Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 16
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202116 Frambjóðendur á ferð og flugi Í aðdraganda kosninga vitja frambjóðendur gjarnan kjósenda og kynna sér líf og störf til sjávar og sveita. að þessu sinni eru fjölsóttir framboðsfundir ekki á döfinni sökum sóttvarna, en þess í stað ferðast frambjóðendur um kjördæmin og ræða við fólk í smærri hópum. Meðfylgjandi eru myndir sem flest- ar eiga uppruna sinn hjá frambjóðendum sjálfum, sem þeir hafa deilt á samfélagsmiðlum. Skessuhorn tók nokkrar þessara mynda traustataki til að deila þeim með lesendum. mm Þátttaka í stjórnmálaumræðum er fastur liður í undirbúningi kosninga. Hér er við það að hefjast útvarpsþáttur á Rás 2 sem sendur var út í beinni frá Menntaskóla Borgarfjarðar síðastliðinn miðvikudag. Anna Kristín Jónsdóttir er hér að fara yfir málin með oddvitum tíu framboða í NV kjördæmi skömmu áður en útsending hófst. Ljósm. mm. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG var á ferð um uppsveitir Borgarfjarðar nýverið. Meðal annars kíkti VG fólk í gróðurhúsin til Sveins Björnssonar á Varma- landi í Reykholtsdal. Sveinn hefur lengst allra starfað við garðyrkju hér á landi og gat sýnt forsætisráðherra ýmis afbrigði tómata sem hann ræktar í húsunum. Ljósm. vg. Á meðfylgjandi mynd er Bergþór Kristleifsson í Húsafelli að sýna Þórdísi Kolbrúnu R Gylfadóttur oddvita Sjálf- stæðismanna skipulag fyrir hverfi þar sem hús eru tekin að rísa í landi hans. Ólafur Teitur Guðnason aðstoðarmaður ráðherra til hægri. Ljósm. lbm. Valgarður Lyngdal Jónsson og Jónína Björg Magnúsdóttir skipa efstu sæti lista Samfylkingarinnar. Hér eru þau á ferð um Vestfirði þar sem dreift var rauðum rósum og sinnepi. Ljósm. hvh. Forsvarsmenn Framsóknarflokksins á nýjum vegi sem verið er að leggja yfir Dynjandisheiði. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ljósm. ábp. Bjarni Jónsson og Lilja Rafney Magnúsdóttur voru nýverið á ferð um Snæfellsnes. Meðal annars var komið við hjá GRun í Grundarfirði og í hafnarskúrnum þar sem myndin er tekin. Ljósm. bj. Frambjóðendur Miðflokksins eru á ferð og flugi. Hér er Sigurður Páll Jónsson í heimsókn hjá hjónunum Guðbjarti Gunnarssyni og Hörpu Jónsdóttur bændum á Hjarðarfelli. Ljósm. bó. Helga Thorberg oddviti Sósíalista- flokksins tekur hér sjálfu með Indriða Aðalsteinssyni bónda á Skjaldfönn. Ljósm. ht. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í heimsókn í Snorrastofu þar sem Bergur Þor- geirsson og Sigrún Þormar sögðu frá starfseminni. Ljósm. hb. Efstu fjórir á lista Framsóknarflokks slaka á á bekk á Ísafirði. Ljósm. hsk. „Skógarströndin er sérlega falleg leið, kjarrivaxin holt og hlíðar á aðra hönd og Hvammsfjörður og Breiðafjörður á hina með sínum eyjum og hólmum. Myndarleg býlin bera bændum á svæðinu fagurt vitni og það er gaman að aka um þessa sveit. En vegurinn er einfaldlega hræðilegur! Þetta þarf að laga,“ skrifaði Valgarður Lyngdal Jónsson oddviti Samfylkingarinnar við þessa mynd sem hann tók af að- stæðum. Haraldur og Björn ræða saman fyrir vestan. Ljósm. bhs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.