Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 28
SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•DOTARI@DOTARI.IS LEIKFÖNG - GJAFAVÖRUR - FATNAÐUR OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 SMIÐJUVÖLLUM 32 (HJÁ BÓNUS) MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 „Okkar verkefni er að koma upp burðarhluta nýja leikskólans við asparskóga og gera hann fokheld- an. einnig erum við að skila af okk- ur verkefni af sambærilegri stærð fyrir Veitur ohf. upp í Lækjarflóa á næstu dögum. en þar reistum við nýja starfsstöð fyrirtækisins á Vest- urlandi og verður formleg opn- un á henni nú í síðari hluta þessa mánaðar,“ segir Heimir einars- son, annar eiganda Sjamma ehf. á akranesi í samtali við tíðindamann Skessuhorns. „Við höfum núna að undanförnu verið að að byggja fjöl- býlishús, sem eru staðsett við asp- arskóga 13 og 17. Það eru 13 íbúð- ir í hvorri byggingu. Íbúðirnar eru 36 til 61 fermetri að stærð. Þessar íbúðir geta hentað þeim sem eru að gera sín fyrstu kaup og einstak- lingum sem eru að minnka við sig. Íbúðirnar í fyrra fjölbýlishúsinu að asparskógum 13, sem við höfum lokið við að reisa, hafa allar ver- ið afhentar nýjum eigendum. Fjöl- býlishúsið að asparskógum 17 er í byggingu og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið á fyrri hluta næsta árs.“ auk þessara verkefna hefur Sjammi ehf. byggt á undanförnum árum par- og raðhús á akranesi. „Við höfum skilað þessum húsum alveg fullbúnum. Steyptar stéttir, frágengnar lóðir og öll helstu heim- ilistæki fylgja með. Í flestum tilvik- um hefur þetta verið þannig að þeir kaupendur sem ganga snemma frá kaupum hafa sett sinn svip á íbúð- irnar með því að breyta efnisvali að sínum smekk. par- og raðhúsin eru við Viðjuskóga, Blómalund, Fagra- lund og Álfalund og eru rúmlega 30 að tölu.“ Nokkur verkefni á teikniborðinu Hjá Sjamma ehf. starfa um tuttugu manns í dag í föstu starfi auk und- irverktaka í jarðvinnu, rafmagni, blikksmíði, pípulögnum, stálsmíði og málningu. „undirverktakarn- ir eru flestir héðan frá akranesi en við höfum einnig leitað annað í almenn og sérhæfð verkefni. auk leikskólans og fjölbýlishússins við asparskóga 17 erum við með nokk- ur verkefni á teikniborðinu sem verða vonandi að veruleika fljót- lega ásamt því að byggja fleiri par- og raðhús á næstu árum. Þá höfum við samhliða eigin verkum verið að þjónusta BM-Vallá við uppsetningu á forsteyptum einingum bæði hér á akranesi og annars staðar á land- inu. Við höfum átt í góðu samstarfi við þá bæði sem undirverktakar og einnig í kaupum á forsteyptum ein- ingum fyrir okkar byggingar. Þá hefur Hákon Svavarsson hjá fast- eignasölunni Valfelli séð um öll sölumálin okkur og hefur það sam- starf gengið mjög vel í alla staði.“ Vill sjá aukna atvinnu- uppbyggingu tal okkar berst nú að þeim mikla vexti sem er í íbúðabyggingum í bæjarfélögum utan höfuðborgar- svæðisins eins og til dæmis fyr- ir austan fjall eins og á Selfossi og Hveragerði, á Suðurnesjum og svo einnig á akranesi. Heimir seg- ir að það væri örugglega ekki ein- hver ein skýring á því. en það væri samt þannig að sífellt fleiri kjósa að búa utan höfuðborgarsvæðisins og þá væru þessir staðir vel staðsettir í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborg- arsvæðinu. „en það þarf að efla at- vinnutækifæri hér til þess að draga að nýja íbúa. Hér á akranesi er að komast af stað uppbygging á nýj- um atvinnulóðum upp í Flóahverf- inu og væri gaman að sjá fjölbreytta starfsemi byggjast þar upp. Því gæti fylgt fjölgun íbúa sem myndi styrkja bæjarfélagið. Vonandi eig- um við eftir að sjá bæjarfélagið okk- ar halda áfram að stækka og dafna á komandi árum og er ekki annað að sjá en að svo verði áfram með samstilltu átaki allra sem að þessum málum koma. Hjá okkur er verk- efnastaðan góð og erum við bjart- sýnir á áframhaldandi uppbygg- ingu,“ sagði Heimir einarsson að endingu. se/ Ljósm. vaks. Ný blokk sem Sjammi byggði við Asparskóga. Bygging nýja leikskólans eitt af stærri verkefnum þessa stundina Heimir Einarsson er annar eigandi Sjamma ehf. Ný starfsstöð Veitna á Vesturlandi er nú að verða fullbúin í Lækjarflóa á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.