Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 35
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 35 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Áform um lagningu Sundabraut- ar hafa verið ein mesta sorgarsaga samgöngumála á Íslandi um árabil. Meirihluti borgarstjórnar í Reykja- vík virðist á köflum hatast við verk- efnið. Með öllum ráðum er þvælst fyrir að það geti orðið að veruleika. Smáhýsi eru byggð í veglínu braut- arinnar, bíllaust hverfi í jaðri henn- ar, landinu undir heppilegustu teng- ingu brautarinnar við Sæbraut var úthlutað til verktaka og svo mætti lengi telja. Steininn tók svo úr þeg- ar borgarstjóra tókst að plata sam- gönguráðherra til að undirrita enn eina viljayfirlýsinguna um að tefja framgang málsins. Ráðherrann átt- aði sig ekki á því að hann hefði ver- ið plataður fyrr en pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkurborgar, borgar- fulltrúi Viðreisnar (flokkur sem á hátíðisdögum segist vera fylgjandi lagningu Sundabrautar) sagði all- sendis óvíst hvort af Sundabraut yrði, sú ákvörðun yrði ekki tek- in fyrr en að aflokinni „félagshag- fræðilegri“ greiningu sem einhver Borgarlínusérfræðingurinn verður eflaust látinn framkvæma. Málið er sem sagt í harðafrosti undir forystu formanns Framsóknarflokksins. en það er til leið til að færa verk- efnið inn á braut framkvæmda. Sundabrautin er nátengd sam- göngusáttmála höfuðborgarsvæð- isins, þó að hún sé ekki hluti af framkvæmdaáætlun sáttmálans, þá segir í sáttmálanum að; „Við út- færslu verkefna framkvæmdaáætl- unarinnar verði sérstaklega hug- að að greiðri tengingu aðliggjandi stofnbrauta svo sem Sundabraut- ar inn á stofnbrautir höfuðborgar- svæðisins.“ Í framhaldsnefndar- áliti meirihluta fjárlaganefndar, þegar heimild var veitt til að stofna opinbert hlutafélag sem fékk nafn- ið Betri samgöngur ohf. segir síð- an: „Hvað tengingu við Sundabraut varðar þarf að vinna skipulag henn- ar og Sæbrautarstokks í samhengi, enda má líta á Sæbrautarstokk sem fyrsta áfanga Sundabrautar.“ Og áfram í framhaldsnefndarálitinu: „Nauðsynlegt er að hafa það í huga að heildar-samkomulagið verður því að ganga upp til að markmið samkomulagsins náist. allar úr- bætur og aðkoma ríkis og sveitar- félaga eru því samvinnuverkefni og framgangur samningsins byggist á að greiða leið framkvæmda.“ Það er því ljóst að sýn löggjafans er sú að heildarverkefnið verði að ganga upp. Reykjavíkurborg geti ekki val- ið úr þau verkefni sem meirihlutan- um þar hugnast að hleypa áfram. Fjárveitingar til verksins eru því bundnar þeirri forsendu að heildar- sýnin gangi upp. Í dag er Reykja- víkurborg ekki að standa við sinn hluta af verkefninu. Á meðan sú er staðan blasir við að aðrir þættir sam- göngusáttmálans, svo sem Borgar- línuævintýrið, verða að bíða. Í málefnum Sundabrautar þarf að nálgast Reykjavíkurborg eins og er- lendu kröfuhafana við uppgjör sli- tabúanna. Með kylfu og gulrót. Bergþór Ólason Höf. er oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. eitt sinn fengum við hjónin greidd- ar út barnabætur með börnunum okkar tveim sem við áttum þá (þriðja barnið bættist við síðar). ekki man ég hverjar upphæðirnar voru, en bæturnar dugðu til að kaupa hnjá- og olnbogahlífar fyrir dóttur okk- ar, sem hafði nýlega eignast línu- skauta og playmo-lögreglubíl fyr- ir soninn. Þar með voru barnabæt- urnar búnar og við héldum áfram að reka heimilið eins og við vorum vön, mánuð í senn frá einum launa- tékka til þess næsta. Við vorum ekk- ert hátekjufólk (grunnskólakennari og leikskólakennari) en síður en svo á lægstu tekjum heldur. Sennilega einhvers staðar undir meðaltekjum eins og þær voru þá. Frá árinu 1990 hefur stuðning- ur með hverju barni minnkað um meira en helming hérlendis í hlut- falli við landsframleiðslu. Á sama tíma hafa nágrannalönd okkar við- haldið sínum barnabótakerfum og gætt þess að upphæðir barnabóta skipti raunverulegu máli í heimil- isbókhaldi venjulegs launafólks. Á meirihluta þessa tímabils höfum við Íslendingar búið við hverja hægri stjórnina á fætur annarri og þessar hægri stjórnir hafa einfaldlega látið það gerast að bótakerfi ríkisins, þar á meðal barnabætur, eru látin drag- ast aftur úr almennri launa- og verð- lagsþróun þannig að smám saman verða þau að engu. Þetta eru dæmi- gerðar aðferðir hægri manna til að hækka skattbyrði lág- og millitekju- fólks. Á sama tíma er skattbyrðinni sífellt létt af þeim sem mest eiga, en það er efni í aðra grein. afleiðing þessarar þróunar er sú að íslenska barnabótakerfið er nú ekkert annað en sérkennilega út- færð fátækrahjálp. Skerðingarmörk liggja mjög lágt og skerðingarhlut- föll eru há með þeim afleiðingum að byrjað er að skerða bæturnar um leið og komið er upp fyrir lægstu laun á almennum vinnumarkaði og þegar foreldrar ná meðalatvinnu- tekjum er búið að skerða allar barnabætur. Þessi útfærsla á barnabótum lýsir algeru skilningsleysi á því hvernig velferðarkerfi eiga að virka og til hvers þau eru. Þessi kerfi eru vissu- lega til þess ætluð að jafna lífskjör mismunandi hópa í samfélaginu, en þau eru ekki eingöngu til þess. Velferðarkerfi eins og barnabóta- kerfið eru einnig til þess ætluð að jafna stöðu ólíkra fjölskyldugerða og ekki síður að jafna lífskjör fólks yfir æviskeiðið. Öll vitum við að ungt fólk sem er að eignast börn og koma sér upp heimili glímir oft við þungan heimilisrekstur með mikl- um kostnaði. að auki er það ein- faldlega þjóðhagslega hagkvæmt að Íslendingar haldi áfram að eignast börn. Náttúruleg fjölgun er nauð- synleg nú þegar meðalaldur fer sí- fellt hækkandi og mannfjöldapír- amídi sem breikkar stöðugt að ofan en mjókkar að neðan er vísbending um ósjálfbæra þróun þjóðar. Það er því hagur okkar allra að ungt fólk eignist börn, og helst sem flest. Barnabætur eru því fjárfesting í heilbrigðri þróun þjóðar. Þetta skilja nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum. Í flest- um þeirra eru barnabætur ein- faldlega flatar upphæðir óháðar tekjum. Í danmörku eru barnabæt- ur tekjutengdar eins og á Íslandi, en þar liggja skerðingarmörkin miklu hærra í tekjudreifingunni og skerð- ingarhlutfallið er umtalsvert lægra. Á Íslandi fær meðaltekjufjölskylda með tvö börn engar barnabætur en annars staðar á Norðurlöndum fengi sama fjölskylda um 50 þúsund krónur á mánuði. Samfylkingin ætlar að greiða fullar barnabætur með öllum börn- um til foreldra með allt að meðal- tekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mán- uði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði. einnig ætlum við að hækka þak á greiðslur í fæðing- arorlofi í samræmi við launaþró- un og hækka fæðingarstyrk náms- manna og foreldra utan vinnu- markaðar í dæmigert neysluviðmið félagsmálaráðuneytis. Nái tillögur Samfylkingarinn- ar fram að ganga munu fleiri njóta barnabóta en áður og allar fjöl- skyldur upp að meðaltekjum fá þær óskertar og greiddar út mánaðar- lega þannig að þær komi að raun- verulegum notum í venjulegum heimilisrekstri. Þannig endurreis- um við stuðningskerfið fyrir barna- fjölskyldur á Íslandi. Valgarður Lyngdal Jónsson Höf. er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Áhersla Sjálfstæðisflokksins á at- hafnafrelsi og einstaklingsframtak er grundvöllur þeirrar verðmæta- sköpunar sem öll markmið sam- félagsins um kröftugt velferðarkerfi hvíla á. Þetta er sérstaða Sjálfstæð- isflokksins. Ég horfi á íslenskt samfélag og þó vissulega séu hér óleyst verk- efni þá er Ísland raunverulega land tækifæra. Við viljum plægja jarð- veg tækifæranna með sterkara vel- ferðarkerfi, betri innviðum og sam- keppnishæfara umhverfi sem styð- ur við verðmætasköpun. Jöfnun aðstöðumunar og næstu skref Full jöfnun dreifikostnaðar raforku, sérstakt átak í þrífösun, lagabreyt- ingar sem stuðla að lægra raforku- verði og ljósleiðaravæðing eru dæmi um árangur okkar á kjörtímabilinu sem jafna aðstöðumun og stuðla að auknum tækifærum, ekki síst á lands- byggðinni. Mikilvægustu stoðir okkar eru öfl- ug mennta- og heilbrigðiskerfi sem eru aðgengileg öllum óháð efna- hag. en við þurfum líka að takmarka fyrirferð ríkisins og leiðrétta þá sýn sumra að hið opinbera sé alltaf best til þess fallið að reka alla þjónustu. Stærsta verkefni næsta kjörtíma- bils er aukin verðmætasköpun og aukin skilvirkni ríkisrekstrar á öll- um sviðum. Nýsköpun er grund- völlur aukinnar verðmætasköpunar til framtíðar. Þess vegna höfum við haft forystu um að stórbæta jarðveg nýsköpunar með aðgerðum sem hafa fallið í góðan jarðveg og eru þegar farnar að skila áþreifanlegum ár- angri. Hér á landsbyggðin stór tæki- færi. Þess vegna stofnuðum við Lóu, verkefnastyrki fyrir landsbyggð- ina til að styðja við nýsköpun, efl- ingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni – á forsendum svæðanna sjálfra. Trúverðug nálgun á tækifæri orkuskipta Norðvesturkjördæmi á líka risastór tækifæri í grænni orkubyltingu sem við eigum að nýta, okkur öllum til heilla. Við ætlum að skipta út olíu fyrir græna orkugjafa. Flokkar sem tala fyrir loftlagsmálum en vilja ekki kannast við þörf fyrir frekari auð- lindanýtingu eru einfaldlega ekki trúverðugir. Ný atvinnugrein get- ur orðið til í kringum framleiðslu á vistvænu eldsneyti framtíðarinnar. en það skiptir máli þegar talað er um nauðsyn þess að minnka losun og hætta olíunotkun, að því sé þá svarað hvaða orka á að koma í staðinn. Sumir flokkar tala opinskátt um að lausnin sé að loka stóriðju, sem myndi þýða að stærstu vinnustöðum kjördæmisins yrði lokað. Sjálfstæðis- flokkurinn telur það fráleita stefnu. Þvert á móti eru spennandi upp- byggingartækifæri á Grundartanga og víðar í bæði eldsneytisframleiðslu og nýtingu á hita frá stóriðju sem gæti nýst til húshitunar; þetta eru tækifæri sem við styðjum heilshugar og við viljum greiða götu þeirra. Aukið frelsi til búsetu Við sáum störf án staðsetning- ar verða að veruleika í Covid. Þar liggja mikil tækifæri fyrir Norð- vesturkjördæmi, ekki bara í opin- berum störfum sem hægt væri að flytja heldur líka í einkageiranum. Haraldur Benediktsson gerði gríð- arlega vel í ljósleiðaraátakinu og því erum við nú að horfa á raunveru- legt frelsi til búsetu aukast mjög. af sama meiði er nauðsyn þess að stórbæta samgöngur í kjördæm- inu. Þótt verið sé að stíga góð skref gengur verkefnið of hægt, það finna allir sem ferðast akandi um kjör- dæmið. Við þurfum að leita fleiri leiða til að byggja hraðar upp sam- göngur í landinu, því samgöngumál eru atvinnumál, byggðamál og líka heilbrigðismál. Öflugt samgöngu- kerfi er lífæð samfélagsins og for- senda þess að búa til verðmæti, færa heilbrigðisþjónustu nær fólki og tryggja öryggi fólks. Við þurfum að gera það sama í því hvernig við nálgumst heilbrigðis- og öldrunar- mál í dreifðari byggðum og samspil sveitarfélaga við ríkisvaldið. Ábyrg efnahagsstjórn er lykilforsenda Öll háleit markmið okkar um enn betra samfélag hvíla á þeirri grund- vallarforsendu að jarðvegur verð- mætasköpunar verði ekki eyði- lagður, heldur verði haldið áfram að hlúa að honum. Það gerum við með ábyrgri efnahagsstjórn, stöð- ugleika, samkeppnishæfu starfs- umhverfi og stuðningi við þau fjöl- mörgu tækifæri til uppbyggingar sem blasa við okkur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Höf. er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sundabraut strax. Enga tafaleiki! Barnabætur – fyrir okkur öll Plægjum jarðveg tækifæranna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.