Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 14
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202114 Þriðjudaginn 21. september kl. 20 flytur Gottskálk Jensson minning- arfyrirlestur um Snorra Sturluson í Bókhlöðu Snorrastofu er nefn- ist „Reykhyltingur um Reykhylt- ing: Ævisögur Snorra Sturlusonar á latínu eftir Finn Jónsson biskup.“ Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Finnur Jónsson var prestur í Reykholti og prófastur í Borgar- fjarðarsýslu áður en hann varð bisk- up í Skálholti. Hann var einn lærð- asti maður síns tíma og er sennilega kunnastur fyrir hina miklu kirkju- sögu sína í fjórum bindum sem út kom í kaupmannahöfn á árun- um 1772 til 1778. Í kirkjusögunni er m.a. að finna ævisögu Snorra Sturlusonar, sem einnig bjó lengi í Reykholti. Sú ævisaga er þó aðeins stuttur texti, mun lengri er sú saga sem Finnur skrifaði um ævi Snorra fyrir hina konunglegu kaupmanna- hafnar-útgáfu Heimskringlu sem út kom í þremur bindum á árunum 1777 til 1783. Þar spannar ævisaga Snorra 57 kafla og allt á latínu eins og raunar styttri ævisagan í kirkju- sögunni líka. Í fyrirlestrinum verð- ur gerð grein fyrir skrifum Finns um Snorra og sérstaklega gætt að öllu sem varðar Reykholt. Gottskálk Jensson er doktor í lat- ínu og forngrísku frá háskólanum í toronto í kanada. Hann er rann- sóknardósent við kaupmannahafn- arháskóla og gestaprófessor við Háskóla Íslands. -fréttatilkynning Nú er stefnt að því að reisa hús fyrir ostagerð á geitfjársetrinu á Háafelli í Hvítársíðu. efni í ostagerðahúsið barst með flutningabíl í liðinni viku og í vetur er ætlunin að reisa hús sem hýsa mun starfsemina. Skessu- horn sló á þráðinn til Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda til að forvitnast um fyrirhugaða ostagerð. að sögn Jóhönnu er með þessu að rætast fimmtán ára gamall draum- ur. Nýja húsið verður viðbygging við húsið sem nú hýsir viðurkennt eldhús, móttöku og verslun. Hús- næðið skiptist í ostagerð, þroskun- arrými, kæli, frysti, þurrlager og verkfærageymslu. Grafið var fyrir grunni hússins fyrir þremur árum og mun húsið sem verður timbur- hús á steyptum grunni verða um 80 fermetrar. Þar verður frystir, pökk- unaraðstaða og annað sem tilheyrir slíkri starfsemi. „allur ostur er núna framleiddur á Rjómabúinu erpsstöðum,“ seg- ir Jóhanna. „Hefur það mest verið salatostur og stöku sinnum Gouda- ostur og Brie. Þarna hefur sýnt sig hve miklu skiptir góð samstaða Beint frá býli aðila er þar sem MS tekur ekki að sér svona smáverk- efni.“ Á Háafelli hafa ábúendur þró- að skyr úr geitamjólk sem starfs- menn á vegum Matís hafa verið mjög hrifnir af, að sögn Jóhönnu. aðstöðuleysi hefur hamlað þeim að hefja alvöru framleiðslu á skyr- inu en aðstaðan í ostagerðinni gerir þá framleiðslu mögulega. „draum- urinn er að framleiða skyr sem við höfum fengið góða dóma um hjá Matís. Jógurt, ferskostar og fleira spennandi er svo á listanum.“ Þá segir Jóhanna að ís úr geita- mjólk frá Háafelli hafi verið fram- leiddur að Holtseli í eyjafirði. „Geitamjólkurísinn er mjög vin- sæll og höfum við farið þrjár ferðir í sumar norður í Holtsel í eyjafirði þar sem við fáum afnot af aðstöðu til ísgerðar. Í hverri ferð gerum við um 130 lítra sem renna ljúflega niður í gesti okkar,“ segir Jóhanna og heldur áfram: „Ísvél er því mjög ofarlega á óskalistanum.“ eins og áður segir er stór hluti af efni sem til þarf í ostagerðina kom- inn á staðinn. „Mér sýnist mínir menn vera orðnir býsna spenntir að hefjast handa við bygginguna,“ seg- ir Jóhanna en á næstu dögum verð- ur slegið upp fyrir grunni hússins og húsið byggt í vetur eftir því sem veður leyfir. frg Nú er ár liðið síðan sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti breyt- ingar á skipuriti sveitarfélagsins. Var breytingunum ætlað meðal annars að efla gæða- og ferlamál Ráðhúss- ins, auka þverfaglegt teymisstarf og stuðla að umbótum á verklagi til að bæta þjónustu. Í byrjun árs 2019 fékk Borgarbyggð Capacent til að vinna úttekt á starfsemi sveit- arfélagsins og niðurstöður leiddu í ljós annmarka sem þurfti að bregð- ast strax við. arnar pálsson, ráðgjafi arcur, var fenginn til að rýna enn frekar í stjórnsýslu sveitarfélags- ins með úttekt Capacent og viðtöl- um við starfsfólk sveitarfélagsins til hliðsjónar. „Þegar ég fékk gögnin í hendurnar í fyrrasumar lá fyrir að það þyrfti að taka til hendinni inn- anhúss hjá okkur. Ferlar voru ekki í lagi og stjórnsýslan ekki nógu skil- virk. Við vorum að svara erindum of seint, erfitt fyrir íbúa að nálgast upplýsingar og óskipulagið of mik- ið í raun og veru,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgar- byggðar í samtali við Skessuhorn. Nýtt þjónustuver Á fundi sveitarstjórnar síðastliðið haust var ákveðið að ráðast í skipu- ritsbreytingar. „Það var strax lögð áhersla á að bæta þjónustu og í stað umhverfis- og skipulagssviðs var stofnað stjórnsýslu- og þjónustu- svið. Í upphafi árs var ákveðið að stofna nýtt þjónustuver,“ segir Þór- dís. „Munurinn er sá að áður vorum við með afgreiðslu þar sem við tók- um á móti fólki og vísuðum áfram til annarra starfsmanna. Núna erum við með þjónustuver sem hefur það að markmiði að leysa erindi jafn- óðum við fyrstu snertingu. Hlut- verk þjónustuversins er að veita há- gæða þjónustu og að vera upplýs- ingaveita fyrir íbúa og aðra sem leita til þjónustuversins. Þjónustu- fulltrúar og skjalastjóri kappkosta við að veita framúrskarandi þjón- ustu og upplýsingagjöf og þangað leitar fólk fyrst. Í stað þess að fólki sé svo vísað áfram með sín erindi á það að geta fengið flestar upplýs- ingar í þjónustuverinu. Með þess- um hætti erum við að stytta leiðir íbúa og annarra sem leita til okkar að svörum,“ útskýrir Þórdís og bæt- ir við að nú sé minna verið að senda almenn erindi á starfsmenn deilda á skrifstofu sveitarfélagsins. „Það gerir þeim starfsmönnum kleift að svara hraðar því sem ekki er hægt að fá svör við í þjónustuverinu. all- ir fá hraðari afgreiðslu á sínum er- indum og það skilar betri upplifun viðskiptavina.“ Auka gagnsæi Þórdís segir að nú ári seinna sé ár- angur byrjaður að sjást og að al- menn ánægja sé með þjónustu sveitarfélagsins. „Þetta er mun þjónustuvænna kerfi hjá okkur. Við höfum einnig bætt þjónustu og upplýsingar á heimasíðu sveit- arfélagsins og getum oft bent fólki á að leita þangað. Þar eru grein- argóðar upplýsingar sem svara mörgum spurningum. Þar er til að mynda að finna góðar og ítar- legar upplýsingar um bygginga- leyfi og skipulagsmál,“ segir Þór- dís. „Við höfum líka verið að auka gagnsæi og samþætta þjónustu sveitarfélagsins svo sambærileg erindi fá sambærilega afgreiðslu. Þá skiptir máli að boðleiðir erinda séu skýrar og því höfum við lagt áherslu á að auka vitund á ferla- málum innanhúss hjá okkur, og hvernig eigi að vinna úr öllum er- indum,“ segir Þórdís og bætir við að nú sé unnið að gerð handbókar sem eigi að skýra vel alla verkferla innan sveitarfélagsins. „Gæða- handbókin verður svo aðgengi- leg íbúum og öðrum viðskiptavin- um, sem geta þá kynnt sér hvernig mál eru afgreidd innan stjórnsýsl- unnar hverju sinni. Við erum líka að hefja vegferð í stafrænni þró- un. Þá er meðal annars verið að horfa til þess að einstaklingar geti fylgst með stöðu mála, sótt um alla þjónustu sveitarfélagsins með raf- rænum hætti, rafrænt sorphirðu- dagatal svo fátt eitt sé nefnt. Von- ir standa til að hægt sé að kynna þessar nýjungar snemma á næsta ári,“ segir Þórdís. Fjölguðu starfsfólki Samhliða þessum breytingum hafa orðið töluverðar starfsmanna- breytingar í Ráðhúsinu. „um er að ræða hefðbundnar breytingar en einnig breytingar sem fylgdu nýstofnaðri skipulags- og bygg- ingadeild. Sá starfsmaður sem hef- ur mestan starfsaldur á þeirri deild hjá okkur hóf störf í janúar,“ segir Þórdís og bætir við að með þess- um breytingum hafi einnig orð- ið til nokkur ný störf á skrifstofu sveitarfélagsins. „Við höfum verið að lagfæra ótrúlega margt hjá okk- ur, sem hefur verið mjög umfangs- mikil vinna. Það var fyrir löngu kominn tíma á að bæta við starfs- fólki því skyldur sveitarfélaga hafa aukist í skipulags- og bygg- ingarmálum og verkefnin orðin fleiri. ef við hefðum ekki bætt við mannaflann hefðu verkefnin hald- ið áfram að safnast upp og við ekki náð að halda uppi því þjónustu- stigi sem við eigum og viljum geta boðið íbúum upp á,“ segir Þórdís. Þórdís bætir við að enn sé margt ógert og þessi umbótavinna mun halda áfram á komandi mánuðum en að það séu bjartir tímar fram- undan og með góðri samvinnu og samstarfi við íbúa og viðskiptavina sé haldið áfram veginn. ,,Við vilj- um hvetja íbúa og aðra til þess að senda okkur ábendingar um það sem betur megi fara og einnig það sem vel tekst til. Við erum fyrst og fremst þjónustustofnun og viljum því gjarnan heyra frá þeim sem nýta þjónustuna okkur til þess að betrumbæta ferlana okkar,“ segir Þórdís Sif að endingu. arg Árangur af skipuritsbreytingum í Borgarbyggð Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri. Ljósm. glh. „Við höfum líka verið að auka gagnsæi og samþætta þjónustu sveitarfélagsins svo sambærileg erindi fá sambærilega af- greiðslu.“ Svipmynd úr Borgarnesi. Ljósm. mm. Unnið að affermingu efnis í ostagerðina að Háafelli. Ljósm. af Facebook síðu Háafells. Ostagerð rís að Háafelli Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.