Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 8
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 20218 Aflatölur fyrir Vesturland 4. til 10. september. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu. Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 29.954 kg. Mestur afli: eskey ÓF - 80: 10.465 kg. í þremur löndun- um. Arnarstapi: engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 411.077 kg. Mestur afli: Sighvatur Gk - 57: 104.460 kg. í einni lönd- un. Ólafsvík: 12 bátar. Heildarlöndun: 199.327 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH-137: 40.826 kg. í fjór- um löndunum. Rif: 7 bátar. Heildarlöndun: 183.108 kg. Mestur afli: Matthías SH - 21: 55.180 kg. í þremur lönd- unum. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 15.242 kg. Mestur afli: Bára SH-27: 12.960 kg. í fjórum löndun- um. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Sighvatur GK-57 GRU: 104.460 kg. 8. september. 2. Sigurborg SH-12 GRU: 81.922 kg. 6. september. 3. Runólfur SH-135 GRU: 60.822 kg. 6. september. 4. Farsæll SH-30 GRU: 56.987 kg. 7. september. 5. Sturla GK-12 GRU: 46.930 kg. 8. september. -frg eins og fram hefur komið skip- ar eyjólfur Ármannsson fyrsta sæti á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. eyjólfur er lögfræðingur og formaður Orkunn- ar okkar sem eru samtök þeirra sem vilja standa vörð um sjálfsákvörð- unarrétt Íslands í orkumálum. eyj- ólfur hefur undanfarið meðal ann- ars gætt hagsmuna landeigenda í arnarfirði og dýrafirði í þjóðlend- umálum. Nú hefur flokkurinn birt nöfn annarra frambjóðenda. Þór- unn Björg Bragadóttir landbúnað- arverkakona skipar annað sætið og Hermann Jónsson Bragason vél- stjóri skipar þriðja sætið. Framboðslistinn í heild er þan- nig: Eyjólfur Ármannsson1. , lög- fræðingur LL.M. Þórunn Björg Bjarnadótt-2. ir, landbúnaðarverkakona/fv. bóndi Hermann Jónsson Bragason3. , vélstjóri Eyjólfur Guðmundsson4. , vinnur á sambýli f. fatlaða Sigurlaug Sigurðardóttir5. , náttúrufræðingur Sigurjón Þórðarson6. , líffræð- ingur Sigríður Inga Sigurjónsdótt-7. ir, dýralæknir Bjarki Þór Pétursson8. , verka- maður/öryrki Jenný Ósk Vignisdóttir9. , landbúnaðarverkakona Einir G. Kristjánsson10. , verk- efnastjóri/öryrki Sigurlaug Arnórsdóttir11. , ör- yrki Magnús Kristjánsson12. , eldri borgari Erna Gunnarsdóttir13. , öryrki Halldór Svanbergsson14. , bíl- stjóri Jóna Marvinsdóttir15. , matráð- ur/eldri borgari Kristjana S. Vagnsdóttir16. , eldri borgari. mm Starfsmenn kantsteypu Norð- urlands hafa verið að störfum í Grundarfirði síðustu daga. Þá er verið að steypa kant sitthvor- um megin við Grundargötuna þar sem gangstéttar verða breikkað- ar verulega. Það var skemmtilegt að fylgjast með þessum snillingum að störfum enda ótrúlega snöggir að steypa þessar nýju gangstéttar- brúnir. tfk Fyrir skömmu færði kvenfélag Borgarness skólasafni Grunnskóla Borgarness 75 þúsund krónur að gjöf til kaupa á bókum á pólsku. Á myndinni má sjá hluta þeirra bóka sem keyptar voru. Útsöluverð bók- anna er meira en helmingi lægra en sömu bóka í íslenskri þýðingu. „Bókakostur skólasafnsins á pólsku hefur því aukist til muna en á ann- an tug pólskumælandi barna stund- ar nú nám við skólann. aðeins eru tvö ár síðan félagið veitti okkur styrk til þess að kaupa fræðibæk- ur fyrir börn. Svona hlýhugur er ómetanlegur en bækur eru mjög dýrar hér á landi. Við færum kven- félaginu kærar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf og hlýhuginn sem það sýnir skólasafninu,“ segir í til- kynningu frá Grunnskóla Borgar- ness. mm Verið að steypa kantinn á gatnamótum Sæbóls og Grundargötu. Kantsteypa Norðurlands að störfum í Grundarfirði Þar til gerð vél mótar steypuna yfir víralengjuna á örskömmum tíma. Kvenfélag Borgarness styrkir skólasafnið Flokkur fólksins kynnir framboðslista fyrir Norðvesturkjördæmi Eyjólfur Ármannsson oddviti listans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.