Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 32
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202132 Vísnahorn Nú er réttatímabilið hafið með sín- um sjarma, erfiðleikum og ánægju og tilfallandi gleði og sorgum. Víða selja viðkomandi kvenfélög veit- ingar í réttum og gjarnan glaum- ur nokkur þar um kring. Nú þurfa samt blessaðar konurnar stundum einhverja aðstoð eins og við vatns- burð og fleira og getur þá verið til bóta að grípa til karlkynsins. Jafnvel fer svo að þeir sem áður voru ung- ir og örir í gleðskapnum verða síð- ar ráðsettir menn og leggja kven- félaginu lið við hin ýmsustu verk- efni. Stefán Sveinsson sem lengi var vinnumaður hjá séra Gunnari Árna- syni á Æsustöðum var virkur félagi í heimilisiðnaðarfélagi sem þar starf- aði. Þegar því var svo breytt í kven- félag færðist Stefán sjálfkrafa með og var enda félagsskapnum hinn þarfasti liðsmaður en orti þó: Áður var ég gáskagjarn í glaumi réttardagsins. Nú er ég orðinn besta barn á brjóstum kvenfélagsins. Jón Jónsson á eyvindarstöðum bætti svo við: Þarna muntu þroska fá og þekkingar að afla. Kannske seinna kemstu á kvenfélagsins nafla. En ég vil stinga því að þér þó að líki miður að út um þúfur friður fer farirðu lengra niður. að afloknum réttum kemur svo hin óhjákvæmilega sláturtíð og slát- ursala með öllu því sem þar fylgir og tilheyrir. dV birti einhvern tím- ann verðkönnun á ýmsum sláturaf- urðum og varð það Böðvari Guð- laugssyni tilefni til eftirfarandi: Á Héraði gerist kvenþjóðin tæp á taugum, og telja má víst, að þar fækki til muna þungunum, því vitanlega vex henni mjög í augum verðlagið á Egilsstaðapung- unum. Húnvetnskri kvenþjóð hins vegar standa til boða hagkvæm viðskipti mitt í dýrtíðarstandinu: Á Blönduósi getur hún blátt áfram fengið að moða úr billegustu pungum, sem til eru á landinu. Áður en að réttum og sláturtíð kemur fara menn í göngur enda frumskilyrði þess að réttir geti farið fram sómasamlega. Stundum hefur verið haft á orði að nokkur gleð- skapur fylgi leitum og Sigurður Hansen orti um ástandið í Bugakofa á eyvindarstaðaheiði: Sumir virtust liggja lágt og létust sofa, það var ekki unnt að lofa ástandið í Bugakofa. Það var varla friður til að finna á sér því görg og púst menn gáfu frá sér svo grimmir hundar fóru hjá sér. Björn stóð einn við hitann eins og Héðinn forðum, þó gólf og veggir gengju úr skorðum gramdist honum ekki í orðum. Hundar stóðu bísperrtir til beggja handa, þeir höfðu ekki þambað landa, þess vegna tókst þeim að standa. Þessi mun hinsvegar vera ættuð af afrétti Skaftártungumanna: Víð þreytuvíli og þvælingum þá er sæla í hvílingum. Gott er skýli í Skælingum skjól og hæli í Kýlingum. Góður fjárhundur er að sjálfsögðu mikilvægur hverjum smala þó auð- vitað geti ungir og áhugasamir bæði hundar og smalar lent í lítilsháttar aðlögunarerfiðleikum. Bjarni páls- son á Blönduósi átti allgóða tík og lýsti sínum betrunaráhrifum á hana með þessum orðum: Tíkin mín fer nú lítt að lögum, læknað gat ég þó margan brestinn. Ég setti´ana inn á sunnudögum og sagði´enni að hlusta vel á prestinn. Og tvær koma hér eftir Jón í Skollagróf: Lokið er fjallafrelsinu, fátt um spretti snjalla. líður hausts að helsinu, hljóðnuð gleðibjalla. Haustið strengir hélubönd, hleður snjó í fjöllin. Senn eru að baki sumarlönd sölna grös um völlinn. Sveinn Gíslason á Frostastöðum orti á leið í göngurnar: Fram í reit þótt rökkva taki, rommið veita skal ég þér. Nú er sveitin senn að baki, síga þreyta á hölda fer. Gangnaævintýrin seiða gjarn- an þá sem einu sinni hafa komist á bragðið. Ætli Jón tryggvason hafi ekki gert þessa síðsumars á ferð um eyvindarstaðaheiði: Þó að húmi og hausti senn hitna fornar glóðir. Þegar gamlir gangnamenn ganga um þessar slóðir. Stundum hefur viljað verða svo- lítill gleðskapur fyrstu nótt í skála en fjallkóngum er ekki vel við slíkt því erfitt verk bíður að morgni. amma mín fór oft með eftirfarandi vísu en nú er ég bara ekki viss um hver orti þó gamla konan hafi örugglega sagt mér það. en sem sagt fjallkóngur var að hasta á sína menn og segja þeim að vera ekki með háreysti eftir tólf. einn þeirra (sem ég man ekkert hver var en vildi gjarna fræðast um) tók upp úrið sitt sem vantaði fimm mínútur í tólf og segir: Ekki er klukkan orðin tólf, ennþá má ég syngja. Við erum fjórtán, fimm og tólf fjallmenn Álfthreppinga. en mikið væri nú gaman ef ein- hver kannaðist við höfund að þess- ari vísu. Það styttist nú óðum í kosning- arnar jafnt í fámennum sveitum landsins sem í þeirri Babýlon vors lands eins og blessunin hún krist- rún í Hamravík hefði sagt. aðal- steinn í Strandseljum orti: Flokkatryggð ei fólkið heftir, frambjóðenda stækkar skrá. Bráðum verður enginn eftir orðinn til að kjósa þá. Blessaðir frambjóðendurnir spara heldur ekki að minna okkur á allt það sem þeir hafa gert fyrir okkur síðastliðið kjörtímabil að ekki sé nú talað um allt sem þeir ætla að gera á því næsta en fyrir nokkrum árum orti Gunnar Rögnvaldsson: Nú er tími þeirra sem hreykja sér og hrósa og halda uppi merkinu fyrir þor og dug. Þeir vona að við staulumst í klefann til að kjósa og „krossfestum“ þá sömu og liðinn áratug. 1995 mætti Framsókn í kosning- arnar með nýtt slagorð. „Sóknin hefst á miðjunni“ og varð Jóni atla Játvarðarsyni tilefni til eftirfarandi: Framsókn mun sitt fylgi laga, fer það upp við breyttan sið. Sóknin hefst á miðjum maga, mjakast þaðan nið´rá við. Þessi vísa kom upp úr kjörkassan- um og var lesin upp með þeim af- leiðingum að Framsókn þótti þetta slagorð þar með fullnotað. En bestu þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Sóknin hefst á miðjum maga - mjakast þaðan nið´rá við Skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar Dagur í lífi... Nafn: Hilmar Már arason Fjölskylduhagir/búseta: Giftur katrínu a. Magnúsdóttur kenn- ara og eigum við þrjú börn og tvö barnabörn. Búum í engihlíð 18, Ólafsvík. Starfsheiti/fyrirtæki: Skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar. Áhugamál: Útivist, íþróttir, lest- ur, frímerkjasöfnun og stjórnmál. Dagurinn. Fimmtudagurinn 9. sept 2021: Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði kl. 5:50 og fór í sturtu. er dæmigerður a maður. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Hafragraut með berjasaft. drakk vatnsglas og einn sopa af kefir, tók inn lýsi og vítamín. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Fékk mér góðan göngutúr í dásamlegu veðri, fylgdist með sól- inni koma upp og bátunum fara á sjó. Lagði af stað að heiman um kl. 6:30, plokkaði leiðina sem ég gekk og mætti til vinnu kl. 7:00. Fyrstu verk í vinnunni? Gekk um skólann, opnaði glugga, hellti upp á kaffi fyrir starfsfólkið, samþykkti reikninga, fór yfir dag- inn og svaraði póstum. Hvað varstu að gera klukkan 10? Sendi út fréttatilkynningu til for- eldra þess efnis að leik- og grunn- skólarnir, foreldrafélög þeirra, Íþrótta- og æskulýðsnefnd Snæ- fellsbæjar og Snæfellsbær standi fyrir fjarfundi fyrir íbúa Snæfells- bæjar um svefn og svefnvenjur. daginn eftir verður örnámskeið um leiðsagnarnám fyrir starfsfólk skólans. Áhugavert mikilvægt efni hvoru tveggja. Hvað gerðirðu í hádeginu? Var á leiðinni á fund að Hótel Hamri, hjá Skólastjórnendafélagi Vesturlands. Hvað varstu að gera klukkan 14? Var á mjög áhugaverðum og skemmtilegum fundi með skóla- stjórnendum á Vesturlandi. allt- af hollt og gott að hitta kollegana, í formlegum og óformlegum um- ræðum. Ómetanlegt að eiga þetta félag og aðgang að félagsskap ann- arra skólastjórnenda. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Fór heim rétt fyrir 18:00, fór yfir skipulag næsta dags og svaraði tölvupóstum. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór í berjamó í enninu, þriggja mínútna ganga frá heimili okk- ar. Mikið af góðum berjum. Búin að safta og tína vel af aðal- og blá- berjum, erum að verða vel birg fyrir veturinn. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? kata eldaði matarmikla taco súpu með ljúffengu brauði. Saðsamur og góður kvöldverður. Hvernig var kvöldið? tók fram hjólið og hjólaði út á Hellissand, í góða veðrinu. Skoð- aði nýju viðbótina við göngu,- hjóla- og hlaupastíginn sem er á milli Ólafsvíkur og Hellissands. Þvílík forréttindi að hafa þennan stíg hér á milli byggðakjarnanna, auðveldar fólki alla útivist. Hvenær fórstu að sofa? um 22.30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Gluggaði í bók um leiðsagnarnám. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Sterk náttúruupplifun, hvað haustið er fallegur árstími með öllum sínum litatilbrigðum og birtu. Eitthvað að lokum? Hvað maður er lánssamur að eiga góða og heilbrigða fjölskyldu, gott samstarfs- og samferðafólk. Þetta eru sönn forréttindi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.