Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 18
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202118 Nýtt hús er nú að rísa við Bjark- arás í Leirársveit en þar eru hjónin einar thorberg Guðmundsson og Laura diamond að reisa sér nýtt heimili. Blaðamaður Skessuhorns kíkti til þeirra fyrir helgi og fékk að forvitnast um nýbúana í Hval- fjarðarsveit. iðnaðarmenn voru á fullu að vinna í húsinu en einar og Laura buðu blaðamanni að kíkja inn í næsta hús, á heimili foreldra einars, þar sem þau einar og Laura búa á meðan húsið þeirra er í bygg- ingu. Þegar inn var komið mætti blaðamanni trítlandi hvolpur. Það var hún teela, átta vikna blending- ur sem ætlar að eiga heima í nýja húsinu með einari og Lauru. Þungarokk og barnabók Við fengum okkur sæti í sófan- um með nýlagað kaffi sem Laura bar á borð. teela dundaði sér með bangsa á meðan mannfólkið spjall- aði saman. einar dró fram kassa til að sýna blaðamanni hvað hann hefur verið að gera síðustu ár. en hann er tónlistarmaður og hefur frá því hann var unglingur skap- að þungarokkstónlist. Í kassan- um voru vínylplötur pakkaðar í fallega skreytt hulstur sem Laura hafði að mestu séð um að skreyta. en hún er listakona sem hefur í gegnum árin unnið við að skapa allskonar list. „Ég geri í raun allt sem ég get ef það er tengt list. Ég er mjög listræn og hef mikla þörf fyrir að skapa. Ég mála, teikna, hanna og bý til föt og allskonar annað. Ég hef bara þessa sköpun- arþörf sem ég þarf að fá útrás fyr- ir,“ segir Laura og brosir. einni plötu einars, handunnin vínylp- lata, er pökkuð inn í fallegt hand- unnið hulstur úr leðri með áföst- um sviðakjamma. Þegar einar fer yfir innihaldið í kassanum dreg- ur hann upp hverja plötuna á fæt- ur annarri, sem hann hefur gefið út með tveimur hljómsveitum sem hann er í, kötlu og Fortíð. að lok- um kemur upp úr kassanum barna- bók sem þau hjónin gáfu út saman fyrir síðustu jól, bókin Litli Storm- urinn sem gat ekki stormað. „Það eru kannski smá andstæður í þess- um kassa, þungarokk og barna- bók,“ segir einar og hlær. „en þó ekki. Ég held að þungarokksfólk sé oft misskilið, þetta er vinalegasta fólk sem þú finnur,“ bætir hann við. Kynntust á Íslandi Laura kemur frá Madríd á Spáni. Spurð hvað hún hafi verið að gera í lífinu áður en hún flutti til Íslands segist hún mest hafa unnið við list- sköpun. „Ég hef til dæmis unnið við að búa til föt fyrir listamenn að nota á sviði,“ segir hún og einar bætir þá við að hún hafi um tíma rekið fyr- irtæki í kringum fatahönnun þegar hún bjó í Madríd áður en þau kynnt- ust. Laura hefur búið víða og bjó hún til að mynda lengi í London. „Ég fékk svo nóg af London og fann að það var ekki lengur rétti staður- inn fyrir mig. Ég fór þá til Spánar aftur en fann strax að þar er ekki svo gott að lifa. Spánn er rosalega gott land til að fara í frí en það er erfitt að búa þar og vinna. atvinnumark- aðurinn er erfiður,“ segir Laura. Hún ákvað að fara á alveg nýjan stað og kom þá til Íslands, fyrst í nokkra mánuði en snéri svo aftur til Spánar. „Ég fór svona fram og til baka í smá tíma en ákvað svo að flytja bara alveg hingað,“ segir hún. „Og þá kynnt- umst við. en hún var einmitt að hanna á mig föt sem ég nota á sviði og í myndatökum,“ bætir einar við. Byrjuðu saman á núlli Þegar þau einar og Laura kynntust voru þau bæði nýflutt til Íslands en einar hafði þá búið í Noregi í átta ár. Hann flutti út árið 2008 til að búa til tónlist og starfa við tónlist. „Við vorum bæði svolítið að byrja á núlli þegar við kynntumst. Bæði nýkomin til Íslands, ekki búin að finna okkur vinnu eða heimili. Ég bjó í herbergi hjá systur minni og Laura leigði íbúð með öðrum. Svo höfum við byggt okkur upp líf hér saman og nú eru liðin fjögur ár síð- an við kynntumst,“ segir einar og horfir brosandi á Lauru. af hverju ákvað einar að flytja til Noregs til að vinna við tónlist? „Mig langaði að taka tónlistina á næsta stig en á þessum tíma voru engin góð stúd- íó á Íslandi fyrir þessa tilteknu tón- listarstefnu og erfitt að komast í al- vöru túra. Mig langaði að komast á meginlandið til að eiga greiðari leið inn í þessa senu og komast á tón- leika að spila. Svo var standardinn á upptökustúdíóum þarna úti bara mikið hærri en hér heima,“ svar- ar einar en bætir við að stuttu eft- ir að hann flutti út breyttist margt á Íslandi. „Þessi sena sprakk út og hefur margt verið gert síðan,“ seg- ir hann. Þekkir ekki annað en að hrærast í þungarokki Hvernig er að lifa og hrærast í þungarokks heiminum? „Ég þekki náttúrulega ekkert annað til að bera þetta saman við. en maður velur sér svolítið leið í þessu, hversu mik- ið maður er að spila og hvar. Mér þótti ekki spennandi líf að vera allt- af á hótelum, flugvöllum eða bak- sviðs hér og þar um heiminn. Það er andlega þreytandi og passar illa við venjulegt líf. Ég valdi aðra stefnu og kom mér í stöðu þar sem ég var mest að spila bara á hátíðum um helgar. Þá gat ég svo komið heim á sunnudegi og mætt í venjulega vinnu á mánudegi. Það tekur samt á að flakka svona um helgar og gat stundum tekið á,“ segir einar. Hann ákvað svo að flytja aftur heim átta árum seinna til að vera nær fjöl- skyldunni og fá sér fasta vinnu. „Ég var farin að vinna eingöngu við tón- listina úti og langaði í meiri festur. Þessi vinna býður ekki upp á stab- ílar tekjur til að reiða sig á. Ég vildi á þessum tímapunkti hafa fast land undir fótum og fá mér vinnu. Ég ákvað að koma heim aftur til að gera það en það togaði líka í mig að koma nær fjölskyldunni,“ segir einar. eins og fyrr segir er einar með- limur í tveimur hljómsveitum, ann- ars vegar í Fortíð sem hann stofnaði árið 2002 og hins vegar í kötlu sem var stofnuð árið 2015. „Fortíð var fyrst bara ég sóló en svo eftir að ég fór til Noregs fékk ég fleiri með mér og myndaði fullskipaða hljómsveit. Þegar ég flutti svo heim aftur leysti ég upp hljómsveitina og er að setja saman nýja hér heima, við förum alveg að fara af stað,“ segir einar. Hljómsveitina kötlu skipa þeir ein- ar og Guðmundur Óli pálmason. Sóttust í friðsældina Spurð hvers vegna þau hafi ákveð- ið að flytja í Hvalfjarðarsveit segj- ast þau hafa verið búin að fá nóg af borgarlífinu. Laura hafði þá búið í nokkrum stórborgum og einar í Osló og Reykjavík. „Það var kannski gaman að búa í borg þegar maður var ungur en við erum bara orð- in of gömul fyrir það,“ segir einar og hlær. Laura tekur undir það og segist ekki heldur geta hugsað sér að búa lengur í litlum íbúðum með ná- granna allt í kring. „Mig langaði í friðsælan stað og frelsi,“ segir hún. Þau voru búin að leita að lóðum víða en fundu aldrei þá réttu. „Foreldr- ar mínir áttu þá þessa lóð sem við enduðum á að kaupa og byggja á. Það var aldrei í myndinni að flytja í næsta hús við mömmu og pabba,“ segir einar og hlær. „en svo fórum við að hallast að því að það væri bara besti kosturinn og ég held að það sé rétt. Hér ætlum við allavega að vera,“ bætir hann við. Skapa list í sveitinni Í sveitinni ætla þau að halda áfram að skapa list og verða þau bæði með stúdíó í nýja húsinu. „Við verðum með um 40 fm upptökustúdíó og gestaherbergi með sér baðherbergi. Þá getum við kannski tekið á móti erlendu tónlistarfólki sem vill koma hingað og taka upp. Ég er í góðu sambandi við tónlistarmenn um all- an heim og á vini í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og víðar sem ég get von- andi boðið hingað einn daginn til að taka upp tónlist,“ segir einar. Laura mun einnig hafa stúdíó til að skapa sína list og segist hún vonast til að geta haldið sýningu einn daginn. „Ég á nokkur málverk nú þegar sem væri gaman að sýna,“ segir hún. Stormurinn sem gat ekki stormað en þá snúum við okkur aftur að barnabókinni, hvernig kom það til að þau ákváðu að skrifa þessa bók? „Það var svo mikið í umræðunni að íslensk tunga ætti undir högg að sækja og var það oft tengt við að það vantaði meira úrval af barna- og unglingabókum. Ég hugsaði bara með mér að það gæti nú ekki ver- ið svo flókið að skrifa barnabók,“ svarar einar. Hann skrifaði bókina um Storminn sem gat ekki storm- að og Laura myndskreytti svo bók- ina. „Hún teiknaði svo flotta karakt- era sem settu söguna alveg á annað plan,“ segir einar. Þegar þau voru búin að skrifa bókina og mynd- skreyta tók við það erfiðasta í ferlinu að þeirra sögn, að finna útgefanda. „Við fengum á endanum útgáfu- samning frá Bókafélaginu og kom- umst svo í raun að því að það var ekkert svo stór markaður fyrir svona barnabækur. kannski er vandamálið ekki að svo fáir séu að skrifa bæk- ur fyrir börn heldur að börn hafi ekki áhuga á að lesa bækur,“ segir einar. „Þetta var samt skemmtilegt verkefni og mikið ævintýri að skrifa svona bók,“ segja einar og Laura nýju íbúarnir í Bjarkarási í Hval- fjarðarsveit. arg Barnabók sem Einar og Laura gáfu út fyrir síðustu jól. Listamenn byggja sér hús í Hvalfjarðarsveit Einar og Laura ásamt Teelu, nýjum íbúum í Bjarkarási í Hvalfjarðarsveit. Teela skoðar heiminn. Handunnið hulstur úr leðri með áföstum sviðakjamma. Ljósm. úr einkasafni. Þetta hulstur fyrir vínylplötu skreytti Laura.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.