Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 33
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 33 bmvalla.is Smellpassar þú í hópinn? Framleiðslustörf - Production workers Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og er umsóknafrestur til og með 27.september. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur þrjú dótturfélög sem starfa við öflun hráefna, framleiðslu, sölu og þjónustu á byggingarmarkaði og við mannvirkjagerð á Íslandi. Fyrirtækin eru Björgun ehf., BM Vallá ehf. og Sementsverksmiðjan ehf., og hafa þessi félög rótgróna sögu á Íslandi sem rekja má allt aftur til fyrri hluta síðustu aldar. Hjá fyrirtækjunum starfa um 200 manns á starfsstöðvum víða um land en skrifstofa Hornsteins ehf. er á Bíldshöfða 7. Mannauðsstefna Mikil áhersla er á faglega vinnu þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis og við viljum gera starfsfólki okkar kleift að samhæfa vinnu og fjölskylduábyrgð. Helstu verkefni og ábyrgð • Framleiðsla á forsteyptum einingum • Járnabending og niðurlögn steypu • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur • Reynsla af byggingarvinnu er kostur • Stundvísi, jákvæðni og framúrskarandi lipurð i samskiptum • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Íslensku og/eða enskukunnátta er kostur • Á auðvelt með að starfa í hóp BM Vallá leitar að öflugu og laghentu starfsfólki til að slást í samhentan hóp í Smellinn, einingaframleiðslu BM Vallá á Akranesi. Vegna stækkunar verksmiðjunnar eru nokkur stöðugildi í boði. Meginhlutverk starfsins er framleiðsla á forsteyptum einingum. BM Vallá is looking for production workers to join their group in Smellinn, their pre-cast production unit. The job involves the production of pre-cast units. Jöfn tækifæri Með jafnréttisstefnunni okkar tryggjum við að starfsfólk hafi jafna möguleika óháð kyni, þjóðerni, kynþætti, kynhneigð, aldurs og fleiri þátta. Um er að ræða 100% framtíðarstarf með skilgreindum vinnutíma frá kl. 07:30-16:50. Boðið er upp á starfsmannarútu frá Akranesi. This is a full-time, future role with defined working hours from 07:30-16:50. Lax-inn er ný fræðslumiðstöð fisk- eldis sem opnuð var síðastliðinn föstudag á Grandagarði í Reykja- vík. Þar er nú hægt að kynna sér starfsemi fiskeldis með beinteng- ingu myndavéla bæði í land- og sjó- eldi á landsbyggðinni ásamt ýmsu öðru fræðsluefni um þessa atvinnu- grein. Í tilkynningu frá Lax-inn kemur fram að lögð er áhersla á fræðslu um hvernig fiskeldi við íslenskar aðstæður fer fram, frá hrogni til fisks og alla leið á disk neytenda. „Heildarferli framleiðslunnar er lýst, til dæmis hvernig jarðvarmi og græn raforka eru nýttar og hag- stæðar umhverfisaðstæður í land- eldi einnig með gegnumstreymi og hringrásarkerfi. Frætt er um áfram- eldi í sjó, en það er gert við köld- ustu aðstæður sem þekkjast í lax- fiskaeldi í heiminum. Öllu fram- leiðsluferlinu eru gerð ítarleg skil, hvað einkennir gæði afurða og um- hverfisáhrif framleiðslunnar rak- in. Áhersla er lögð á kynningu á eldistækni íslenskra fyrirtækja sem eru mjög framarlega á heimsvísu í tæknilausnum bæði í eldi og fram- leiðslu.“ Íslendingar eru nú fremstir í bleikjueldi og laxeldi á landi í heim- inum en saga þess er löng hér á landi. elstu rituðu heimildir um fiskeldi hér við land ná aftur til landnáms- aldar þegar laxfiskar voru fluttir úr ám í tjarnir til þess að eiga mat allt árið. Hvergi á heimsvísu er í ár stundað jafn mikið eldi atlantshafs- laxaseiða í tengslum við seiðaslepp- ingar. Bleikjueldið er það stærsta á heimsvísu og er mesta framleiðsla á laxi í landeldi hér á landi. Þá hefur hlutfallslegur vöxtur sjóeldis á laxi verið mestur við Íslandsstrendur á síðustu árum. Í fyrra varð lax næst stærsta útflutningstegund sjávaraf- urða á eftir þorski. Íslensk tækni- fyrirtæki hafa náð mjög langt á heimsvísu í tækni tengdu eldi eins og Vaka ehf, sem og vinnslu eldisaf- urða og nægir þar að nefna Marel, Völku og Skaginn 3X. Tengsl við atvinnugreinina Stofnandi fræðslumiðstöðvarinn- ar Lax-inn er Sigurður pétursson en hann hefur víðtæka menntun og reynslu úr land- og sjóeldi laxfiska og komið að ýmsum nýsköpunar- verkefnum á sviði lagarræktunar. Lax-inn er í samstarfi við fjölmarga aðila sem munu kynna starfsemi sína í þessu nýja fræðslu- og ný- sköpunarsetri. Verkefnisstjóri Lax- inn er katrín unnur Ólafsdótt- ir, véla- og iðnaðarverkfræðing- ur. „tilgangur fræðslumiðstöðvar- innar er að „opna“ glugga að starf- semi fiskeldis hér á landi, uppfræða og vekja áhuga almennings á sjálf- bærri matvælaframleiðslu atvinnu- greinarinnar. enn fremur er mark- miðið að miðla þekkingu um stöðu og framþróun í tækni eldisferilsins og gera upplýsingar um umhverf- isþætti aðgengilega. að lokum er markmiðið að gera tækifærin sem byggja á mikilli tækniþróun og ný- sköpun sýnileg.“ mm Opna fræðslu- miðstöð fisk- eldis í Reykjavík

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.