Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 34
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202134 Pennagrein Pennagrein Í grein sem Sævar Jónsson skrif- aði undir heitinu „Bréf til bæj- arfulltrúa og íbúa akraness“ vís- aði hann í greinar sem ég skrif- aði sannarlega og fjallað er um þá fyrirætlun að breyta deiliskipulagi og aðalskipulagi til að færa byggð að Garðalundi. Ég sá í því landi sem færa átti undir byggð ákveðna möguleika í gerð glæsilegs úti- vistarsvæðis í framtíðinni þar sem Garðalundur og klapparholt yrðu tengd saman. Slík útivistarsvæði hefðu getað nýst öllum íbúum akraness. ekki hlaut þessi barátta mín mikla stoð hjá íbúum akra- ness og fannst sumum þessi barátta fyrir björgun á móum/ómerkilegu beitarlandi, eins og sumir nefndu svæðið, óþörf. Nokkur stór hóp- ur íbúa í Skógarhverfi var á móti þessum breytingum. ef rýnt er í greinarnar og málflutning undir- ritaðs í bæjarstjórn kemur í ljós að ég er frekar mótfallinn því að skilja eftir mikið af grasbleðlum hér og þar í íbúðabyggð. að sjálfsögðu er þó ávallt til fyrirmyndar að skilja eftir svæði fyrir leikvelli. Ég tek undir með Sævari Jóns- syni að vanda á til verka þegar kynntar eru breytingar á skipu- lagi og gefa góðan tíma til athuga- semda ekki síst ef gera á breyt- ingar í grónum hverfum. Best er að kynna málið áður en farið er af stað í formlegt ferli. Ég tók þátt í breytingu á deili- skipulagi svo unnt var að reisa fim- leikahús á grænu svæði við Brekku- bæjarskóla þrátt fyrir andmæli sem komu frá nágrönnum í þessu gróna hverfi. Íbúum í nágrenninu var boðið til fundar áður en skipu- lagsferli fór af stað og málin voru rædd fram og til baka. Sumir voru á móti, aðrir voru hvorki né og svo voru nokkrir sem fannst staðsetn- ingin eðlileg framþróun gróins hverfis. Þegar hverfi byggjast upp er eðlilegt að íbúar geri ráð fyrir því að ekki verði miklar/stórar breyt- ingar á skipulagi hverfisins ekki síst fyrstu árin. en við sem búum í bæjarfélagi eins og akranesi meg- um og eigum alltaf að reikna með breytingum í tímans rás. Á akra- nesi hafa verið gerðar misvinsæl- ar breytingar á grónum hverfum í gegnum tíðina og eru sumar í dag orðnar eðlilegar íbúum. Hvað varðar ástæðuna fyrir hugsanlegum breytingum í Jör- undarholti sem valda því að Sævar Jónsson grípur til pennans skal eft- irfarandi áréttað: Það er skylda bæjaryfirvalda hverju sinni að sjá um að til séu íbúðarúrræði fyrir íbúa þar með talið fatlað fólk. Í lögum og reglu- gerðum kemur fram hvernig hús- næðið skal vera hvað varðar stærð, fjölda íbúa á sama stað og svo fram- vegis. einnig að þessi íbúðarúrræði skuli eðli málsins samkvæmt vera í íbúðabyggð og alls ekki skuli reisa þau of þétt saman. Staðan á akra- nesi er sú að byggja þarf tvo til þrjá kjarna fyrir fatlað fólk á allra næstu árum. Þessir kjarnar verða ekki all- ir byggðir „nálægt“ þeirri þjónustu sem sumir væntanlegir íbúar þurfa að leita til og ekki geta þeir verið allir við hlið t.d. Fjöliðjunnar enda er hún ekki vinnustaður allra fatl- aðra. eitt af hlutverkum Skipulags- og um- hverfis- ráðs er að finna lóðir sem h e n t - að gætu u n d - ir slíka í b ú ð a - kjarna. Núna liggur fyrir að ráð- ið hefur lagt til að lítill hluti af óskipulögðu svæði í Jörundarholti verði tekið undir næsta kjarna. Það mál er í ferli og í höndum Skipu- lags- og umhverfisráðs og mun hugsanlega að endingu koma til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Ég skora á íbúa á akranesi að skoða öll slík mál af yfirvegun og koma á framfæri athugasemdum um slíkar framkvæmdir ef þeir telja tilefni til og jafnframt að íbú- ar láti sig varða hvernig við þróum bæinn okkar. eins og kemur fram í grein Sæv- ars Jónssonar hef ég mikinn áhuga á skipulagsmálum og mér er ekki sama hvernig við þróum bæinn okkar til framtíðar. Þeir sem hafa áhuga á mínum skoðunum geta kynnt sér greinar sem ég hef skrif- að og hlustað á bæjarstjórnarfundi til að fræðast um þær skoðanir sem ég hef haft á þeim skipulagsmálum sem hafa verið í gangi undanfarin ár. einnig er öllum frjálst að hafa samband við mig. Einar Brandsson Höf. er bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins á Akranesi og varaformað- ur í Velferðar- og mannréttindaráði. Í síðustu viku kynntu Samtök sveit- arfélaga á Vesturlandi (SSV) drög að nýrri samgöngu-fjarskipta og innviðaáætlun fyrir sveitarstjórn- arfulltrúum á Vesturlandi. drögin verða síðan til skoðunar hjá sveit- arfélögunum og svo tekin fyrir á haustþingi SSV sem fer fram í lok september. Þessi áætlun mun leysa af hólmi eldri áætlun sem samþykkt var árið 2017, en auk þess að fjalla um samgöngumál eru í áætluninni helstu áherslur sveitarfélaganna í fjarskipta- og raforkumálum. Í þess- ari grein ætla ég fyrst og fremst að fjalla um samgöngumálin. Á Vesturlandi er lengd vegakerf- isins 1.845 km eða um 14% af vega- kerfi landsins. Það er því af nógu að taka í baráttunni fyrir bættu vegakerfi, en öll viljum við að veg- irnir sem við ökum séu góðir, þeir séu lagðir bundnu slitlagi, þeim sé vel við haldið, þjónusta varðandi mokstur og hálkuvarnir sé góð og að við upplifum að við séum örugg þegar við ökum eftir þeim. til að ná sem bestum árangri í að sækja fjármagn til vegabóta þá erum við sannfærð um að vænlegast til árang- urs er að Vestlendingar forgangs- raði áherslum sínum í sameiningu og tali einum rómi gagnvart stjórn- völdum. Vegakerfinu er skipt í mismun- andi vegflokka. Stofnvegir tengja saman byggðir landsins og þétt- býlisstaði. um þriðjungur af vega- kerfinu á Vesturlandi eru stofnveg- ir og 85% þeirra eru lagðir bundnu slitlagi. Við viljum að þegar verði hafist handa við vegabætur á Vest- urlandsvegi (þjóðvegi 1) til að bæta umferðaröryggi með 2+1 vegi frá Hvalfjarðargöngum í Borgarnes. Vegagerðin áætlar að hefja fram- kvæmdir árið 2025 og því er nauð- synlegt að hönnun og allur undir- búningur liggi fyrir þá. Þetta verk- efni þolir engar tafir. tvöföldun Hvalfjarðarganga er óhjákvæmileg í ljósi umferðaraukningar og um- ferðaröryggis. aukist umferð frekar á næstu árum má reikna með að há- marks umferð samkvæmt reglugerð verði náð innan fárra ára. Það er með öllu óboðlegt að hluti stofnvegakerfisins sé malarvegur, en það á við um Skógarstrandarveg sem tengir saman Snæfellsnes og dali. Framkvæmdir við vegabætur þar eru í gangi, en ennþá á eftir að leggja slitlag á um 50 km af leiðinni. Nauðsynlegt er að stjórnvöld veiti áfram fjármagni á árunum 2023 og 2024 í þessa framkvæmd. Þá er mik- ilvægt að hraða lagningu bundins slitlags á vegi sem tengja Vesturland við aðra landshluta og í áætluninni er lögð áhersla á að framkvæmdum við uxahryggjaveg sem tengir Vest- urland og Suðurland verði lokið sem fyrst, en eftir er að leggja slit- lag á um 22 km kafla efst í Lund- arreykjadal. Sama á við um Laxár- dalsheiði sem tengir Vesturland við Norðurland, en þar á eftir að leggja slitlag á um 17 km kafla. annar þriðjungur vegakerfisins á Vesturlandi eru svokallaðir tengi- vegir sem tengja sveitirnar við þétt- býli og tengjast oftar en ekki inn á stofnvegina. Því miður er staðan sú að aðeins um 25% þessara vega á Vesturlandi eru lagðir bundnu slit- lagi. Vissulega höfum við séð mun meiri framkvæmdir við tengivegi í landshlutanum undanfarin tvö ár eftir að fjárveitingar til þeirra tvö- földuðust. eftir sem áður er mikil- vægt að auka þær enn frekar svo viðunandi árangur náist. Því viljum við að yfirvöld vegamála fari í átak í samstarfi við sveitarfélögin um að leggja slitlag á þessa vegi því þeir skipta gríðarlegu máli fyrir vöxt og viðgang dreifðra byggða þar sem stækka þarf atvinnu- og þjónustu- svæði. Vinnuhópurinn sem und- irbjó áætlunina vann ítarlega tillögu að forgangsröðun framkvæmda við þessa vegi. einhugur hefur ríkt á meðal sveit- arfélaga á Vesturlandi um mikilvægi Sundabrautar enda leyfi ég mér að fullyrða að Sundabraut muni nýtast íbúum allra landshluta frá Reykja- vík og austur á egilsstaði. Hún bæt- ir umferðaröryggi, styttir aksturs- tíma og stækkar atvinnu- og þjón- ustusvæði Vesturlands. Hraða verð- ur undirbúningi að hönnun hennar þannig að brautin verði tilbúin eigi síðar en 2030. Nýtt samstarfverkefni um almenningssam- göngur Íbúakannanir sem gerðar hafa verið með reglubundnum hætti á Vestur- landi sýna okkur að ánægja íbúa með almenningssamgöngur jókst um- talsvert á Vesturlandi þegar fjölgun ferða og samræmt leiðakerfi var tek- ið upp á sama tíma og „Landsbyggð- arstrætó“ hóf akstur á svæðinu. Íbú- ar á stærri þéttbýlisstöðum og þá sérstaklega akranesi hafa nýtt þessa þjónusta í töluverðum mæli enda er framboð á ferðum mest þar. til að efla þjónustuna á dreifbýlli svæðum er stefnt að því að fara af stað með tilraunverkefni í Borgarfirði þar sem skóla- og tómstundaakstur Borgar- byggðar verður samþættur við akst- ur „landsbyggðarstrætós“ í héraðinu. undirbúningur að verkefninu hefur verið í höndum SSV, í samstarfi við Borgarbyggð, Menntaskóla Borgar- fjarðar, Vegagerðina og ráðgjafa hjá VSÓ. Sambærilegt verkefni hefur verið í undirbúningi á Snæfellsnesi. *** Samgöngur eru meira en vegir. Á Vesturlandi eru öflugar hafnir sem gegna mikilvægu hlutverki. Grund- artangi er ein stærsta flutningahöfn landsins og Faxaflóahafnir munu áfram vinna að því að efla hana. Á akranesi og á Snæfellsnesi eru öfl- ugar fiskihafnir og í auknum mæli eru þær nýttar fyrir ferðaþjónustu. Fjöldi far- þegask ipa heimsækir hafnirnar í Grundarfirði og Stykk- ishólmi árlega, siglingar með ferða- menn til hvalaskoðunar eða um Breiðafjörðinn hafa vaxið hratt og frá Stykkishólmi er Breiðarfjarða- ferjan Baldur gerð út. Við mælum eindregið með því að hið fyrsta verði keypt ný og öflug ferja sem uppfyllir allar nútímakröfur um öryggi. eins eru líka tækifæri í ferjusiglingum frá akranesi. aukin umsvif kalla á betri hafnir og meiri þjónustu. Langt er um liðið síðan fast áætl- unarflug til staða á Vesturlandi var lagt af. Þrátt fyrir það eru sjö lend- ingarstaðir fyrir flugvélar í lands- hlutanum. Gegna þeir mikilvægu hlutverki með hliðsjón af öryggis- málum. eins skapa þeir tækifæri fyr- ir ferðaþjónustu og við trúum því að þeir geti í auknu mæli haslað sér völl þegar kemur að kennsluflugi. að öllu þessu viljum við vinna. Góðar samgöngur gerir líf okkar einfaldara, öruggara og betra. Sveit- arfélögin á Vesturlandi ætla að taka höndum saman og vinna að betri samgöngum og er sú samgönguáætl- un sem nú er unnið að mikilvægt plagg í því skyni. Lilja Björg Ágústsdóttir Höfundur er formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð Góðar samgöngur – Aukin lífsgæði Af framþróun byggðar Smiðjuloftið fagnaði þriggja ára starfsafmæli með veglegri afmælis- veislu dagana 2.-5. september. „Á dagskrá voru fjölbreyttir viðburð- ir fyrir börn sem fullorðna með áherslu á listir og hreyfingu, sem er einmitt einkenni starfsins á Smiðju- loftinu,“ segir í tilkynningu frá Val- gerði Jónsdóttur. Á föstudags- kvöldinu voru haldnir tónleikar til- einkaðir tónlist frá ýmsum lönd- um, aðallega þjóðlagatónlist. Þar komu fram Rut Berg Guðmunds- dóttir á harmonikku og Úlfhildur Þorsteinsdóttir á víólu, ásamt Val- gerði, Þórði Sævarssyni og Sylv- íu dóttur þeirra. „Á laugardegin- um komu svo trúðastelpur í heim- sókn með skemmtilega sýningu fyrir yngstu börnin frá kría aeri- al arts. Þær stöllur Lauren Char- now og alicia demurtas starfa að- allega sem loftfimleikakonur og sáu einnig um sýningu í loftfimleikum í silkiborðum. Gestir fengu svo að prófa silkiborðana og sýndu marg- ir góða takta. Fyrsti fjölskyldutími vetrarins var svo á sunnudegin- um, en þessir tímar eru á hverjum sunnudegi yfir haust- og vetrartím- ann frá kl. 11-14. Fjölskyldufólk frá nágrannasveitarfélögum akraness hefur verið mjög duglegt að fá sér rúnt á Skagann og nýta sér þessa skemmtun,“ segir Valgerður. Nú eru klifuræfingar hafnar fyrir börn og fullorðna hjá klifurfélagi Ía, tónlistarnámskeið fyrir 3-5 ára er í gangi og næsta föstudag hefst einmitt námskeið í loftfimleikum með silkiborða, bæði fyrir 10-16 ára og fullorðna. arg Svipmynd frá afmælishátíð Smiðjuloftsins þegar trúðastelpan kom í heimsókn. Smiðjuloftið fagnaði afmæli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.