Skessuhorn


Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 15.09.2021, Blaðsíða 25
MiðVikudaGuR 15. SepteMBeR 2021 25 Víða um vestanvert landið hafa bændur og búalið verið á fjöllum undanfarna daga og smalað til rétta. um liðna helgi voru nokkr- ar réttir í landshlutanum og fram undan enn fleiri. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Fljótstungurétt í Hvítársíðu og Þverárrétt í Borgarfirði um liðna helgi. Veður var ágætt fram á laugardag en þegar líða tók á sunnudaginn átti það eftir að breytast þegar leif- ar af fellibylnum Larry fóru yfir vestanvert landið með tilheyrandi roki og rigningu. allir komust þó heilir og höldnu til byggða og létu menn ekki úrkomu og rok draga úr stemningunni. mm Göngur og réttir standa nú sem hæst Hér liðast safnið af Arnarvatnsheiði niður hraunið áleiðis til Fljótstunguréttar. Bjarni Árnason fjallkóngur í Heiðarleit í farar- broddi. Rekið í almenninginn. Þessi lömb létu ekki bragðgott birkið framhjá sér fara. Þorsteinn Bjarki og Margrét Helga með þriggja mánaða dóttur sína í Fljótstungurétt. Logi Sigurðsson bústjóri á Hesti skellti sér í leit á Arnarvatnsheiði. Feðginin Haukur og Sara Margrét á Skáney búin að koma höndum yfir vænan golsa. Sigvaldi í Hægindi að leita fjár. Skömmu fyrir sólarlag í Fljótstungu. Þessum var réttað á sunnudeginum. Lilja Rannveig í Bakkakoti tók hlé á framboðsstörfum til að mæta í Þverárrétt. Uppstytta milli skúra í Þverárrétt. Bætt í almenninginn í Þverárrétt. Síðustu kindurnar komu til réttar skömmu fyrir klukkan 19 af afrétti Þverhlíðinga, Tungnamanna og Hvítsíðunga. Samstarf við fjárragið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.