Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 38
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 202138 Hvað er best við Borgarnes? Spurning vikunnar (Spurt á púttmóti eldri borgara í Borgarnesi) Þorsteinn Benjamínsson „að búa þar.” Ragnheiður Elín Jónsdóttir „Staðsetningin, mjög fallegur bær og gott að búa þar.“ Jónína Björg Ingólfsdóttir „Mannlífið.“ Guðrún Helga Andrésdóttir „Náttúrufegurðin í Borgarnesi og nágrenni.“ Guðmundur Lind Egilsson „að ég eigi húsið mitt hérna.“ Skagamenn unnu gríðarlega mikil- vægan sigur gegn Leikni, 3:1 í pepsi Max deildinni á akranesvelli á laug- ardag. Heimamenn urðu hreinlega að sigra í leiknum til þess að halda vonum sínum á lífi um að forðast fall úr pepsi Max deildinni. Heimamenn byrjuðu leikinn mjög vel og gáfu tóninn strax á fimmtu mínútu en þá átti Gísli Lax- dal unnarsson hörkuskot í hliðar- netið úr þröngu færi. Það var síð- an á 24. mínútu leiksins sem Skaga- menn náðu sanngjarnt forystunni. Þá fengu þeir hornspyrnu sem Brynjar Snær pálsson lyfti inn á vítateiginn og fór boltinn í Leiknis- mann og af honum til Viktors Jóns- sonar sem skallaði boltann í fjær- hornið. aðeins þremur mínútum síðar fengu Skagamenn vítaspyrnu þegar Viktor Jónsson var togaður niður í vítateignum af varnarmanni Leiknis. Steinar Þorsteinsson steig á punktinn og skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan orðin 2:0 og var þannig í hálfleik. Leiknismenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þá átti Brynjar Hlöðversson sendingu inn í vítateig Skagamanna og boltinn barst á daníel Finns Matthíasson sem þrumaði honum viðstöðulaust í fjærhornið, óverjandi fyrir Árna Marinó í markinu. eftir mark- ið gerðu Leiknismenn harða hríð að marki Skagamanna en heima- menn stóðust áhlaupið og náðu að skora þriðja markið á 69. mínútu og tryggja sigurinn. Þá tók Gísli Laxdal unnarsson hornspyrnu sem barst til Viktors Jónssonar sem átti skot að marki en þar var Hákon ingi Jónsson og náði hann að stýra bolt- anum í markið nánast af marklín- unni. Fjórum mínútum eftir þriðja markið komst aron kristófer Lár- usson einn inn fyrir vörn Leiknis en Guy Smith náði að verja með góðu úthlaupi. Leikurinn fjaraði síðan út og Skagamenn fögnuðu innilega mikilvægum sigri. Bestu leikmenn Skagamanna voru þeir Ísak Snær Þorvaldsson, sem var öflugur á miðjunni og svo þeir Óttar Bjarni Guðmundsson og Wout droste í vörninni. Þá átti Viktor Jónsson einnig góðan leik í sókninni. Skoraði eitt mark og kom einnig að hinum tveimur mörkun- um. Jóhannes karl Guðjónsson sagði í viðtölum eftir leikinn að það væri sannarlega góð tilfinning að ná þessum sigri. Strákarnir hefðu ætl- að sér sigur og hefðu uppskorið með góðri baráttu. Fram undan eru baráttuleikir sem byrja með bikar- leiknum gegn ÍR í dag, miðviku- dag, og svo tveir úrslitaleikir gegn Fylki og keflvíkingum. „Við ætl- um okkur sigur í þessum leikjum,“ sagði Jóhannes karl. Næsti leikur Skagamanna er gegn ÍR eins og áður sagði í dag í Breið- holtinu og svo gegn Fylki sunnu- daginn 19. september á akranes- velli. se Vesturlandslið Skallagríms og Snæ- fells í meistaraflokki kvenna í körfu- bolta gáfu bæði leiki sína í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins sem áttu að fara fram á mánudagskvöldið í síð- ustu viku. Skallagrímur átti að spila gegn Val og Snæfell gegn keflavík. Helsta ástæðan er sögð mannekla. Lára Magnúsdóttir, sem sæti á í stjórn Skallagríms, segir að aðal- ástæðan hafi einfaldlega verið sú að þær voru ekki tilbúnar með fullskip- að lið og það hafi í raun ekki verið flóknara en það. um þessar mundir eru um 14 stelpur að æfa hjá meist- araflokki Skallagríms en Lára segir að þar eru sjö stelpur að koma upp úr yngri flokkunum, þrír leikmenn og erlendir leikmenn ekki væntan- legir fyrr en í þessari viku. „Þessar ungu stelpur eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og okkur fannst ekki rétt að senda þær einar í leik á móti úrvalsdeildarliði. en við verðum klárar í deildina fyrir fyrsta leik í október og erum mjög spennt fyrir komandi tímabili.“ Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæ- fells, segir ástæðuna hjá þeim vera þá að Snæfell hafi ekki verið búið að ná saman liðinu fyrir fyrsta leik en nú sé verið að búa til nýtt lið með ungum heimastúlkum og tveimur útlendingum og þá mun félagið hugsanlega fá tvær á vensla- samning. „Miklar breytingar hafa orðið á liðinu frá síðasta tímabili, gamli leikmannakjarninn er nánast allur hættur og við erum að setja af stað þriggja ára áætlun með það markmið að koma upp samkeppn- ishæfu liði í efstu deild að nýju,“ segir Baldur. tímabilið hjá liðunum hefst í byrjun október. Skallagrímur sækir keflavík heim í úrvalsdeild kvenna miðvikudaginn 6. október og Snæ- fell fer í Vesturbæinn 2. október og leikur gegn liði kR í 1. deild kvenna. vaks Ía hefur þekkst boð körfuknatt- leikssambandsins um að taka það sæti sem Reynir Sand- gerði lét frá sér í 1. deild karla á kom- andi leiktíð. Í tilkynningu frá kkÍ kem- ur fram að Ía tekur við öllum leikj- um Reynis, hvort sem er heima- eða útileikjum, á þeim dögum sem áður var áætlað að leikir Reynis færu fram. Í fyrsta leik haustsins, sem spilaður verður 27. septem- ber klukkan 19:00, tekur Ía á móti Haukum á akranesi. Þess má geta að karlalið Skallagríms í Borgarnesi spilar einnig í sömu deild og mætir Álftanesi sama kvöld kl. 19:15. mm Skallagrímur úr Borgarnesi varð í fimmta sæti B-riðils í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar með 15 stig í 14 leikjum, vann fjóra leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði sjö leikjum. Sölvi Gylfason var spilandi þjálfari liðsins og blaðamaður Skessuhorns tók hann í stutt spjall varðandi sumarið og næstu skref og spurði hann fyrst hvernig hefði gengið að vera spilandi þjálfari. Sölvi segir að hann hefði verið spilandi þjálfari liðsins síðustu tvö ár og því kom- inn með ákveðna reynslu í því hlut- verki. „declan Redmond var spil- andi aðstoðarþjálfari og þá vorum við með menn í liðsstjórn sem sáu um að framkvæma skiptingar. Það var ánægjulegt hve margir voru viljugir að koma að liðinu eins og t.d. Smári Vals, Gaui Gísla, Heimir Smári og fleiri félagsmenn. Það var vissulega krefjandi en að sama skapi mjög gaman.“ Misstu móðinn Sölvi sagði í viðtali við Skessuhorn fyrir mótið í sumar að stefnan væri alltaf sett á að komast í úrslita- keppnina. Nú var liðið aldrei ná- lægt því í sumar, er þjálfarinn með einhverja skýringu á því? „Já, stefn- an er alltaf sett á úrslitakeppnina hjá Skallagrími. Það setti ákveðinn tón að tapa fyrsta leik gegn SR en þá vorum við án lykilmanna vegna meiðsla og bólusetningar vegna Covid 19. Við unnum næstu tvo leiki og virtumst vera að fara á flug en gerðum síðan jafntefli og töpuð- um jöfnum leik gegn Hamri.“ Sölvi segir að þeir hafi einhvern veginn ekki náð sér á strik eftir það og þeg- ar kH og Hamar fóru að stinga af í riðlinum og markmiðin urðu fjar- lægari misstu þeir svolítið móðinn. „Þrátt fyrir að við kæmust ekki í úr- slitakeppnina var mjög jákvætt að margir ungir og uppaldir heima- menn fengu tækifæri og góða leik- reynslu.“ Nú léku tveir leikmenn frá Spáni með ykkur í sumar. Gekk það dæmi upp, styrktu þeir hópinn og náðu þeir að aðlagast breyttum aðstæð- um? „Það verður að segjast eins og er að þeir stóðu því miður ekki und- ir þeim væntingum sem við gerðum til þeirra. Við fengum sóknarmann og vinstri bakvörð sem styrktu liðið alls ekki á þann hátt sem við vorum að vonast eftir. en það er stundum þannig í þessu.“ Skallagrímur hefur undanfarin ár verið í samstarfi við Ía og í sumar og segir Sölvi að sam- starfið hafi gengið ágætlega: „Við vorum með tvo leikmenn í láni frá þeim, þá davíð Frey Bjarnason, kantmann, og Bjarka Rúnar Ív- arsson, markmann. Þeir stóðu sig virkilega vel, bættu leik sinn mjög mikið og við vorum mjög ánægð- ir með þá.“ Varðandi framhaldið á þessu samstarfi segir Sölvi að það eigi í raun eftir að koma í ljós en það sé ljóst að það hefur nýst báð- um aðilum vel. „til dæmis spilaði Árni Marinó, markvörður Skaga- manna, með okkur alls fimm leiki í fyrrasumar og fékk þar með dýr- mæta reynslu.“ er eitthvað að frétta af aðstöðu- málum varðandi gervigrasvöllinn á æfingasvæðinu? „Það hefur lít- ið heyrst af aðstöðumálum varð- andi völlinn annað en sú tillaga sem kom frá starfshópi á vegum Borgar- byggðar. Það er vonandi að það mál fari að hreyfast enda eru æfinga- og keppnisaðstæður í Borgarnesi yfir vetrartímann bara ekki til staðar og ekki í samræmi við íþróttaboð- orð ÍSÍ.“ að lokum segir Sölvi þeg- ar ég spyr hann hvort byrjað sé að ræða þjálfaramál fyrir næsta tímabil og hvort hann hafi áhuga á að vera áfram þjálfari liðsins: „Sem stend- ur hafa engar formlegar viðræður átt sér stað og hvort ég verði áfram þjálfari liðsins verður bara að koma í ljós.“ vaks Úr leik Skallagríms og Snæfells árið 2017. Ljósm. úr safni. Skallagrímur og Snæfell gáfu leikina í VÍS bikarnum ÍA spilar í fyrstu deildinni „Margir heimamenn fengu tækifæri og góða leikreynslu“ Sölvi Gylfason, þjálfari Skallagríms. Ljósm. vaks Mikilvægur sigur Skagamanna gegn Leikni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.