Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 2
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 20212 Nú styttist í kosningar og þá fara frambjóðendur flokkanna á vapp- ið og kíkja í heimsókn á vinnustaði. Þá er um að gera að hafa heitt á könnunni og smá kruðerí með því ekki veitir af þegar þeir hlaupa með asa milli vinnustaða og reyna að koma sínum málum á framfæri við sem flesta. Þá er ekki úr vegi að minna á það að vera góð hvort við annað í öllum þessum hæðum og lægðum sem fylgja haustinu, hvort sem um er að ræða í veðri eða þönkum hugans. Á morgun fimmtudag er gert ráð fyrir suðaustan 8-15 m/s og víða rigningu en úrkomulítið norð- austanlands. Bætir í úrkomu um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi. Á föstudag er reikn- að með vestlægri átt, víða skúr- um eða rigningu og kólnar heldur. Á laugardag má búast við hægri suðlægri eða breytilegri átt, skýj- að með köflum og smá skúrir. Hiti 5 til 10 stig. Á sunnudag og mánu- dag er útlit fyrir suðlægar áttir með vætu víða um land en fremur milt veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað finnst þér um agúrkur?“ 43% svarenda sögðu „Algjört hnossgæti,“ 37% svarenda sögðu „Góðar til upp fyllingar“ en 20% segja þær hreinlega „Vondar.“ Í næstu viku er spurt: Ertu búin/n að taka ákvörðun um hvað þú kýst 25. september? Svana Gísladóttir er Skagakona sem býr í Lundúnum og hefur síð- ustu fjögur ár verið að vinna með sænsku hljómsveitinni ABBA. Á dögunum var tilkynnt að von væri á nýrri plötu með hinum sænsku ofurstjörnum í nóvember. Í maí á næsta ári verður frumflutt tón- leikasýning með ABBA sem Svana framleiðir sem hægt er að lesa um í Skessuhorni í dag. Svana Gísla- dóttir er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Rætt um svefn og svefnvenjur SNÆFELLSBÆR: Á vef Snæfellsbæjar segir frá áhugaverðum fjarfundi um svefn og svefnvenjur sem haldinn verður í dag, 15. september, kl. 17:30. Þar segir að á fundinum verði fjallað um mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árang- ur. Fyrirlesari er dr. erla Björnsdóttir, sálfræðing- ur en erla hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð á svefnleysi og er stofnandi Betri svefns. Fundurinn er í boði leikskóla Snæfellsbæj- ar, grunnskóla Snæfellsbæj- ar, foreldrafélaga þeirra og íþrótta- og æskulýðsnefnd- ar Snæfellsbæjar og verður streymt á netinu. -frg Þjóðbraut lokuð AKRANES: Veitur til- kynntu á mánudaginn að Þjóðbraut á akranesi verð- ur lokuð að hluta til laug- ardagsins 18. september. Viðeigandi merkingar sem kynna hjáleiðir gangandi og akandi vegfarenda hafa verið settar upp á svæðinu og gera má ráð fyrir aukinni um- ferð vinnuvéla og öðru raski á meðan framkvæmdunum stendur. -frg Samþykktu gagntilboð BORGARBYGGÐ: Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar fimmtudaginn 9. septem- ber var lagt fram gagntil- boð Steðja fjárfestinga ehf. í fasteign sveitarfélagsins við Borgarbraut 14 í Borgarnesi, gamla Ráðhúsið. Sveitar- stjórn staðfesti gagntilboð- ið og var sveitarstjóra falið að ganga til kaupsamnings á grundvelli framlagðs tilboðs. -arg Sjö í voru í einangrun VESTURLAND: um- talsverð fækkun hefur orð- ið á fjölda þeirra sem sæta einangrun með Covid-19 á Vesturlandi og eru í sóttkví. Síðastliðinn föstudag voru sjö með veiruna í landshlut- anum; fimm á akranesi og tveir í Stykkishólmi. Fimm voru þá í sóttkví; þrír í Búð- ardal og tveir á akranesi. Þetta kom fram í samantekt Lögreglunnar á Vesturlandi. -mm Gengið hefur verið frá kaup- um FiSk Seafood ehf., í gegnum dótturfélag sitt, á 60% eignarhlut í útgerðarfélaginu Steinunni hf. í Ólafsvík sem gert hefur út vertíðar- bátinn Steinunni SH-167 í áratugi. Fimm bræður og fjölskyldur þeirra hafa rekið félagið í u.þ.b. hálfa öld. eftir kaupin munu tveir bræðr- anna, þeir Brynjar og Ægir krist- mundssynir, eiga ásamt fjölskyld- um sínum sitt hvorn 20% eignar- hlutinn í Steinunni hf. og halda áfram störfum sínum sem skipstjóri og vélstjóri á skipinu. aðrir eigend- Nú þegar vetrarvertíðin er að fara í gang þá vantar fiskvinnsluhúsunum salt eins og gefur að skilja. Norska skipið Wilson paldiski kom til Ólafs- víkur í síðustu viku með salt í vinnslu- húsin. að sögn Sigurðar Sveins Guð- mundssonar hafnarvarðar í Ólafsvík var skipað upp 750 tonnum af salti sem fer á vinnslurnar í Snæfellsbæ. Verður saltið flutt á bílum til annarra útgerðarstaða. Skipinu var því næst siglt til Grundarfjarðar. af Á hádegi síðstliðinn föstudag rann út frestur til að skila inn framboðs- listum og tengdum gögnum vegna alþingiskosninganna 25. september næstkomandi. tíu framboð skiluðu inn listum um land allt, en í tveim- ur kjördæmum eru framboðin ell- efu talsins, þ.e. í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem Ábyrg framtíð býður fram. Hin framboðin tíu eru: Framsókn- arflokkurinn (B), Viðreisn (C), Sjálfstæðisflokkurinn (d), Flokk- ur fólksins (F), Sósíalistaflokkurinn (J), Miðflokkurinn (M), Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O), píratar (p), Samfylkingin (S) og Vinstri hreyf- ingin grænt framboð (V). mm FISK kaupir 60% hlut í fjölskylduútgerð í Ólafsvík ur úr fjölskyldunni selja hluti sína í félaginu. „engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi félagsins í Ólafsvík aðrar en þær sem lúta að frekari uppbyggingu og sóknarfær- um,“ segir í fréttatilkynningu vegna viðskiptanna. Steinunn SH 167 er 153 rúm- lesta dragnótabátur, smíðaður árið 1971 hjá Stálvík í Garðabæ. Fisk- veiðikvóti félagsins er alls ríflega ellefu hundruð tonn í fimmtán teg- undum, m.a. um 850 tonn í þorski auk t.d. ýsu, ufsa og skarkola. FiSk Seafood greiðir ríflega 2,5 millj- arða króna fyrir 60% eignarhlut sinn í Steinunni hf. og eru viðskipt- in gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. „Markmið FiSk Seafood með kaupunum er að styrkja umsvif sín í útgerð vertíðarbáta og hafa nokkur skref verið stigin í þá átt á undan- förnum misserum. Nálægð Snæ- fellsnessins við matarkistur Breiða- fjarðar er afar heppileg til slíkrar starfsemi. Öflugur rekstur dótt- urfélags FiSk Seafood, Soffanías- ar Cecilssonar ehf. í Grundarfirði, gerir frekari uppbyggingu á þessum slóðum enn fýsilegri. Það er skoð- un stjórnenda FiSk Seafood að Snæfellsnesið sé í raun eitt atvinnu- svæði og búi yfir miklum tækifær- um til að styrkja stöðu sína á sviði fjölbreytts sjávarútvegs á komandi árum.“ Þá segir í tilkynningu vegna við- skiptanna að eftir meira en fimm- tíu ára samfellda sjósókn hafi eig- endum Steinunnar hf. þótt kom- inn tími til þess að stokka upp spilin, sækja sér liðsstyrk og bæta vindi í seglin. „Þegar tækifæri gafst til þess að snúa bökum saman með þeim framsæknu hugmyndum sem FiSk Seafood hefur oft tjáð sig um þegar kemur að útgerð á Snæfellsnesi gengu viðræður hratt fyrir sig. Það er mikill metnaður af hálfu beggja aðila til þess að blása til frekari sóknar í útgerðinni frá Ólafsvík og efla um leið atvinnu- starfsemi á Snæfellsnesinu öllu.“ „Við erum þakklátir fyrir það að þessi langi rekstur fjölskyld- unnar hafi nú fengið tækifæri til kraftmikillar endurnýjunar. inn- koma Friðbjörns Ásbjörnssonar með mikla þekkingu á aðstæðum útgerðarinnar á Snæfellsnesi og hið sterka bakland FiSk Seafood gefur góð fyrirheit um framhaldið. Samstarf okkar er ekki eingöngu grundvallað á metnaðarfullum markmiðum heldur einnig langri vináttu héðan af nesinu og gagn- kvæmu trausti. Það skiptir miklu máli,“ segja þeir bræður Brynjar og Ægir kristmundssynir í til- kynningu. mm/ Ljósm. af Brynjar Kristmundsson í brúnni á Steinunni SH.Steinunn SH-167. Tíu framboð í fjórum kjör- dæmum en ellefu í tveimur Wilson Paldiski við bryggju síðastliðinn þriðjudag. Skipað upp salti í vinnslurnar á Snæfellsnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.