér á Bakkaveginum
og bað oss um að árita bókina.
Hún skyldi fara til systur hans,
forstöðukonu/manns fyrir því
sama hjúkrunarheimili þaðan
sem bókin hvarf. Svona var
nú þetta. Ég lét ekki þar við
sitja og lét prenta lítið upplag
af fyrrnefndum tveimur bókum
suður í Hafnarfirði og hafði með
mér vestur í aftursætinu nú fyrir
páskana. Þær eru til sölu og er
Finnbogi þessi kostnaðarmaður
eins og þetta hét í gamla daga.
Auðvitað er það ánægjulegt
að verk manns öðlist það nýja
hlutverk að vera hjálpargagn
fyrir sjúka og sorgmædda, svo
maður sletti aðeins biblíumáli.
En læt hér nótt sem nemur og
gleðilegt sumar.
Finnbogi Hermannsson
EIGUM TIL VÉLAR Á LAGER 90hp 26hp og 16hp
Solis 90 verð: 5.695.000+vsk 6.970.000+vsk með tækjum og skóflu
www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S-4540050
16 hp 1.250.000+vsk
www.vallarbraut.is vallarbraut@vallarbraut.is S-4540050
Þeir sem panta vél
fyrir 1 mai fá fría
rúllugreip í kaupbæti
26 hp frá 1.860.000+vsk
Eigum mikið úrval fylgihluta
til á lager: Sturtuvagna,
plóga, sláttuvélar, tætlur,
ámoksturstæki, o.fl.o.fl
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
ALLAR STÆRÐIR
AF CAT RAFSTÖÐVUM
Gerðu kröfur - hafðu samband við Karl
í síma 590 5125 og kynntu þér þína möguleika.
Stöðvar í gám
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.lci.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
ZETOR
VARAHLUTIR
BÆKUR& MENNING
Í húsi afa míns í endunýjun lífdaganna:
Lesning fyrir heilabilaða
Finnborgi Hermannsson.