Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 37. tbl. 24. árg. 15. september 2021 - kr. 950 í lausasölu Fjármála- og tryggingaráðgjöf á einum stað í útibúum Arion banka Þú getur hitt ráðgjafa frá Verði í útibúum Arion banka á Höfða, Smáratorgi, Selfossi og í Borgarnesi. Pantaðu fund í útibúi eða fjarfund á arionbanki.is. arionbanki.is Ný og öflug vefverslun ALLA LEIÐ Hleypum lífi í sjávarbyggðirnar! Eyjólfur Ármannsson Oddviti í Norðvesturkjördæmi Þau eru í forsvari fyrir þá tíu flokka sem bjóða fram krafta sína í Norðvesturkjördæmi í kosningunum 25. september nk. Í efri röð f.v: Magnús D Norðdahl Pírötum, Bjarni Jónsson VG, Guðmundur Gunnarsson Viðreisn, Stefán Vagn Stefánsson Framsóknarflokki, Bergþór Ólason Miðflokknum, Valgarður Lyngdal Jónsson Samfylkingu og Eyjólfur Ármannsson Flokki fólksins. Sitjandi f.v: Sigurlaug Gísladóttir Frjálslynda lýðræðisflokknum, Helga Thorberg Sósíalistaflokknum og Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir Sjálfstæðisflokknum. Myndin var tekin síðastliðinn miðvikudag í Menntaskóla Borgarfjarðar, skömmu fyrir framboðsfund sem útvarpað var á Rás 2. Ljósm. mm. Nýtt yfirlit um mögulega fjárhags- lega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga vegna sameininga sveitarfélaga hefur verið birt á vef sveitarstjórn- arráðuneytisins. Þar má skoða framlög sem sveitarfélögum bjóð- ast nú, ef til sameiningar kæmi á árinu 2022. Í fyrra voru samþykkt- ar nýjar reglur um fjárhagslega að- stoð Jöfnunarsjóðs til að greiða fyr- ir sameiningu sveitarfélaga. Regl- urnar heimila að sveitarfélög fái þrenns konar framlög við samein- ingu; skuldajöfnunarframlag, fram- lag vegna endurskipulagningar og sérstakt byggðaframlag sem tekur mið af íbúaþróun. Reglurnar kveða einnig á um að birta skuli yfirlit, sem sýni hvað sveitarfélög myndu fá í ofangreind framlög, óháð því hvaða sveitar- félög sameinast. Í nýja yfirlitinu er miðað við ársreikninga 2020 og íbúaþróun tímabilið 2015-2021. Samkvæmt reglunum skal miða við ársreikning næstliðins árs fyrir gild- istöku sameiningar við útreikning á skuldajöfnunarframlagi. Byggða- framlög miðast við íbúafjölda síð- ustu fimm ára við sameiningu. Hér á Vesturlandi eru tíu sveitar- félög. Samkvæmt þeim reglum sem gilda fengju þau hvert um sig frá 100 til 586 milljónum króna í styrk, kæmi til sameiningar þeirra við ein- hver önnur. Mest fengi Grundar- fjarðarbær, Borgarbyggð, Stykkis- hólmsbær og Snæfellsbær: Grundarfjarðarbær 586 millj. Borgarbyggð 539 millj. Stykkishólmsbær 519 millj. Snæfellsbær 459 millj. Akraneskaupstaður 272 millj. Eyja- og Miklaholtshreppur 134 millj. Hvalfjarðarsveit 121 millj. Helgafellssveit 100 millj. Skorradalshreppur 100 millj. mm Sveitarfélög fengju allt að 586 milljónir kæmi til sameiningar Svipmynd frá Grundarfirði. Ljósm. tfk. sími 437-1600 Jón Gnarr og Þeyr 2 á Söguloftinu laugardaginn 18. september kl. 20:00 Sunnudagur 26. september kl. 17:00 Jón Gnarr flytur Völuspá, Konungsbókargerð, við eigið lag, alls 63 erindi. Við flutninginn leika þeir Hilmar Örn Agnarsson og Hilmar Örn Hilmarsson Miðasala á tix.is Okkar vinsæla veitingahús er opið alla daga frá kl. 11:30 til 21:00 Borðapantanir á landnam@landnam.is og í síma 437-1600

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.