Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 4
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Talið niður frá deginum í dag eftir tíu daga göngum við til kosninga. Veljum okkur fulltrúa á löggjaf- arþingið til fjögurra ára eða svo. Í kjölfar kosninga lýkur umboði þeirrar þriggja flokka ríkisstjórnar sem setið hefur við völd. Þegar til hennar var stofnað voru margir sem spáðu henni skammlífi, flokkarnir væru einfald- lega of ólíkrar gerðar til að geta haldið út. Sú varð hins vegar ekki raunin. Óhætt er að segja að samstarfið hafi verið gott og sjaldnast borið skugga á. Nú á síðara hluta kjörtímabilsins tók heimsfaraldur kórónaveirunnar nán- ast yfir allt annað. Verkefnin gjörbreyttust. allt snerist um að stýra vörnum gegn veiru og halda þjóðarskútunni svona nokkurn veginn á réttum kili. Ferðaþjónustan sem orðin var stærsta atvinnugreinin hrundi til grunna og algjör forsendubrestur varð í greininni. en aðrir nutu ástandsins og hygg ég að t.d. verslun innanlands hafi í seinni tíð ekki gengið betur en einmitt nú. Við aðstæður sem þessar skal því ekki undra að stjórnarandstaðan gangi löskuð inn í kosningabaráttuna. Henni reynist erfitt að finna höggstað á ríkisstjórninni vegna viðbragða við Covid, enda er þjóðin almennt ánægð með stjórnunina á veirutímum. Öll umræða um stefnumótun til næstu ára er því dáldið fjarstæðukennd við þessar aðstæður. Flestum flokkum er nú gjarnara að boða útgjöld en að sýna fram á hvernig eigi að fjármagna þau. Margir nefna þeir aukna skattheimtu sjávarútvegsfyrirtækja, sumir ræða stóreigna- og hátekjuskatt, meðan hægri flokkar vilja draga úr skattheimtu. enn aðrir koma sér fyrir á miðjunni og vilja fara bil beggja. Það er eins og gengur og algjörlega í takti við kosningabaráttu fyrri tíma. Vandséð er að sömu flokkar nái þeim styrk að geta myndað óbreytta rík- isstjórn eftir kosningar. kannanir sýna að slík stjórn yrði með minni þing- styrk en þessi hafði í upphafi kjörtímabilsins. Því þurfa þessir flokkar lík- lega að taka með sér einn flokk til viðbótar ef vilji þeirra er til slíks. Nú svo er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að flokkar vinstra megin við miðju nái saman um stjórnarmyndun. Verða þá líklega að vera fimm eða jafnvel sex talsins. allt mun þetta þó skýrast þegar talið hefur verið upp úr kjör- kössunum. atkvæði telja, ekki skoðanakannanir. Hér í Norðvesturkjördæmi getum við valið um tíu flokka. Á forsíðu blaðsins í dag sjáum við mynd af oddvitum þeirra. aldrei hefur úrvalið ver- ið slíkt áður. allt er þetta hið mætasta fólk. Sumir eru fulltrúar rótgróinna flokka meðan aðrir eru nýlega stofnaðir. Svo nýir að ekki hefur gengið með öllu þrautalaust að koma saman framboðslistum. Í einu tilviki var meira framboð af sumum einstaklingum en eftirspurn og þurfti snör handtök í síðustu viku til að næðist að leiðrétta fyrir lokadag. en tíu listar urðu engu að síður raunin. afar ólíkt er hversu hollt fólk er flokkum. Vissulega halda margir tryggð við sinn flokk, hafa jafnvel myndað órjúfanleg bönd allt frá fyrsta sopa af móðurmjólkinni. Svo eru aðrir sem flakka á milli og taka jafnvel ekki ákvörðun fyrr en í kjörklefanum. enn aðrir sleppa því að kjósa og láta aðra um að velja fyrir sig. Fyrir mína parta get ég viðurkennt að ég er alls ekki búinn að taka ákvörðun. Hef hins vegar ákveðið hvernig ég mun komast að niðurstöðu. Nú þegar tíu dagar eru til kosninga ætla ég að fækka valmögu- leikunum um einn á dag. Svo þegar laugardagurinn 25. september rennur upp verður einungis einn eftir og þann flokk mun ég kjósa. Næstu daga ætla ég að hlusta vel á hvað þessir flokkar hafa fram að færa. ef einhverjir segja eða skrifa eitthvað sem mér mislíkar, tel vitlaust eða óraunhæft, mun ég hiklaust henda viðkomandi út af listanum og fækka valmöguleikunum um einn á dag. Svo koll af kolli. Á kjördag verð ég þannig búinn að komast að niðurstöðu og mun glaður verja atkvæði mínu eftir bestu vitund og sam- visku. Það er jú lýðræðið og fyrir það ber að þakka. Magnús Magnússon Nú er unnið að því að leggja nýja stofnlögn hitaveitu á fjóra bæi í Melasveit í Borgarfirði. Vatnið kemur ofan úr Reykholtsdal og er tekið úr aðalstofnæð Veitna á móts við Fiskilæk. Nýja lögnin mun þjóna húsum og atvinnustarfsemi í Belgsholti, Melaleiti, Melum og Ási. Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti var að vinna við að hita herpihólka sem hylja samsetningar röranna þegar blaðamaður átti leið um í vikunni sem leið. Magnús Már Haraldsson sonur hans er vélvirki og sér um suðuvinnuna og bróðir hans Heimir Örn um jarðvinnu. Haraldur segir að ábúendur og ei- gendur fyrrgreindra bæja hafi stof- nað hitaveitufélag um framkvæm- dina þegar nægjanlegt vatn hafi fengist frá Veitum fyrir svínabúið á Melum. Samið hafði verið um vatnskaupin eftir að Laugafiskur hætti fiskþurrkun á akranesi en sú starfsemi var mjög vatnsaflsfrek. Nýja lögnin mun leysa af hólmi 31 árs lögn sem liggur frá Fiskilæk og að Belgsholti en er farin að gefa sig, að sögn Haraldar. mm Búið er að taka í notkun nýtt snjall- forrit sem ætlað er að stuðla að auknu öryggi á ferðalögum hér á landi. um er að ræða Safetravel appið, en það mun einfalda ákvarð- anatöku við akstur á Íslandi og veit- ir upplýsingar í rauntíma um ástand og færð á vegum landsins. appið er þróað af Stokki hugbúnaðarhúsi í samstarfi við Safetravel og trygg- ingafélagið Sjóvá sem kostar gerð þess. Safetravel appið veitir upplýs- ingar um ástand vega í rauntíma, bæði á ensku og íslensku. Í appinu er einnig að finna bílpróf sem gott er að renna yfir til að ýmist skerpa á kunnáttunni eða kynna sér aðstæð- ur í umferðinni. appið er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. „Við viljum að allir sem heimsækja Ísland rati heim heilir og kátir með ferðina sína. Safetra- vel smáforritið mun auðvelda gest- um og okkur að njóta alls sem Ís- land hefur upp á að bjóða á örugg- an og handhægan hátt,“ sagði Þór- dís kolbrún R Gylfadóttir ráðherra ferðamála þegar appið var kynnt í liðinni viku. Safetravel appið birtir notendum kort af Íslandi og gerir þeim kleift að merkja inn væntanlega ferð á vegum landsins. appið teiknar þá upp leiðina og sýnir ástand vega og varar við ferðalögum ef ófært er einhvers staðar á leiðinni. Þannig má auðveldlega fylgjast með færð á vegum og fá tilkynningar í símann ef aðstæður breytast. Hægt er að sækja appið í app Store eða Google play. mm And lát: Jón Sigurðsson á Bifröst Jón Sigurðsson, skólamaður, fyrr- verandi ráðherra, Seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokks- ins, er látinn 75 ára að aldri. Bana- mein hans var krabbamein. Jón var fæddur í kollafirði á kjalarnesi 23. ágúst 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1966 og þremur árum síðar brautskráð- ist hann með Ba-próf í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands. Frá útskrift í MR vann hann við kennslustörf í gagnfræðaskól- um, menntaskólum og háskólum hér á landi og í Svíþjóð til ársins 1975. Jón var ritstjóri tímans frá 1978 til 1981 en tók eftir það við starfi skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst, varð síðar rektor Sam- vinnuháskólans til ársins 1991 en sinnti kennslu á staðnum eftir það. Jón stýrði skólahaldi á Bifröst með festu og var við stjórnvölinn þegar skólanum var breytt úr framhalds- skóla og hann færður á háskólastig. Nýtti þar menntun sína, reynslu og visku, en hann útskrifaðist með Ma gráðu í menntunarfræðum og kennslustjórnun frá Columbia pacific university í San Rafa- el í Bandaríkjunum árið 1988 og doktorsgráðu í sömu greinum árið 1990. Þá lauk hann MBa-gráðu í rekstrarhagfræði og stjórnun frá National university í San diego í Bandaríkjunum árið 1993. Jón var samferðarfólki sínu og nemendum á Bifröst afar eftirminnilegur. Ná- kvæmur og rökfastur fræðari sem gerði nám við skólann undir hans leiðsögn afar eftirminnilegt. eftir veru sína á Bifröst varð Jón m.a. seðlabankastjóri árin 2003 til 2006. Árið 2006 tók hann, utan þings, við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, og gegndi því til ársins 2007. Á sama tíma og hann gegndi ráðherraembættinu var hann um tíma formaður Fram- sóknarflokksins, tók við því emb- ætti eftir afsögn Halldórs Ásgríms- sonar 2006. Jón sat í stjórnum ým- issa fyrirtækja, fjölmörgum nefnd- um og skrifaði bækur. Þrátt fyrir ýmis trúnaðarstörf verður Jóns Sigurðssonar einkum minnst sem fræðimanns og skólamanns á Bif- röst. eftirlifandi eiginkona Jóns er Sigrún Jóhannesdóttir. Þau áttu saman tvo syni en fyrir átti Sigrún eina dóttur. mm Jón Sigurðsson (1946-2021). Ljósm. Viðskiptablaðið. Ný heitavatnslögn í Melasveitinni SafeTravel app tekið í notkun Þórdís Kolbrún kynnir nýja smáforritið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.