Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 12
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202112 bmvalla.is Smellpassar þú í hópinn? Smiður - Carpenter Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og er umsóknafrestur til og með 27.september. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf., og hafa þessi félög rótgróna sögu á Íslandi sem rekja má allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Hjá fyrirtækjunum starfa um 200 manns á starfsstöðvum víða um land en skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða 7. Mannauðsstefna Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar kleift að samhæfa vinnu og fjölskylduábyrgð. Helstu verkefni og ábyrgð • Framleiðsla á forsteyptum einingum • Vinna með búnað og efni sem tengist einingaframleiðslu • Teikningalestur • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Sveinspróf í smíðum eða sambærileg reynsla • Stundvísi, jákvæðni og framúrskarandi lipurð i samskiptum • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Íslensku og/eða enskukunnátta er kostur • Á auðvelt með að starfa í hóp BM Vallá leitar að öflugum smið til að slást í samhentan hóp í Smellinn, einingaframleiðslu BM Vallá á Akranesi. Jöfn tækifæri Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldurs og fleiri þátta. Um er að ræða 100% framtíðarstarf með skilgreindum vinnutíma frá kl. 07:30-16:50. BM Vallá is looking for carpenters to join their group in Smellinn, their pre-cast production unit in Akranes. This is a full-time, future role with defined working hours from 07:30-16:50. Frisbígolfvöllur var settur upp í Stykkishólmi í lok júlí í sumar og hefur hann notið töluverðra vin- sælda. Í síðustu viku kom sérfræð- ingur í þessum efnum til að reka smiðshöggið á völlinn, klára merk- ingar á holum og setja upp skilti til að kynna brautirnar fyrir þeim sem eru að spila frisbígolfið. auk þess hélt hann lítið námskeið fyrir íþróttakennara og þjálfara á svæð- inu svo þeir geti leiðbeint nemend- um sínum og kennt helstu undir- stöðuatriði. Völlurinn telur níu holur og er staðsettur á holtinu fyrir ofan íþróttavöllinn og grunnskólann. Fyrsta brautin liggur frá grunn- skólanum og er kastað í átt að þjón- ustuhúsi tjaldsvæðis. Völlurinn rek- ur sig svo í kringum holtið og upp á það. Völlurinn er ekki aðeins hugs- aður sem góð afþreying og hreyfing fyrir heimafólk heldur er frisbígolf einnig vinsælt á meðal ferðamanna. vaks/ Ljósm. Stykkishólmsbær Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum á fundi ríkisstjórnar í gær, en þær eru í samræmi við tillögur sóttvarnar- læknis. Reglugerð þessa efnis tekur gildi í dag, 15. september, og gildir til 6. október. almennar fjöldatak- markanir verða auknar í 500 manns og á hraðprófsviðburðum verður unnt að hafa allt að 1.500 manns. Á hraðprófsviðburðum verður nú unnt að hafa standandi gesti enda gæti þeir að eins metra reglu en beri ella grímu. ekki þarf að við- hafa eins metra fjarlægð eða bera grímu meðan setið er á hraðprófs- viðburðum. Reglur um eins metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða að öðru leyti óbreyttar. Þá verður sérstök heimild til að halda skemmtanir fyrir grunn- og fram- haldsskólanemendur án nálægða- takmörkunar eða grímuskyldu fyrir allt að 1.500 manns. Veitingastaðir, þar sem heimil- aðar eru áfengisveitingar, geta haft opið klukkustund lengur, til mið- nættis og tæma þarf staðina fyrir klukkan 01.00. Grunn- og fram- haldsskólum verður gert heimilt að halda samkomur fyrir nemendur fyrir allt að 1.500 gesti að því gefnu að þeir framvísi neikvæðu hraðprófi sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt. ekki verður gerð krafa um nálægðatakmörk eða grímuskyldu, en skylt verður að skrá gesti. Aukið aðgengi að hraðprófum Heilbrigðisráðherra kynnti jafn- framt á fundi ríkisstjórnarinnar áform um að gera hraðpróf vegna Covid-19 enn aðgengilegri með það að markmiði að boðið verði upp á þau á fleiri stöðum en nú er. til að ná því markmiði hratt er stefnt að því að hefja kostnaðarþátttöku vegna hraðprófa sem tekin eru hjá einkaaðilum að sama marki og hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og opinberum heilbrigðisstofnun- um. einkaaðilum verður jafnframt veittur aðgangur að vottorðakerfi sóttvarnalæknis þannig þeir geti gefið út sömu stöðluðu vottorðin eftir sýnatöku. Stefnt er það því að reglugerð þessa efnis verði birt á næstu dögum. mm Nýtt laugarhús var reist við Hrepps- laug í Skorradal síðastliðið vor en byrjað var að reisa húsið 29. mars síðastliðinn. Þá var einnig búið að steypa nýja potta við laugina. ung- mennafélagið Íslendingur stend- ur að byggingu hússins og styrkt- ir Skorradalshreppur framkvæmd- irnar. um er að ræða 160 fermetra hús með töluvert betra aðgengi en það gamla. að sögn kristjáns Guð- mundssonar, formanns umf. Ís- lendings, var í upphafi stefnt að því að opna húsið síðastliðið sumar en það tókst ekki. „Við misstum iðn- aðarmenn í sumarfrí svo þetta dróst aðeins,“ segir kristján í samtali við Skessuhorn. „Við ákváðum því bara að vinna þetta í rólegheitum í vet- ur og vera með allt klárt til að opna næsta vor,“ bætir hann við. Húsið er að sögn fullbúið að utan en á eftir að ljúka framkvæmdum innandyra og klára útisvæði, leggja hellur og ganga frá. „Við ætlum bara að vanda vel til verks og vera með allt tilbúið þegar við opnum næsta vor,“ segir kristján. arg Nýtt laugarhús hefur verið reist við Hreppslaug í Skorradal auk þess sem búið er að steypa tvo nýja potta. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Ætla að ljúka fram- kvæmdum í vetur Frisbígolfvöllur í Stykkishólmi Slakað verulega á sóttvarnaráðstöfunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.