Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 10
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202110 Í þessari viku stendur yfir fundaröð þar sem hugmyndir um stofnun vettvangs fyrir nýsköpun á Vestur- landi, Nýsköpunarnet Vesturlands (NÝVeSt), er kynnt. undirbún- ingur hefur staðið yfir undanfarna mánuði en markmiðið með stofn- un vettvangsins er að tengja saman alla þá sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. páll Snævar Brynjarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi (SSV) og Gísli Gíslason, formaður starfshóps um NÝVeSt skrifuðu grein í Skessu- horn 1. september sl. þar sem þeir fara yfir ástæður og aðdraganda stofnunar NÝVeSt og er áhuga- sömum bent á að kynna sér málið nánar þar. Vettvangurinn verður sjálfseign- arstofnun í tengslum við SSV. allir sem áhuga hafa geta orðið stofn- félagar, þar sem einstaklingar leggi fram 15.000 króna stofnfé, en fyr- irtæki 30.000 krónur. Vettvangur- inn verður síðan opinn öllum sem áhuga hafa á. kynningarfundur á akranesi var síðastliðinn mánudag. Í dag, miðvikudag, er fundur í Vínlands- setrinu í Búðardal klukkan 12 og í Hjálmakletti í Borgarnesi klukkan 16. Fimmtudaginn 16. september er fundur í Röstinni á Hellissandi klukkan 12 og á sama tíma í Árna- setri í Stykkishólmi. klukkan 16 á fimmtudag er svo fundur í Sögu- miðstöðinni í Grundarfirði. Fundirnir eru opnir og allir sem áhuga hafa á nýsköpun á Vestur- landi eru hvattir til þess að mæta. frg um miðjan ágúst í sumar opnuðu feðgarnir Móses kjartan Jósefsson og philip Stefán Mósesson matar- vagn í Borgarnesi. Ber hann nafn- ið punto Caffé. Vagninn er stað- settur við holtið milli Hjálmakletts og Hyrnutorgs. Í vagninum er boð- ið upp á fimm tegundir af samlok- um og úrval af gæðakaffi frá kaffi- tári, eins og cappuccino, espresso, americano, caffe latte og einnig gos, ís úr vél og prótein smákökur. Langvinsælasta samlokan á punto Caffé er Lomito italiano sem inni- heldur rifið grísakjöt, tómata, ava- kadó og majones og stóðst blaða- maður ekki freistinguna og splæsti í eina og bragðaðist hún býsna vel. Matarvagninn er opinn frá kl. 9-18 mánudaga til föstudags, á laugar- dögum frá kl. 12-18 en lokað er á sunnudögum. Hægt er að panta á fésbókinni undir punto Caffé eða bara mæta á staðinn. Í stuttu spjalli við blaðamann sagði Móses að hann væri ættaður frá Chile en hefði komið til Íslands árið 1998 en flutt í Borgarnes 2017. auk þessa reksturs kennir Mós- es einnig sjálfsvörn þrisvar í viku í Menntaskólanum í Borgarnesi, svokallað kenpo karate. Mun hann kenna við skólann allavega út þessa önn. Móses hefur hug á að færa út kvíarnar næsta sumar en tíminn muni leiða það allt í ljós. vaks Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skaga- firði. um 1500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb, og verður því öllu fargað. Syðra-Skörðugil er í Húna- og Skagahólfi en í því hólfi greindist síðast riða á einum bæ árið 2020. Riðuveiki hefur komið upp á Syðra-Skörðugili einu sinni áður, fyrir 30 árum eða árið 1991. Á síðasta ári greindist riða á fimm bæjum í austanverðum Skaga- firði, sem tilheyra tröllaskagahólfi. Sömuleiðis á einum bæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. „Matvælastofnun vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýs- inga til að meta umfang smitsins og nauðsynlegar aðgerðir. aukin sýna- taka er fyrirhuguð á Norðurlandi vestra nú í haust og mjög mikilvægt að bændur láti héraðsdýralækni vita af fé sem drepst eða er lógað heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma svo hægt sé að nálgast sýni úr þeim. einnig er mikilvægt að fá sýni úr heimaslátrun. til mikils er að vinna að koma böndum á riðu á svæðinu og reyna að útrýma henni,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. mm Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum 3. september endurnýjaða umsókn eigenda Hafþórsstaða í Norðurárdal og Sigmundarstaða í Þverárhlíð um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á allt að 96 metra háu mælimastri á Grjóthálsi í landi Sigmundarstaða. Fyrri umsókn var samþykkt í sveitarstjórn 13. febrúar 2020. um er að ræða tímabundna framkvæmd til 12 mánaða. Í fundargerð nefndarinn- ar segir meðal annars: „Mastr- ið verður staðsett á Grjóthálsi í landi Sigmundarstaða, hnit iSN93: 64°47’’37.122126” - 21°22’’32.879729”, hæð masturs er allt að 96m. Miðað er við að mæl- ingar standi í allt að 12 mánuði og verði að því loknu fjarlægt. Fram- kvæmdaaðili hefur verið í samskipt- um við Samgöngustofu vegna áætl- aðra framkvæmdar.“ Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafnaði á fundi sínum 10. júní 2021 fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu eða frekari skipulagsvinnu á grund- velli fyrirliggjandi lýsingar um vind- orkugarð á Grjóthálsi. Í fundargerð þess fundar sagði meðal annars: „Þá liggi ekki fyrir hver stefna Borgar- byggðar skuli vera hvað varðar vindorkuver í sveitarfélaginu í að- alskipulagi Borgarbyggðar, en end- urskoðun þess stendur yfir og vísar sveitarstjórn málinu til endurskoð- unar aðalskipulags Borgarbyggðar þar sem unnin verði stefnumótun um nýtingu vindorku í sátt við íbúa sveitarfélagsins.“ Fjölmargar athugasemdir höfðu borist vegna fyrirhugaðs vindorku- garðs. 60 athugasemdir bárust um að hávaðamengun yrði af vindorku- garðinum, um 55 athugasemdir bárust um að vindorkugarðurinn beri með sér neikvæða eða slæma ásýnd fyrir sveitarfélagið, um 45 athugasemdir bárust um að vind- orkugarður hefði áhrif á fuglalíf á svæðinu, 44 athugasemdir bárust um að verðgildi jarða falli við bygg- ingu vindorkugarðs. Jafnframt voru fjöldi annarra athugasemda. Það er því ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar hvað vind- orkugarð á Grjóthálsi snertir. frg/ Ljósm. Mats Wibe Lund. Matvælastofnun hefur borist um- sókn frá eimverki ehf. þar sem sótt er um vernd fyrir afurðaheit- ið „Íslenskt viskí/viský- icelandic Whisky/whiskey“. um er að ræða umsókn um vernd afurðarheit- is samkvæmt lögum um vernd af- urðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sér- stöðu. Í þessu tilviki er sótt um vernd sem vísar til uppruna sbr. 4. gr. laga nr. 130/2014. Samkvæmt. 2. mgr. 15. gr. sömu laga er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýs- ingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu auglýsingar, eða fyrir 7. nóvember 2021. andmælum skal skila skrif- lega til Matvælastofnunar. mm Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði Kynningarfundir um stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands Feðgarnir Móses og Philip í matarvagninum Punto Caffé. Nýr matarvagn í Borgarnesi Sótt um einkaleyfi á að nota heitið Íslenskt viský Samþykktu framkvæmdaleyfi fyrir 96 metra mastri á Grjóthálsi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.