Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 39
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 39 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög FJÖLBRAUTASKÓLI SNÆFELLINGA Skólaakstur ÚTBOÐ Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar eftir tilboðum í skólaakstur fyrir nemendur skólans veturinn 2021-2022. Gert er ráð fyrir eins árs samningi með möguleika á framlengingu um eitt ár. Til verksins heyrir útvegun hópbifreiða og fjármögnun þeirra ásamt viðhaldi og rekstri. Útboðið skiptist í tvo innkaupahluta, þ.e. akstur frá Stykkishólmi til Grundarfjarðar og akstur frá Hellissandi til Grundarfjarðar, og er bjóðendum bæði heimilt að bjóða í báða innkaupahluta eða annan hvorn þeirra. Útboðsgögn eru aðgengileg frá og með þriðju- deginum 14. september 2021 á vefslóðinni vso.ajoursystem.is. Tilboðum skal skila rafrænt gegnum útboðskerfið vso.ajoursystem.is, eigi síðar en föstudaginn 24. september 2021, kl. 14:00. S K E S S U H O R N 2 02 1 Auglýsing um kjörskrá Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar vegna alþingiskosninga sem fram fara þann 25. september 2021 mun liggja frammi, almenningi til sýnis, á afgreiðslutíma skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu, Innrimel 3, Melahverfi, frá og með 15. september 2021 til kjördags. Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri kári lék á sunnudaginn síðasta heimaleik sinn í bili í 2. deild karla í knattspyrnu þegar liðið mætti Haukum í bongóblíðu í akra- neshöllinni á sunnudaginn. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik en fimm mínútum eftir hálfleik skoraði tómas Leó Ásgeirsson fyrsta mark gestanna og níu mínútum síðar bætti páll Hróar Helgason við öðru marki fyrir Hauka og staðan orðin vænleg fyrir þá. Marinó Hilmar Ás- geirsson hleypti smá spennu í leik- inn tólf mínútum fyrir leikslok með sínu sjöunda marki í deildinni í sum- ar. Það var síðan aron Skúli Brynj- arsson sem átti lokaorðið í leiknum fyrir Hauka með marki fimm mín- útum fyrir leikslok og lokatölur 1-3 fyrir gestina. Síðasti leikur kára í deildinni í sumar verður á Grenivíkurvelli næsta laugardag gegn Magna og hefst klukkan 14. vaks Víkingur Ólafsvík tók á móti Gróttu í síðasta heimaleik liðsins í Lengjudeild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Gróttumenn byrjuðu af miklum krafti í leiknum því eft- ir rúmlega hálftíma leik voru þeir komnir með þriggja marka for- ystu með mörkum frá arnari Þór Helgasyni, pétri theodóri Árna- syni og Gabríel Hrannari eyjólfs- syni og staðan í hálfleik 0-3. eftir sex mínútur í seinni hálfleik bætti Óliver dagur thorlacius við fjórða markinu og þá fékk þjálfari Víkings, Guðjón Þórðarson, alveg nóg af þessu öllu saman og tók fjór- falda skiptingu skömmu síðar. Það virtist breyta einhverju því fimm mínútum eftir það skoraði Harley Bryn Willard fyrsta mark Víkings og svo minnkaði Bjarni Þór Haf- stein muninn í tvö mörk með öðru marki. Lengra komst Víkingur þó ekki því Björn axel Guðjónsson gerði út um leikinn með fimmta marki Gróttu tíu mínútum fyrir leikslok. Harley Willard átti síð- asta orðið í leiknum með sínu öðru marki á lokamínútunni og var það áttunda mark hans fyrir Víking í sumar í Lengjudeildinni en loka- tölur í markaleik 3-5 fyrir Gróttu. Síðasti leikur Víkings í deildinni í sumar verður næsta laugardag gegn Grindavík á Grindavíkurvelli og hefst klukkan 14. vaks Ía lék gegn Haukum í síðustu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu síðastliðinn fimmtu- dag en fyrir leik átti Ía mögu- leika á að bjarga sér frá falli. Með sigri gegn Haukum og að annað hvort Grótta eða Hk myndu mis- stíga sig hefði Ía haldið sæti sínu í deildinni. Bæði Grótta og Hk töpuðu sínum leikjum á heima- velli sama kvöld en því miður náði Ía ekki sigri gegn Haukum og því féll Ía og leikur í 2. deild næsta sumar. Leikmenn Ía virtust ekki alveg vera tilbúnar í byrjun í þessum mikilvæga leik því Haukar voru komnir yfir 2-0 eftir 20 mínútur með mörkum frá Hildi karítas Gunnarsdóttur og Rakel Leós- dóttur. Mikaela Nótt pétursdótt- ir bætti svo við þriðja markinu fyrir Hauka fimm mínútum fyrir leikhlé og staðan orðin ansi svört fyrir Ía þegar liðin gengu til bún- ingsklefa í hálfleik. Þjálfari Ía, aron Ýmir péturs- son, gerði tvær skiptingar í hálf- leik og það virtist hleypa fjöri í leikmenn Ía. unnur Ýr Har- aldsdóttir minnkaði muninn á 69. mínútu og tíu mínútum síðar var hún aftur á ferðinni og allt í einu ýjaði Ía að því að eiga mögu- leika á að bjarga sér frá falli. tím- inn var hins vegar naumur og þó anna Þóra Hannesdóttir hafi jafn- að leikinn fyrir Ía á þriðju mínútu í uppbótatíma var það ekki nóg til að sleppa við fall. ef horft er til baka í sumar og skoðuð töpuð stig að þá er hægt að benda á leik Ía og kR þar sem kR skoraði jöfnunarmarkið á síð- ustu sekúndu leiksins og þar missti Ía tvö stig sem hefði annars hald- ið þeim uppi. Þá má einnig nefna heimaleikinn við Hk þar sem þær voru einum fleiri allan síðari hálf- leikinn og töpuðu 1-2 en svona er þetta stundum. kR og aftureld- ing tryggðu sér sæti í pepsi Max deild kvenna næsta sumar en lið Gróttu féll með Ía og þeirra sæti taka lið Fjarðabyggðar/Hattar/ Leiknis og Völsungs. vaks Kári tapaði gegn Haukum Víkingur tapaði gegn Gróttu ÍA féll í 2. deild eftir jafntefli við Hauka ÍA leikur í 2. deild næsta sumar. Úr leik ÍA og Hauka í sumar. Ljósm. sas

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.