Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 23
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 23 Stofnungi á Hvanneyri óskar eftir að ráða Rekstrarstjóra/Bústjóra. Starfið fellst í að sjá um innflutningi erfðaefnis (Stofnfugla) fyrir framleiðendur kjúklinga • og neyslu eggja í landinu. Samskipti við framleiðendur erlendis og innlenda kaupanda. • Skipuleggja og hafa umsjón með útungun og geta sinnt eldi stofnfugla í uppeldi í • afleysingum fyrir aðra starfsmenn Viðkomandi þarf að hafa menntun eða bakgrunn í landbúnaði, búa yfir tölvu og mála kunnáttu (norðurlandamál/enska ), tæknilega sinnaður, sé laghentur og geti sinnt minniháttar viðhaldi á tækjum og eignum Stofnunga, kunni einhver skil á bókhaldi og æskilegt að hafa búsetu á Hvanneyri eða nágrenni. Starfið er hlutastarf. Áhugasamir vinsamlegast sendi umsóknir fyrir 20. september á Jón Magnús reykjabuid@kalkunn.is Laust starf hjá Stofnunga Ólöf Margrét Snorradóttir hefur verið kjörin nýr prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og mun hún ganga þar til liðs við Þráin Haralds- son og Þóru Björgu Sigurðardóttur. Ólöf fæddist á Ísafirði árið 1971 og er hún önnur í röð þriggja systkina. Ólöf bjó fyrstu þrjú árin á bænum Neðri-Breiðadal í Önundarfirði, þar sem faðir hennar var bóndi. Þriggja ára flutti hún með fjöl- skyldu sinni til Þorlákshafnar þar sem þau bjuggu til ársins 1977. Þá flutti fjölskyldan á Húsavík þar sem Ólöf gekk í grunnskóla. Árið 1985 lést faðir Ólafar og tveimur árum síðar flutti móðir hennar með hana og bræður hennar tvo til Reykjavík- ur. Þar gekk Ólöf í Menntaskólann við Sund. Lenti í veikindum Þegar hún hafði lokið stúdentsprófi skráði Ólöf sig í sálfræði við Háskóla Íslands. „Ég var í því námi í tvo vet- ur en fannst það ekki henta. Ég fór að hugsa að mig langaði kannski bara að verða talmeinafræðingur og byrjaði því í almennum málvís- indum í háskólanum,“ segir Ólöf. Hún lauk B.a. prófi í því námi árið 1997 en þá hafði hún verið að vinna með námi frá 1995 hjá Orðabók Háskólans. Ólöf fór þá í fullt starf þar og vann hjá Orðabók Háskól- ans til ársins 2004. Meðal annars sá hún um þáttinn Íslenskt mál í út- varpinu ásamt fleirum í nokkra vet- ur í kringum aldamótin. Ólöf lenti í veikindum um tíma þar sem hún þjáðist af miklu þunglyndi og kvíða. „Ég varð mjög veik, var óvinnufær og lagðist inn á geðdeild um tíma. Ég næ mér svo á strik aftur og þeg- ar ég horfi til baka á sjálfa mig frá þessum tíma sé ég á hversu slæm- um stað ég var og hvað ég er láns- söm að hafa náð mér upp úr veik- indunum, þetta hefði svo auðveld- lega getað farið í hina áttina,“ segir Ólöf og bætir við að þarna hafi hún fengið mikinn stuðning frá fjöl- skyldu og vinum, sem skipti hana miklu máli. Ekki skráð í Þjóðkirkjuna Ólöf hafði á þessum tíma nokk- uð lengi upplifað að Guð væri ekki til staðar í hennar lífi. „Ég var á þessum tíma ekkert sátt við Guð og hugsaði með mér að það væri hræsni að ég væri skráð í Þjóðkirkj- una þar sem ég trúði ekki. Ég skráði mig því úr kirkjunni,“ segir Ólöf. um það leyti sem hún var að stíga upp úr sínum veikindum kynnt- ist hún svo manninum sínum og skömmu seinna eignast þau fyrstu dóttur sína, árið 2001. „Við ætl- uðum að gifta okkur og mig lang- aði að gifta mig í kirkju og ég vildi líka láta skíra barnið mitt. en mér fannst ég ekki geta verið að nota þjónustu kirkjunnar ef ég var ekki skráð í hana svo ég skráði mig aft- ur í Þjóðkirkjuna. Þá var trúin líka komin aftur inn í líf mitt, svo þetta var sjálfsagt skref,“ segir Ólöf. Árið 2002 kom svo önnur dóttir þeirra Starfsfólk Hjúkrunar- og dvalar- heimilisins Brákarhlíðar í Borgar- nesi hélt Handverks- og útimark- að síðasta fimmtudag. Þar var ým- islegt til sölu fyrir gesti og gang- andi. Markaðurinn fór fram á bíla- stæðinu fyrir neðan heilsugæsluna í ágætis veðri milli klukkan 14 og 17 og mættu margir. Stefnt er að því að geta boðið upp á eitthvað viðlíka í Brákarhlíð þegar nær dregur jólum og þá innandyra. Björn Bjarki Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Brák- arhlíðar, var á svæðinu og smellti af myndunum sem fylgja hér. vaks Útimarkaður Brákarhlíðar Ólöf Margrét er nýr prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli hjóna í heiminn. Fljótlega eftir það fór Ólöf að huga að frekara námi. „Mig langaði að læra meira, eitt- hvað nýtt. Ég vildi samt finna nám þar sem ég gæti notað mína mennt- un í málvísindum en mig langaði samt líka að vinna með fólki. Mér fannst eitthvað áhugavert við guð- fræðina eftir að ég hafði séð kynn- ingu frá guðfræðideildinni. Mér fannst guðfræðin líka geta geng- ið með málvísindanáminu mínu,“ segir Ólöf. Gleði og sorg „Sem prestur sá ég fyrir mér að ég gæti unnið með fólki, ekki bara á erfiðum tímum heldur líka í gleðinni. Það fannst mér heillandi, að geta verið til staðar með fólki í gleði, sorg og öllu þar á milli. Það er dýrmætt og ég er þakklát að fá að taka þátt í þessum stundum í lífi fólks,“ segir Ólöf. Á meðan hún var í náminu ætlaði hún sér þó ekki að verða prestur. „Ég er mjög feimin, hlédræg og óframfærin manneskja. tilhugsunin að standa fyrir framan fólk og tala þótti mér lítt spennandi. Ég var aldrei að fara að gera það,“ rifjar hún upp og hlær. „Í undir- meðvitundinni var samt alltaf eitt- hvað sem var að ýta mér þangað og ég heillaðist meir og meir af prests- starfinu eftir því sem leið á námið.“ Samhliða náminu tók Ólöf nokk- ur námskeið í sálgæslu en sá hluti námsins heillaði hana mest. „Ég hef alltaf lagt áherslu á það, sálgæsluna. Þar kemur inn að vera stuðning- ur fyrir fólk í hverju sem það er að takast á við. Við mætum allskonar verkefnum í lífinu og stundum er gott að hafa eyra til að hlusta og þá langar mig að geta verið til staðar,“ segir Ólöf. einnig lauk hún dip- lómanámi í sálgæslufræðum á síð- asta ári. Vildi koma nær dætrum sínum Ólöf lauk kandídatsprófi í guðfræði árið 2013 og fór þá að vinna í Fella- og Hólakirkju þar sem hún sá um starf eldri borgara. Í apríl 2014 sá hún auglýst starf prests í egils- staðaprestakalli og sótti um. Í maí sama ár var ljóst að hún hafði verið valin. „Ég hafði í raun enga teng- ingu austur og hafði lítið komið á þetta svæði. en ég sótti um og sé ekki eftir því,“ segir Ólöf. Í ágúst sama ár flutti hún austur með fjöl- skylduna og kom sér vel fyrir áður en hún tók við starfinu 1. nóvember 2014. Ólöf skildi við manninn sinn fyrir tveimur árum og eldri dætur hennar tvær eru fluttar til Reykja- víkur. „Það togaði í mig að koma nær þeim svo ég ákvað að sækja um í Garða- og Saurbæjarpresta- kalli. Mér þykir akranes spennandi staður og hlakka mikið til að koma þangað. Ég er vön að vinna í teymi, en hér fyrir austan er unnið í teymi, og ég hlakka til að vinna í teymi í nýju prestakalli,“ segir Ólöf. Stuðningshópar aðspurð segist Ólöf ætla að taka að sér starf eldri borgara í Garða- og Saurbæjarprestakalli en hún hefur alltaf lagt mikla áherslu á allt starf með öldruðum. „Í gegnum námið mitt lagði ég alltaf áherslu á eldra fólk. B.a. ritgerðin mín fjallaði um líknarmeðferð og kandídatsritgerð- in mín um sálgæslu aldraðra á hjúkr- unarheimilum. Þegar ég kom aust- ur gekk ég inn í starf fyrir aldraða og hef svolítið byggt það upp þessi sjö ár. Ég hef verið með samveru- stundir vikulega með öldruðum og legg mikla áherslu á það. Ég hlakka til að kynnast því starfi sem fyrir er á akranesi og fá tækifæri til að vinna fyrir fólkið þar,“ segir Ólöf. „eitt sem ég hef lagt áherslu á hér fyrir austan, og langar til að gera á akranesi, er að vera með stuðn- ingshópa. Þá hef ég verið með hóp fyrir þá sem hafa misst einhvern í sjálfsvígi, hóp fyrir foreldra sem hafa misst barn og svo opinn hóp þar sem er ekki skilgreindur miss- ir. Mér þykir mikilvægt að fólk geti sótt stuðning hvort af öðru,“ seg- ir Ólöf. Spurð hvenær hún sé vænt- anleg á akranes segist hún ætla að koma um mánaðamótin október- nóvember, ásamt yngstu dóttur sinni sem er fædd 2008. arg Ólöf Margrét Snorradóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.