Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 26
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202126 Skaga-harðkjarnasveitin Gaddavír gaf í síðustu viku út nýtt myndband við lagið Jóhann Stadium. Lagið er af væntanlegri plötu hljómsveit- arinnar sem kemur út á fyrri hluta næsta árs. Myndbandinu er leik- stýrt af Bergi Líndal Guðnasyni og tekið upp af Leif erni kaldal ei- ríkssyni. Hljómsveitin Gaddavír saman- stendur af fjórum vinum af Skag- anum sem hafa spilað saman síðan árið 2010. Meðlimir hljómsveitar- innar eru kristján alexander Rei- ners Friðriksson söngvari, Sig- urbjörn kári Hlynsson og Bragi knútsson sem spila á gítar, elvar Jónsson bassaleikari og trommar- inn Guðbergur Jens Haraldsson. aðspurður segir kristján að þetta verkefni hafi orðið til árið 2017. Ástæða þess að drifið hafi verið í verkefninu var sú að Guðbergur trommari var að verða 25 ára en þá er hann ekki lengur gjaldgengur í Músíktilraunir. að sögn kristjáns varð til hype í kringum verkefnið og gaf hljómsveitin út fjögurra laga smáskífu árið 2017 auk þess að taka þátt í músíktilraunum. frg/ Ljósm. aðsend Hljómsveitin Gaddavír gefur út nýtt myndband Pennagrein Pennagrein Pennagrein Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöpp- unar aflaheimilda og þar með at- vinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheim- ildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna und- ir dyntum eins eða tveggja kvóta- greifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimild- um úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fisk- ur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við stað- bundin fiskimið. Vissulega óx tog- araflotinn hratt upp úr miðjum átt- unda áratugnum þegar Íslending- ar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda tog- ara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpun- um, er kominn fram yfir sársauka- mörk og á ekkert skylt við hagræð- ingu. kröpp staða íbúa fyrrum sjáv- arbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Nor- egi en sjá hér í hillingum Villta- vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorp- um sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar að- gerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauð- lindin okkar er sameign þjóðarinn- ar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Inga Sæland Höf. er alþingismaður og formaður Flokks fólksins Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð! píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heil- brigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkis- stjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbæt- ur er hávært og við því þarf að bregð- ast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfis- ins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjár- magn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsum- hverfi sitt. Ábendingar varðandi úr- bætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregð- ast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækja- búnað, skipulagningu starfa og ann- að sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. afleiðing óviðunandi starfsskil- yrða í heilbrigðiskerfinu er skort- ur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á lands- byggðinni. Því miður kemur starfs- fólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki til baka í þeim mæli sem æski- legt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tæki- færi til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. allir íbúar landsins eiga skilyrð- islausan rétt til fullnægjandi grunn- þjónustu og þar skiptir heilbrigðis- þjónusta lykilmáli og er í raun for- senda byggðar í landinu. kosningar til alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heil- brigðiskerfisins. ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í ís- lensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öfl- ugri stjórnarandstöðu á alþingi. er- indi pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfs- fólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orð- um framar. Magnús D Norðdahl Höf. er oddviti Pírata í Norðvest- urkjördæmi. Heilbrigðis- kerfi í þágu þjóðar Meginástæða þess að margar byggðir og ekki síst hefðundnar sjávarbyggðir eiga undir högg að sækja er að þar skortir fjölbreytt at- vinnutækifæri. ef byggðirnar eiga að hafa ein- hverja möguleika til að vera eftir- sóknarverðir búsetukostir fyrir ungt fólk verða þær að geta boðið því fjölbreytt og áhugaverð störf. ef þeim tekst það ekki munu þær glata þeim mikla mannauð sem býr í ungu fólki, atvinnulífið nýtur ekki starfskrafta þess og samfélagið allt fer á mis við þann kraft og sköpun sem í því býr. Fjölmörg dæmi eru um að út- gerðarmenn, sem hafa fengið einkarétt frá ríkinu til að nýta fisk- veiðiauðlindina okkar og hafa gert út skip og rekið fiskverkun í sjáv- arbyggðum, selji kvótann hæst- bjóðanda fyrir margar milljónir og oft marga milljarða og kaupandinn nýti kvótann til að gera út frá öðru byggðarlagi. eigendur útgerðanna geta líka hvenær sem þeim þókn- ast og sjá í því gróðavon ákveðið að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu eða að landa aflanum og láta verka hann einhvers staðar annars staðar. Og fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í full- komnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist oft til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafn- vel ekki selt húsnæði sitt eða neyð- ist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Er þetta ekki í raun eignaupptaka í boði ríkisins? ef ekkert verður að gert er mikil hætta á að atvinnutækifærin í mörg- um hefðbundnum sjávarbyggðum verði enn þá færri og fábreyttari en nú er. Maður þarf ekki annað en að fara í næsta stórmarkað til að sjá og finna að sjálfvirknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, ekki síst í sjávarútvegi. Sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. eigendur og stjórnendur fyrir- tækjanna sjálfvirknivæða störfin til þess að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólk- inu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrir- tækjanna. Spurningarnar sem við verðum öll að svara eru því þessar: Ætlum við að sætta okkur við þetta augljósa og ömurlega órétt- læti og þann mikla ójöfnuð sem þetta leiðir til og fylgjast aðgerða- laus með þegar þeir ríku verða rík- ari og valdameiri og þeir efnaminni enn þá fátækari og valdlausari. eða. Ætlum við að gera það sem gera þarf til að sá gríðarmikli arður, sem fiskveiðiauðlind þjóðarinnar skilar, verði nýttur til að gera fólki í sjáv- arbyggðum kleift að gera atvinnulíf í heimabyggðum sínum fjölbreytt- ara og öflugra og tryggja þannig af- komu sína og barna sinna og fram- tíð byggðanna? Og ætlum við að gera það sem gera þarf til að tryggja að sá arður sem sjálfvirknivæðing starfa get- ur skapað lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem sjálfvirknivæð- ingin mun valda á störfum þess. ef þú vilt vera í liði með þeim sem ætla ekki að fylgjast aðgerða- laus með þessari þróun í átt til enn þá meira óréttlætis og ójöfnuðar, heldur berjast af alefli fyrri breyt- ingum, réttlæti, frelsi og mann- sæmandi framtíð fyrir þig og börn- in þín getur þú gert það með mjög einföldum og áhrifaríkum hætti: kjóstu Sósíalistaflokkinn! Árni Múli Jónasson Höf. er í 2. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjör- dæmi Fjölbreytt störf – Jöfn tæki- færi, jöfnuður og réttlæti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.